Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 25 á sjúkrahúsi vegna myalgia epi- demica. C virus fannst ekki í þessari farsótt, enda voru ný- fæddar mýs ekki notaðar við rannsóknina. 3. Myalgia epidemica. Þeir höfundar, sem hafa fundið sam- band milli C virus og sting- sóttar, eru þessir: Curnen, Shaw og Melnick í Bandaríkjunum, fundu virus i saur frá 14 ára gömlum dreng, sem hafði ákveðin einkenni um myalgia epidemica. Þeir segja einnig frá 4 mönnum, sem unnu í vinnustofu þeirra með C virus, og fengu þeir allir stingsótl. Ekki var hægt að rekja smit i aðrar áttir en til vinnustofunn- ar. 1 saur þeirra fannst C virus. Blóð tveggja þessara manna liafði áður verið rannsakað fyrir mótefnum gegn C virus, en með neikvæðum árangri. Eftir að þeir veiktust, fundust mótefni i blóði beggja. Weller, Enders, Buckingham og Finn i Bandaríkjunum, próf- uðu 6 hálsskolvötn frá sjúkling- um, sem veiktust- í stingsóttar- faraldri í Boston og nágrenni. Þeir fundu 4 virus-stofna, en hækkun á mótefni gegn C virusi hjá 4 sjúklingum í viðbót. Lazarus, Johnston og Gail- braith rannsökuðu stingsóttar faraldur á vesturströnd Banda- ríkjanna. Þeir hafa sagt frá rannsóknum sínum á þessu ári, og segjast hafa leitað að virus í 15 sjúklingum. Þeir fundu C virus í 4. Findley í Bretlandi fann árið 1950 C virus í einu sporadisku tilfelli, sem líktist stingsótt, en skýrir auk þess frá tveim sýk- ingum í vinnustofu sinni og líktust sjúkdómseikennin i háð- um tilfellum stingsótt. Á sama ári rannsakaði Findley 3 háls- skolvötn og 5 blóðprufur, sem honum voru sendar frá farsótt- arsjúkrahúsi í London. Hann fann C virus í einu liálsskol- vatni, en aukin mótefni gegn ákveðnum C stofni í hlóði 5 sjúklinganna. Metcalfe Brown, Liddle og Tobin leituðu á þessu ári að C virusi í 2 sjúklingum frá Man- chester í Bretlandi. Virus fannsl í saur annars, en aukin mótefni í blóði beggja. Thelin og Wirth í Sviss fundu C virus úr einum sjúklingi, sem hafði stingsóttareinkenni, en einnig meningitis aseptica. Bernkopf í Isi’ael fann árið 1951 C virusstofn úr einum sjúklingi, sem talinn var hafa stingsótt. Litill vafi þykir á því, að C virus geti valdið myalgia epi- demica, en óvíst er hvort þetta virus er hin einasta orsök sjúkdómsins og eins hvort allir C virus stofnar geta valdið honum. 4. Aðrir sjúkdómar. C virus hefir fundizt í sjúklingum með ýms óákveðin einkenni, t.d. hita,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.