Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 31 það virus, sem áður var í 10. gr. af saur. Þetta extract var fryst og geymt við h- 22°C, þar til það var notað. Þegar að því var komið, að dæla extractinu i dýrin, var það þýtt við stofuhita og skilið að nj ju í 10 mín. við 3000 snúninga á mín. Dt í 0,8 ml. af extracti var bætt o,l ml. af penisillinupplausn (20000 ein./ml.) og 0,1 ml. af strepto- mycin upplausn (100 mg/ml.) 0,05 ml. af þessari blöndu var dælt inn í kviðarhol á nýfædd- um músarungum. Þetta var köll- uð fyrsta umferð í sýkingartil- raununum. Ekki varð vart við að dýrunum yrði verulega meint við aðgerðina. Þau drápust sjaldan næstu 2 sólarhringana á eftir, og ef það kom fyrir, þá var venjulega vanhirðu móður- innar um að kenna. Þau dýr sem lömuðust, veiktust á 3. til 12. degi, tíðast á 7. til 9. degi. Lam- anirnar voru mjög greinilegar, ýmist á annari afturlöpp eða báðum. Einstaka lamað dýr fékk krampa. Til frekari rann- sókna voru aðeins þau dýr not- uð, sem fengu greinilegar lam- anir. Voru þau drepin með chloroformi og ýmist sett í for- malin upplausn eða fryst. 2. sýkingarumferð var gerð með extracti af hræum þeirra dýra, sem voru drepin í fyrstu umferð. Extractið var lagað þannig, að innýflum og húð var fleygt, en bein, vöðvar og annað sem eftir var, blandað í Waring Blendor, svo að fengist 20% suspension. Þessi suspension var siðan skilin við lágan hraða og var flotið fryst, þar til nota skyldi, ef það var ekki sam- tímis. Flotið var þýtt við stofu- hita, þegar svo stóð á, og skilið við lágan hraða, og síðan þynnt 1:9 með fysol. saltvatni, er inni- hélt 1 % hrossaserum. Þessi þynning var kölluð 10—2, og var sama magni af henni ásamt penicillin og streptomycin dælt inn í dýr á sama hátt og í 1. umferð. Tafla 2 sýnir árangurinn af tilraunum okkar til að einangra C virus frá ofangreindum sjúk- lingum. 1 1. dálki er númer sjúklinganna, sem saurinn er frá, samanber sjúkrasögurnar að framan. Talan í svigum tákn- ar dagafjöldann frá því sjúkl. veiktist, þar til saur var tek- inn. — 1 2. og 4. dálki er fjöldi dýranna, sem notuð voru hverju sinni, og jafnframt sagt, hve mörg þeirra drápust meðan á tilrauninni stóð. — Nefnarinn í brotinu gefur til kynna, hve mörg dýr voru dæld, en teljarinn segir til um, hve mörg þeirra fórust. Þau dýr, sem drápust fyrstu 2 sólarhring- ana, voru ekki talin með. I 3. og 5. dálki sést hvort dýrin hafa lamast, í 6. dálki er árangurinn af vefjarannsókn og í þeim 7. er sýnt hvort virus fannst eða ekki.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.