Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 36
48 LÆKNABLAÐIÐ mál í bili, en i þess stað hefur verið horfið að því að stofna til námsskeiðs í heilbrigðisfræðum fyrir embættislækna á Norður- löndum með tilstyrk Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar. Var um þetta rætt á fundi er for- stjóri Evrópudeildar stofnunar- innar átti s.l. vor í Genf með aðalfulltrúum Norðurlandanna á V. þingi heilbrigðisstofnunar- innar. Á fundi, sem haldinn var í Gautaborg í október s.l. var gengið frá námsskrá fyrir náms- skeiðið og gerð kostnaðaráætl- un, en lausleg áætlun um til- bögun námsskeiðsins hafði áður verið gerð á fundi í Kanp- mannahöfn. Fundinn sátu full- trúar frá Norðurlöndum og frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Námsskeiðið verður haldið í Gautaborg næsta sumar og stendur yfir frá 1. ágúst—30. september. Aðalefni: „Biostat- istics, epidemiologia, environ- mental hygiene“. Kennslustundir alls um 275 þar af æfingar og sýninga- stundir um 50. Það eru fyrst og fremst hér- aðslæknar, sem ætluð er þátt- taka í námsskeiðinu, til að rifja upp ýmis atriði heilbrigðis- fræðinnar, en einnig gætu ungir læknar, sem eru að búa sig undir héraðslæknisstörf, fengið að- gang að því. Tuttugu læknar fá aðgang að námskeiðinu, þar af einn frá Is- landi. Kostnað við kennsluna greiðir All^jóðaheilbrigðisstofn- unin og að auki mun hún veila þátttakendum styrk til að stand- ast dvalarkostnað í Gautaborg þá tvo mánuði, sem námsskeiðið stendur yfir, og greiða ferða- kostnað þeirra. Læknar, sem óska eftir að sækja námsskeið þetta, senda umsókn til heilbrigðisstjórnar lands síns. Gert er ráð fyrir að náms- skeið sem þetta verði endur- tekin næstu ár, en með nokkrum breytingum. Verða væntanlega í vetur lögð drög að námsskrá fyrir námsskeið sumarið 1954. Júl. Sig. Frtí Itrhnunt Sigurður Magnússon, cand. med., hefir verið ráðinn aðstoðarlæknir liéraðslæknisins í Blönduósshéraði frá 8. okt. 1952 og þar til öðruvisi verður ákveðið. Víkingur Heiðar Arnórsson, cand. med., var hinn 8. okt. 1952 settur til þess að vera héraðslæknir í Hólmavikurhéraði frá 1. nóv. 1952 að telja. Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins er í Félagsprentsmiðjunni h.f., Reykjavík. Sími 1640. Pósthólf 757. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.