Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.1929, Side 9

Læknablaðið - 01.11.1929, Side 9
LÆKN ABLAÐIÐ .159 þá alveg á sitt band, sem privat-lögreglu. Reistar eru risavaxnar írílækn- ingastoíur, heilsuhæli, hressingarhæli; bráðum verÖur sagt viÖ læknana: ViÖ gerum samning viÖ ykkur. Vi8 ábyrgjumst ykkur sæmilegar tekjur eftir launastiga embættismanna ríkisins, og eftirlaunarétt; ennfremur fáum við ykkur í hendur, auðvitaö á okkar kostnað, bestu og nýjustu rannsóknar- tæki, Röntgengeisla, gagnverma, út-fjólubláa geisla o. s. frv. Bandalag sjúkrasjóðanna hefur stríðið strax er það hefir komið öllu i lag, þegar það hefir trygt sér, auk sinna gömlu bandamanna (verkalýðs- félaganna), nýja, óhjákvæmilega bandamenn, einkum meðal hins mikla fjölda atvinnulausra ungra lækna. Miklum meirihluta þýskra lækna hrýs alvarlega hugur viö því, að vérÖa embættismenn sjúkrasamlaganna, en ekki er gott að sjá, hvernig þeir fá staðist gegn því; því mikill meirihluti þeirra lifir ekki lengur á öðru en sambandsmeðlimum, og þeir eru gersamlega upp á þá komnir. Margir þýskir læknar sjá bjargráðin í gagngerðum Ijreytingum, sem trvgðu, eða öllu held- ur ákvörðuðu með lögum, frjálst læknisval. Dr. Lick er ekki trúaður á, að eins og nú standa sakir, sé hægt að koma á þeirri endurbót; og hann sér ekki nema eina leið út úr því öngþveiti, sem læknar og trygðir eru komnir i. Það er: cmbœttismenska, ríkisvinna lœkna. Sjúkrasjóðslæknirinn yrði ríkis- embættismaður, en ekki embættismaður sjóðsins. Lick sér ýmislegt hagræði við þessa nýju stöðu lækna, og bendir á gallana. Kostir efhbættisstöðunnar fyrir lœkninn. 1) Læknirinn hefir ekki lengur hag af sjúkdómnum, heldur af hreysti trygðra; nú er svo, að því fleiri trygðir, sem taka fé út úr sjóðnum, þess meir ábatast læknirinn um leið. Með föstum launum er það hagur læknisins, að heilbrigði allra sé ágæt. 2) Þetta dregur verulega úr fjárhagsáhyggjum lækna. 3) Læknirinn fær nægan tíma til hvildar og til tekniskrar fullkomnunar. 4) Embættislæknir getur verið óháðari og óhlutdrægari gagnvart sjúk- um. Ráðsmaður héraðssjóðs í Danzig hefir kallað læknana lögreglumenn sjóösins. — Er ekki lögregluþjónn óháðari, ef liann er launaður af ríkinu, en ef hann er fjárhagslega háður þeim, sem hann á að gæta? 5) Álit læknastéttarinnar eykst að nýju, því læknirinn býður trygðum, í stað þess að hlýða þeim. 6) Talsvert dregur úr samkepni lækna á meðal. 7) Læknastéttin losnar við sífeldar deilur við sjúkrasamlögin, og getur snúið sér að háleitari verkefnum. Ókostir embœttismenskunnar fyrir lcekninn. 1) Úti er um starfsfrelsi stéttar vorrar. (Þetta frelsi er fyrir löngu horf- ið. Margir starfsbræður, segir Lick, kjósa heldur að vera lögreglumenn rík- isins, en lögreglumenn sjóðanna). 2) Skrifstofulífið er óskemtilegar horfur fyrir hvern lækni, sem elskar starf sitt og sjúklinga. 3) Læknirinn verður að betla eftir stöðu. 4) Hæfileikar læknanna minka, er þeir eru þjóðnýttir. 5) Læknastéttin greinist í tvo flokka: Embættislækna og frjálsa lækna,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.