Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 43 6, 7 og 8.) Þrír sjúklinganna dóu nokkrum klst. eftir morfin- gjöfina (3—5 klst.), en þeir höfðu allir greinilegt cor pul- monale við krufning. Hinir þrír höfðu ekki cor pulmonale, en þeir dóu frá 10—12 klst. eftir morfingjöfina. Má því draga í efa, hvort morfinið hefir flýtt fyrir dauða þeirra. Ástæðan lil þess, að morfin hefir ekki valdið dauða enn fleiri astlnna sjúkl- inga, virðist mér sú, að hjá mörgum þeirra hefir cor pul- monale ekki náð að myndast, Það getur verið algjörlega ó- mögulegt að greina cor pulmon- ale hjá asthma sjúkling, svo að reglan verður því: að gefa aldrei asthmasjúklingi morfin. Muna verður það, að þótt sjúklingur hafi aðeins um stutt skeið þjáðst af asthma, getur grimmt kast eða status asthmaticus valdið cor pulmonale acutum. Til þess að sýna morfin-næmi sjúklinga með cor pulmonale af ýmsum uppruna, hefi ég, auk ofan- greindra sex asthma sjúklinga, valið eftirfarandi: einn með kyphoscoliosis (nr. 9), tvo með hypertension í lungnahringrás- inni (nr. 10 og nr. 11) einn með kroniska lipoid-pneumoni (nr. 12), eion með fihrosis pulmon- um causa ignota (nr. 13) og einn með kroniska thromhosis art. pulmonalis magna gradu. (nr. 14). Þar sem cor pulmonale sjúkl- ingar hafa mjög minkað vital kapacitet er hreinsun hlóðsins i lungunum erfiðleikum bundin, en til þess að hamla upp á móti þessu framkallast hyperpnoe, eða aukinn, hraður andardrátt- ur, sem eykst el'tir því sem súr- efnis-stig blóðsins minnkar og kolsýrings-gráðan vex. Það gild- ir hér sama lögmál, hvort held- ur orsök cor pulmonale er lang- vinnur lungnasjúkdómur eða hypertension í lungnahringrás- inni. Hjá cor pulmonale sjúkl- ingum er mæðin kompensator- isk og öndunarcentrið því undir stöðugum og miklum erting. Af því leiðir, hve lífshættulegt það er, að gefa þessum sjúklingum lyf, sem verka lamandi á önd- unarcentrið. Aftur á móti er mæðin við insufficiens á vinstri hjartahelming af öðrum toga spunnin, sem sé „backward failure“ þ. e. a. s. blóðið lnúgast upp í lungnavenunum, þar eð vinstri hlið hjartans hefur ekki undan, en hægri hlið lijartans dælir af fullum krafti. Við vit- um, að undir þvílíkum kring- umstæðum er oft lífsnauðsyn- legt að gefa morfin. Ólíklcgt þykir mér, að hin ágæta verkan lyfsins í þessum tilfellum sé ein- göngu að þakka „depressiv“ á- hrifum þess á öndunarcentrið, heldur hljóti einnig að vera aðrar skýringar, t.d. lamandi („depressiv“) áhrif þess á lungnareflexa og á hægri lilið hjartans, en við það batna vinnuskilyrði vinstra hjarta-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.