Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 27 skýrslur lækna til borgarlæknis- ins í Reykjavík. Gangur farsótl- arinnar og sjúklingafjöldi sést á 1. línuriti, en það er byggt á upplýsingum, seni dr. Jón Sig- urðsson borgarlæknir hefir vin- samlegast veitt okkur. Á línuritinu sést, að frá jan- úar til apríl voru skráðir 21 sjúkl., frá apríl til ágúst 255, þar af 119 í júní, og frá ágúst til áramóta 60 sjúklingar. Er enginn vafi á því, að á tímabil- inu apríl til ágúst hefir verið um ákveðna farsótt að ræða. Línu- ritið er gallað að því leyti, að Iiið mikla fall í júlí og ágúst er ekki raunverulegt. Þá mánuði eru læknar helzt í leyfum, og hafa þeir, sem heima eru, mikið að starfa og láta skýrslugerð sitja á hakanum. I maí og júní komu skýrslur frá 24—34 lækn- um, en í júlí og ágúst frá 10—16 læknum. Við ákváðum að leita að C virus í þessari farsótt og var í þeim tilgangi tekinn saur og blóð frá 15 sjúklingum. Þeir voru allir rannsakaðir á heimil- um sínum, en enginn á sjúkra- húsi. Ber einn höfundanna (Ö. Þ.Þ.) ábyrgð á sjúkdómsgrein- ingunni og hefir hann rannsak- að alla sjúkl. oftar en einu sinni. Sjúkrasögurnar og þær klinisku rannsóknir, sem voru gerðar á þessum sjúklingum, eru þannig: Sjúkrasögur. 1. S. Þ., m., 27 ára. Veiktist snögglega þ. 9.—5. Aðaleinkenni voru verkir i epichondrium b. m., höfuðverkur og þreyta. Hafði livorki hósta né særindi í hálsi. Lá heima í 5 daga, liafði hita i 4 daga, hæst 38,5° C. Var ekki skoðaður af lækni fyrr en þ. 16.—5. Kom þá á Berkla- varnarstöðina og kvartaði um sting i h. siðu. Hlustun og gegnlýsing á lungum var eðlileg. Obj. rannsókn var eðlileg þ. 18. og 19.—5. Blóð og saur var tekið þ. 19.—5. Seinni blóð- taka þ. 9.—6. Einkennalaus og full- fær til vinnu frá 19.—5. 2. B. Þ., m., 17 ára. Veiktist þ. 15.—5. Aðaleinkenni þurr hósti, sær- indi í hálsi og stingur i b.axillum og framantil á thorax h. m. Vann ekki næstu 4 daga, en lá fyrir heima. Hiti ekki mældur. Við obj. rannsókn þ: 19.—5. fannst vægur tonsillitis b. m., dálítil eymsli í millirifjavöðv- um í h. epiehondrium. Vöðvaþroti sást ekki. Rannsókn þ. 21.—5. var eðlileg. Blóð og saur tekið þ. 19.—5. Seinni blóðtaka þ. 14.—6. Einkenna- laus og fær til vinnu frá 21. 5. 3. A. J., k., 55 ára. Hefir undan- farnar vikur öðru hvoru orðið vör við þyngsli í præcordíinu, ekki sér- staklega við áreynslu. Ekki áberandi mæðin. Veiktist skyndilega þ. 19.— 5. Fékk mikinn verk utarlega í præcordiið, liann lagði upp með brjóstbeini og fram i v. liandlegg. Verkurinn var stöðugur, en ekki alltaf jafn sár. Obj. Sjúkl. er í losti, varir grábláar, húð kaldsveitt. Ond- un 22/mín., djúp. Púls varla finnan- legur. St.c.: Ictus finnst ekki. Hljóð dauf, hrein. Actio reglul. 118/mín. = púls. A2=P2. Engin núningshljóð frá pericordium. St. p. eðlileg. Greinileg vöðvaeymsli v.m. á thorax, þroti sést ekki í vöðvum. Rannsókn á kviðarholi og útlimum eðlileg. Blóðþrýst. 110/65. Hiti 36,8° C. Hjartarafrit: P—R=0,20. QRS ó- reglul. í 3. leiðslu. Brjóstleiðslur eðlil. 20.—5. Útlit nú hressilegt.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.