Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 8
20 LÆKNABLAÐIÐ að sjúkdómurinn þekkist víðar, t.d. í mið- og suður Evrópu og í norður Afríku. Farsóttin byrj- ar venjulega að áliðnu sumri og gengur fram á haust. Hér á landi virðist sjúkdómurinn ekki eins bundinn við ákveðinn árs- tíma eins og annars staðar. T.d. byrjar farsótt hér í júlí 1926 og er ekki lokið fyrr en í septem- ber næsta ár. Farsóttin er venjulega staðbundin, en geng- ur ekki eins og alda yfir heil lönd eða heimsálfur, eins og t.d. á sér stað um influenzu. Smit- næmið er ekki mikið, oftast sýkjast aðeins 1 eða 2, j)ó að 6—8 manns séu á heimilinu, það cr meira hjá fólki sem er undir tvítugs aldri en hinum, sem eldri eru. Meðgöngutíminn er 2—4 dag- ar. Sjúkdómurinn byrjar skyndilega, tíðast eins og þruma úr heiðskýru lofti. Hiti er nærri stöðugt einkenni, og þegar liann er hár, þá fylgir kulda- hrollur. Hitinn fer sjaldan yfir 40 C, og oft fá sjúklingar aðeins hitavott. Hitinn hagar sér ekki sérkennilega að öðru leyti en því, að hann fellur um leið og önnur einkenni hverfa. Höfuðeinkennið er stingurinn eða vöðvaverkirnir. Stingurinn er tíðastur á því svæði þar sem þyndin festist á líolinn og eink- um að framan og á hliðum, en minna að aftan. Hann er einnig tíður í efri hluta kviðarvöðva, en sjaldnar í hnakka-, bak- og útlimavöðvum. Stingurinn eykst við hreyfingu, djúpa inn- öndun, hixta, hnerra eða hósta, hann er venjulega stöðugur, en kemur þó stundum í hviðum. Vegna hans verður öndunin tíð og yfirborðskennd, og sjúkl. reynir að hagræða sér þannig, að hinir aumu vöðvar geti slappazt. Stingurinn helzt mis- jafnlega lengi, hann hverfur oft eftir nokkrar klukkustundir, en stundum ekki fyrr en eftir 6—8 daga. Hann getur komið aftur, annaðhvort í söniu vöðvana eða þá í aðra og hækkar þá hitinn um leið. Höfuðverkur og þreyta eru al- geng einkenni, hixti er fátíður, einnig er sjaldan hósti eða önnur einkenni, sem fylgja ertingu í slímhúðum. Vöðvarnir eru aumir við- komu og stundum spenntir; leggja sumir höfundar t. d. Sylvest, áherzlu á sjáanlegan þrota í hinum sjúku vöðvum. Húðin yfir þeim en viðkvæm, en húðlitur eðlilegur. Vöðvaeymsli geta haldizt í margar vikur. Eúlshraðinn svarar til hitans, en er þó stundum hægari. Væg- ur roði á afturvegg koksins get- ur sézt, en er ekki stöðugt ein- kenni. Eitlaþroti fylgir ekki og heldur ekki útbrot. Rannsókn á lungum og hjarta er tiðast eðlileg. Röntgenrann- sókn á líffærum brjósthols liefir verið gerð á allmörgum sjúkl. og hefir hún aldrei leitt í ljós

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.