Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 32
44 LÆKNABLAÐIÐ helmings. Hvergi hef ég séð þessari skoðun haldið fram, en full ástæða væri til að rannsaka þetta atriði nánar með þeim nýju rannsóknaraðferðum sem „cardiologian" hefur nú til um- ráða. Ég ætla stuttlega að minnast á aðalatriðin við diagnosis á cor pulmonale: 1) Ananmesis veitir upplýsingar.um langvinna lungnasjúkdóma. 2) Oft er ein- kennandi hin mikla cyanosis, sem venjulega er hlutfallslega meira áberandi en dyspnoe. 3) Þrátt fyrir þessa óvenjulegu cyanosis í andliti, liggur sjúkl- ingurinn með litið undir höfði og herðum. 4) Lín'uritið sýnir venjulega teikn um áreynslu á hægri hjartahelming, og 5) röntgenmyndin sýnir það sama, sem sé: Áberandi |)ulmonalhoga og hægri hjartahlið, ásamt breiðri hægri og/eða vinstri arteria pulmonalis i hilus. Aulc þess sést ekki teikn um perifer stasis í lungum, sem er mikils- vert aðgreiningar atriði við insufficiens á vinstri hjarta- helming. Ef kollegar þurfa á deyfandi lyfi að halda fyrir sjúkling, sem grunur gæti verið um að hefði cor pulmonale, er tryggast að gefa Injectabile Pethidine. Theophyllamin og önnur diur- etica hafa góð áhrif, og ráðleg- ast er að byrja digitalisgjöl' tímanlega, eða helzt áður en fer að bera neitt verulega á hjarta- insufficiens-einkennum. Sé um morfineitrun hjá cor pumonale sjúkling að ræða, þarfnast hann strax spítalavistar. Þarf sjúkl- ingur að fá kröftuga stimulat- ion ásamt súrefnisgjöf. Auk þess þarf, eins og við allar aðrar eitranir, að gæta þess, að sjúkl- ingurinn andi sem hindrunar- minnst, með því að sjúga jafn- an slím úr koki, barka og jafnvel lungnapípum, ef með þarf. Summary: The literature is reviewed on the lethal effects of morphine in cor pulmonale. The author reports fourteen cases to illu- strate this. All exept two died. The one, who, was saved, had been admitted twice, and shortly before eacli admission she had received morphine, aft- er which she was on the verge of suffocation. Six of the patients were hospitalized in an asthmatic state. 4'hree of them, which port-mortem proved to have cor pulmonale died 3—5 hours after the morphine administration. The other three, where cor pulmonale was not found at autopsy, died 10—12 hours afterwards. The rest of the patients all died some hours after the morphine injection and all proved to have cor ])ul- monale post-mortem, with one exeption, where autopsy was not performed.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.