Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 35 hrings, komst hitinn þó yfir 39,0° i 3 þeirra, 2 höfðu hita í 2 sólarhringa, en enginn hinna lengur en 6 sólarhringa. Ekki varð vart við verulegt slén í sjúklingunum, eftir að þeir komust á fætur. Eini fylgikvillinn, sem vart vai’ð við, var pleuritis sicca, en hann fannst aðeins i 1 sjúklingi, og var þó sérstök gát höfð á núningshljóðum frá brjóst- himnu, þegar sjúklingarnir voru skoðaðir. Þegar athugaðar eru heimildir um tíðleika þessa fylgikvilla, þá kemur í ljós, að hans verður ekki jafnoft vart í öllum farsóttum. — I Nordisk lærebog i intern medicin frá 1945 er gefið til kynna, að hann sé frekar sjaldgæfur, en í Cecil’s Textbook of Medicine frá 1947 segir, að pleuritis sicca l'innist í allt að 50% í sumum farsóttum. Ef gáð er að í hinum helztu ritum, sem fjalla um rannsóknir á stingsóttar faröldum, þá sést þetta um pleuritis sicca: Sylvesí (Danmörk) fann hann í 2% í 93 sjúkl. Thjötta og Salvesen (Noregur) í 7% af 44 sjúkl. Josephson (Svíþjóð) í engum af 87 sjúkl., Kerppola (Finnland) í 28% af 120 sjúkl. og Finn, Weller og Morgan (U.S.A.) i 24,5% hjá 114 sjúklingum. Af þessu má leiða, að pleuritis sicca telst ekki til höfuðeinkenna stingsóttar, í sumum farsóttum verður þessa fylgikvilla veru- lega vart, en í öðrum lítið eða alls ekki. 1 okkar sjúklingum varð hvorki vart við einkenni frá taugakerfi né meltingarfærum. Af skýrslum borgarlæknis verður ekki séð, að vart hafi orðið við poliomyelitis ant. acuta eða meningitis aseptica á því tímabili sem farsóttin náði hámarki, þ. e. frá 1. apríl til 1. ágúst, og gastro-entei’itis var ekki áberandi. 1 15 sjúklingum var leilað að virus, sem gæti sýkt nýfædda músarunga. Þess konar virus fannst í 9 þeirra. Það var haft til marks um, að virus væri á ferðinni, er mýsnar fengu ótví- ræðar útlimalamanir og drápust á eðlilegum tíma (3—10 dög- um) eftir inndælingu, og ef jafnframt fundust þær sér- kennilegu vöðva- og lifrar- skemmdir, sem lýst hefir verið. Þetta tvennt fór alltaf saman. Fjórum af þessum virusstofn- um var dælt inn í heila á full- orðnum músum, en þær sýktust ekki svo sjáanlegt væri. Allir þekktir eiginleikar þess- ara virusstofna samræmast þannig eiginleikum hinna svo- nefndu Coxsackie virusa og við ályktum þvi, að hér sé um Cox- sackie virus að ræða, enda liafa aðrir höfundar fært líkur fyrir því, að stingsóttarfaraldrar hafi orsakazt af þess konar virusi. Líklegt er, að virus hafi fund-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.