Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 14
26 LÆKNABLAÐIÐ misjafnlega háan, án annara einkenna, hita, samfara „bein- verkjum“ og höfuðverk, og i sjúklingum með herpangina. Frá 1856, þegar stingsótt var fyrst greind, til 1930, hefir Sylvest fundið lýsingu á 27 far- sóttum í heilhrigðisskj'rslum og tímaritum, sem hann telur hafa verið stingsótt. Er sjúkdómsins oftast getið í norskum lieil- brigðisskýrslum. Árið 1918 voru birtar í Læknablaðinu 2 greinar um pleuritis epidemica. Sú fyrri er eftir Valdemar Steffensen, er þar sagt frá 68 sjúklingum, sem hann fann með þennan sjúk- dóm á tímabilinu jan. til okt. 1917. Hin greinin er eftir Sig- urjón Jónsson og er fyrirsögn hennar: Pleuritis epidemica? — Segir hann frá 42 sjúklingum, sem fengu þennan sjúkdóm í hans héraði í júní til ágúst árið 1911. Er mjög sennilegt að báð- ar þessar farsóttir hafi verið stingsótt. Stingsóttar er fyrst getið í ís- lenzkum heilbrigðisskýrslum frá árunum 1926—29, þar sem sagt er frá þremur farsóttum a þessu tímabili. Síðan hefir sjúk- dómurinn verið skrásettur þar nærri árlega. Árin 1926 og 1927 gengu hér verulegar farsóttir (1926 voru skrásett 565 tilfelli, en árið 1927 144), en öll hin árin, fram að 1948, hafa ekki verið skráð yfir 100 tilfelli ár- lega, og sum árin færri en 10 til- felli, svo um það má deila, hversu glögga mynd þessar heimildir gefa um tíðni sjúk- dómsins hér á landi. Árið 1951 voru 351 stingsótt- arsjúklingar skráðir 1 viku-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.