Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 29 m. Þroti sást ekki í vöfSvum. Hlust- un á hjarta og lungum var eðlileg. Tonsillur voru hyperplastiskar og rauðar og greinilegur roði á aftur- veggnum. Eitlaþroti var við anguli mandib. b. m. Næsta dag voru vöðvaeymslin horfin, hlustun á hjarta og lungum var eðlileg, einn- ig þ. 30.—5. Hiti varð eðlilegur þ. 30.—5. Blóð og saur var tekið þ. 30. 5. Seinni blóðtaka þ. 21. 6. 10. G. H., m., 35 ára. Veiktist snögglega þ. 31.—5. Fékk verki i epigastr. og i epi-hypochondr. b. m. Hafði hvorki hósta né særindi i hálsi. Hiti var 39,3° C. Þ. 1.—6. var hiti 38,9—39,5° C. Hlustun á lijarta og lungum var eðlileg, roði sást ekki í koki. Vöðvar voru aum- ir í epigastr. og einnig i hypochondr. Vöðvaþroti sást ekki. Hiti varð eðli- legur þ. 3.—6., en lítilsháttar eymsli í kviðarvöðvum héldust næstu 6— 7 daga. Hlustun á hjarta og iungum þ. 2. og 4. var eðlileg. Blóð og saur var tekið þ. 4. 6. Seinni blóðtaka þ. 25.-6. 11. M. M., k., 29 ára (kona nr. 10). Veiktist aðfaranótt þ. 1.-—6. Aðaleinkenni voru verkir í kviðar- vöðvum ofantil, í b. axillum, einkum framanvert og verkir i axlarvöðv- um. Hiti þ. 1.—6.: 37,8—37,5°, eftir það eðlil. hiti. Obj. rannsókn var eðlileg, einnig þ. 2. og 4.—6. Hafði „harðsperrur" í nokkra daga. Blóð og saur tekið þ. 4. 6. Seinni blóðtaka þ. 25.-6. 12. S. G. m., 4 ára (sonur nr. 10). Hefir oft kvartað um verki i kviðarholi. Þ. 31.—5. og 1.—6. kvart- aði hann um þreytu og verk ofar- lega i kvið. Var ekki flökurt, kastaði ekki upp, hafði ekki niðurgang. Hiti var eðlil. Obj. rannsókn var eðlileg. Saur tekinn þ. 4.—6. 13. Þ. G., m., 32 ára. Veiktist snögglega þ. 22.—5. Fékk mikinn sting undir scapula h. m. og i h. axillu framanvert. Hafði liöfuðverk, en livorki hósta né særindi í hálsi. Hiti 39,6—39,2 C. Þann 23.—5. var hiti eðlilegur. Við obj. rannsókn voru vöðvaeymsli i millirifjavöðv- um í epi-hypochondr. h. m. og í epigastr. h. m. Vöðvaþroti sást ekki. Rannsókn á lijarta og lungum var eðlileg, rannsókn á koki sýndi létt- an pharyngitis. Þ. 24. 5. voru vöðva- eymslin heldur minni, en rannsókn að öðru leyti óbreytt. Vöðvaeymsl- in héldust til 29.—6. Gegnumlýsing á lungum þ. 25.-—5. var eðlileg. Blóð og saur var tekið þ. 24. 5. Seinni blóðtaka þ. 9. 6. 14. K. J., k., 19 ára. Fékk mor- billi í febrúar. Þ. 1.—6. fékk hún bronchopneumoni, var hitalaus þ. 5. —6., fór á fætur þ. 9.—6. Þ. 10. —6. fékk hún sting i v. síðu og aftur i bak, hann hélzt til 12.—6., en þá bættist við verkur i epi-mesogast- rium og axlarvöðva v. m. Þessi ein- kenni hurfu smám saman frá 13.— 15.—6. Obj. rannsókn þ. 10., 11. og 14. —6. var eðlil. Hiti fór ekki yfir 37,6; sjúkl. notaði Tabl. codeiphen. Gegnlýsing á lungum var eðlileg þ. 15. —6. Blóð og saur var tekið þ. 13. 6. Seinni blóðtaka þ. 30. 6. 15. G. D., m., 26 ára. Veiktist þ. 13. 6. Fékk sting í epicliondrium b. m. og undir scapula v. m. Hiti 39,0° C. Lá heima næsta dag stinglítill og hitalaus. Fann allt- af til stings, en vann þ. 15. og til hádegis þ. 16.—6. Fékk þá snögg- lega mikinn sting á sömu stöðum og áður. Hiti 39,4° C. Lá með sting og eymsli í vöðvum til 20. 6., en hiti varð eðlil. þ. 18.—6. Obj. rannsókn var eðlileg þ. 16. og 18.—6. Blóð og saur var tekið þ. 17. 6. Seinni blóð- taka þ. 30. 6. Tíðleika helztu sjúkdómsein- kenna þessara 15 sjúklinga má sjá af 1. töflu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.