Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 27
LÆKN ABLAÐIÐ 39 höfðu fengið morfin skömmu fyrir komu á spítala. Dóu tveir þeirra nokkrum klukkustund- um eftir morfin-gjöfina. Voru þeir 46 og 49 ára. Hove skýrir frá þremur sjúkl- ingum, sem allir voru vistaðir á deiltl geðveikrasjúklinga vegna gruns um eitrun. Sjúkl- ingarnir komu á sjúkrahúsið í sama mánuðinum, enda hafði þá gengið innfluenzufaraldur. Þeir misstu allir meðvitund stuttu eftir að þeir fengu morfininn- dælinguna. Reyndust þeir allir hafa ln-onchitis acuta in chron- ica og cor pulmonale. Tóksl að hjarga tveimur, en þriðji dó, 49 ára gamall. Þær 14 sjúkrasögur, sem hér fara á eftir, eru, að þeirri síð- ustu undanskilinni, teknar úr ritgjörð minni, og voru þessir sjúklingar vistaðir á lyflæknis- deild B, ríkisspítalans í Kaup- mannahöfn á árunum 1940- - 1946. 1. tilfelli: Kona, 56 ára. Diagnosis: Broncli- itis chron., Emfysema pulm, Cor pulm. Siðastliðin 25 ár þjáðst af bronchitisköstum, sem liafa farið versnandi síðari ár, óvinnufær með stöðugan hósta og mæði við minnstu áreynslu. Síðastliðin 2 ár stundum borið á bjúg kringum ökla. Við komu var sjúklingur mjög lé- leg, meðvitundarlaus, dökk-cyano- tisk i andliti, á höndum og fótum, með óvenju grunna og hraða önd- un. Hún komst fyrst til meðvitundar eftir kröftuga stimulation og dvöl í súrefnistjaldi í sólarhring. Rann- sóknir: Bþ. 106/55. Vitalkapacitet: 80%. Venuþrýstingur 70 mm. Ekg.: Hækkun á Po og Ps, Tcf2 -í-. Rtg— mynd af cor: Prominens á pulmon- al-boganum, og breikkun á hægri art. pulmonalis (18 mm). Rtg. af lungum: Mikið emfysem, víða kalk- blettir i v. lunga. Skömnni fyrir konni á spítalann hafði sjúklingurinn fengið morfin. Hún var sá fyrsti cor pulmonale sjúklingur sem ég sá með morfin- eitrun. Hin geysilega cyanosis, sem oft kemur fyrir á cor pulmonale sjúklingum, minnti mig á liina „svörtu hjartasjúklinga“. Einnig komst ég brátt að þvi, að sjúklingur- inn hafði komið á deildina i svip- uðu ástandi 2 árum áður, og hafði þá einnig fengið morfin-gjöf stuttu fyrir komu. 2. tilfelli. Maður, 51 árs. Diagnosis: Cor pulm. chron., Emfysema pulm., Bronch. cliron. Fékk malaria fyrir 4 og 8 árum. Mörg ár liaft liósta, og síðustu 2•—3 árin mæði, sem aukizt hefir jafnt og þétt. Hef- ir stundað vinnu sína. Skyndilega præcordial verkir fyrir 4 dögum ásamt hita. Obj. við komu mjög lé- legur, grácyanotiskur, mikil ortho- pnoe og öndunarerfiðleikar, venu- stasis á hálsi, systolisk óhljóð við apex. Hepar nær þverliandarbreidd niður fyrir rifjabogann. Sjúklingi var strax gefið 1,5 cg. morfin eftir komu á spitalann. Ástand sjúklings versnaði fljótlega, með yfirborðs- öndun og mjög aukinni cyanosis þrátt fyrir stimulation og súrefn- isgjöf. Sjúklingur dó 5 klukkustund- um eftir koniu. Sektion bönnuð. Rannsóknir: Ekg.: Mikil hægri hneigð, P2 og P3 hækkaðir. Rtg. af thorax: Prominens á pulmonal- boganum, og mikil stækkun á hjarta til beggja hliða. Lungun emfysema- tös, mjög aukin lungnateikning

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.