Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 26
38 LÆKNABLAÐIÐ Ilættan af morfíngjöf vid Cor pnlmonale 1 ddftir ddd'n^urc) amueliion d. ed. Erindi flutt í L. R. í nóv. 1951. Þess hefir lítið verið getið, að morfin sé hættulegt við vissar tegundir hjartasjúkdóma, og við lestur læknarita, varðandi cor pulmonale, tókst mér ekki að finna neitt um jietta efni í þeim Norðurlandaritum, sem ég náði til. Bachmann1) er að lík- indum sá fyrsti sem um þetta getur. Hann gaf út monografiu 1899 um líffærabreytingar í krypplingum, og kvað hann morfin hættulegt þessum sjúkl- ingum. Síðar hafa þrír höfundar getið um morfin-næmi kryppl- inga (Schroeder2), Chapmann og fél.3), Dahley4). Ég hefi ekki fundið í þýzkum, enskum eða ameriskum handbókum að minnzt sé á, live morfin er hættulegt við insufficiens á hægri hlið hjartans (cor pul- monale), fyrr en á síðustu ár- um (Levine,r>) Friedberg,0) Wood.)7) T. d. getur P. D. White8) ekki um þetta í bók sinni um hjartasjúkdóma. Það var hann ásamt McGinn,1') sem skírði sjúkdómsástandið við embolus acutus arteriae pul- monale, — cor pulmonale acut- um. — Ráðleggur White8) að *) Uppprentun bönnuð í öðruni ritum og dagblöðum. gefa sjúklingum þessum mor- fin. Hér gildir, að minum dómi, sama kontraindication fyrir morfin og við hvers konar cor pulmonale acutum, subacutum og chronicum af hvaða uppruna sem það er. I ritgjörð minni „Cor pul- monale chronicum“10) fann ég mörg dæmi þess, hve morfin er lifshættulegt þessum sjúkling- um. — Á síðast liðnu ári hefi ég rekizt á þrjár greinar (Rcussak,11) Henriksen,12) Hove,)13) sem sýna hve hættu- legt er að gefa cor pulmonale sjúklingum morfin. I ágætum yfirlitsgreinum frá síðast liðnu ári um cor pulmonale chroni- cum (Bedford,)14) og um prim- ært cor pulmonale (Evans)ir>) minnist hvorugur á morfin- næmi þessara sjúklinga. Roussak getur um (i sjúklinga með langvinna lungnasjúkdóma og cor pulmonale. Höfðu þeir allir fengið morfin-innspýtingu. Dóu 5 þeirra stuttu eftir mor- fingjöfina. Aldur þeirra var 28, 30, 58, (52 og (54 ára Einum tókst að bjarga. Hendriksen segir frá þremur sjúklingum, sem allir voru í status asthmaticus, og allir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.