Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1946, Page 25

Læknablaðið - 01.10.1946, Page 25
L Æ K N-ABLAÖIÐ 131 ir II. flokks læknisliéruð hæl- ist við kr. 25.00 á mán. og fyr- ir III. flokks kr. 50.00. Kaupið reiknast frá þvi að stúdentinn leggur af stað í hér- aðið, ferðir og uppihald ó- keypis. Við framangreinda kaupliði leggst viðbót samkvæmt vísi- tölu framfærzlukostnaðar, eins og hún reynist á hverjum tima. Taxti þessi mun vera all- miklu lægri en héraðslæknar borga nú yfirleitt, en að athug- uðum öllum ástæðum, höfum við ekki talið rétt, að gera hærri kröfur. Jafnframt vilj- um við taka það fram, að stjórn Læknanemafélagsins er fús á að liðsinna héraðslæknum við ráðningu aðstoðarmanna. Okk- ur þætti vænt um að Iieyra á- lit yðar á taxta þessum við tækifæri og vonum, að þér komið lronum á framfæri við meðlimi heiðraðs félags yðar.“ Stjórn L.í. lét samstundis fjölrita hréf þetla og sendi það öllum liéraðslæknum og ósk- aði jafnframt eftir umsögn þeirra og áliti um það, hvernig þeim þætti kjör þau sem þar voru boðin. Jafnframt óskaði stjórn L.í. eftir vitneskju um það, hvort þeir óskuðu eftir að hún útvegaði þeim „vikara" cða aðstoðarmenn á þessum grundvelli. Svör bárust frá allmörgum héraðslæknum og hnigu þau öll á einn veg, að þeim þætti kröf- é um læknanemanna í hóf stillt, en aðeins einn óskaði eftir að- stoð stjórnarinnar um útveg- un á slíkum vikar, og gat hún orðið við þeim óskum. Þar sem þannig enginn á- greiningur virðist milli lækna- nema og héraðslækna um þetta efni, telur stjórn L.l. þetta mál þannig til lykta leitt, að hún gengur að og viðurkennir þess- ar kaupkröfur læknanemanna að svo komnu, án þess að hún lelji nauðsynlegt, að samþykki aðalfundar komi til. Þó er sjálf- sagt, að taka það til umræðu undir önnur mál, ef einhverj- um kynni að þykja ástæða til. Það hefur einu sinni áður verið samið við félag lækna- nema, en það var á aðalfundi fyrir nokkrum árum, og giltu þau ákvæði að mestu fram að striðsbyrjun. Reglugerð um ráðningar sjúkrahúslækna. Með bréfi dags. 27. júlí 1945, sendi landlæknjr stjórn félags- ins uppkast að reglugerð um ráðningu sjúkrahúslækna, sem var samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 30, 19. júní 1935, og var það uppkast þannig: gr. Héraðslæknar teljast, án sér- stakrar viðurkenningar ráð- lierra, hæfir til að vera sjúkra- húslæknar eða yfirlæknar al- mennra sjúkrahúsa eða sjúkra-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.