Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 19 hægt var að hafa í læknistösku, þekktust ekki fyiT en eftir 1870. Fyrir þann tíma hefir því verið erfitt að átta sig á lágum hita í sjúklingum. Arið 1872 urðu tveir norð- menn, Daae og Homann, hvor í sínu lagi varir við farsótt, sem vafalaust hefir verið stingsótl, og árið 1896 birti norskur lækn- ir, Bacher, ágæta lýsingu á stingsóttarfaraldri, sem hann kallaði „Epidemi af akut Mus- kelreumatisme“. Á Islandi er aftur skrifað um sjúkdóminn árið 1918 (Valdemar Steffen- sen: Pleuritis epidemica. Sigur- jón Jónsson: Pleuritis epidem- ica?), en í Noregi árið 1922 (Thjötta og Salvesen: En epi- demi av Bamlesyke). 1 Banda- ríkjunum er fvrst skrifað um sjúkdóm líkan stingsótt árið 1888 (Dabney: Account of an epidemic resembling dengue), og síðan ekki fyrr en á árunum 1923—24 (Payne og Armstrong: Epidemic transient diaphrag- matic spasm. Greene: Epidemic pleurodynia ?). 1 Englandi er sjúkdómsins fyrst getið árið 1924 (Williamson: Epidemic pleurisy), en í Danmörku árið 1930 (Sylvest: En Bornholmsk Epidemi - - Myositis epidemica) og á næstu 2 árum er skrifað um hann i Finnlandi, Þýzka- landi og í Svíþjóð. Stingsóttar er ekki getið í kennslubókum fyrr en Sylvest hafði lýst henni ýtarlega.í dokt- orsritgerð sinni árið 1933, en sú lýsing er byggð á athugunum luins á faröldrum, sem gengu á Borgundarhólmi og í Kaup- mannahöfn á árunum 1930—31. 1 þessari ritgerð er mikinn fróð- leik að finna úm sögu sjúkdóms- ins og er lýsing Sylvest’s á hon- um talin sígild. Síðan Sylvesl birti rannsóknir sínar, hefir stingsótt verið veitt meiri at- hygli en áður og verið getið í tímaritum undir ýmsum nöfn- um. Á norðurlöndum er sjúk- dómurinn ýmist kallaður myal- gia epidemica, Bornholmsk syge eða Bamlesyke, en í enskumæl- andi löndum epidemic myalgia, epidemic pleurodynia, Devil’s grip, eða Bornholm disease. A síðustu 2 árum hefir stingsóttar verið getið í sambandi við hinar nýjustu virus rannsóknir, og liafa nú verið færð allsterk rök fyrir því, að orsök sjúkdómsins sé virus. Sökum þess, að langt er síðan minnzt hefir verið á þennan sjúkdóm hér á landi, annars staðar en í Heilbrigðisskýrslum, og eins vegna þess, að íslenzkir læknar hafa í skýrslum sínum kvartað undan því, að þeir væru ekki öruggir í því að greina hann, þá þykir rétt að taka hér fram það helzta, sem nú er vit- að um sjúkdóminn. Þó að flest af því, sem skrif- að hefir verið um myalgia epi- demica, sé frá Norðurlöndum og Bandaríkjunum, þá er víst

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.