Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 24
36 LÆKNABLAÐIÐ izt í svo mörgum af sjúklingum okkar vegna þess, að aðferðin, sem við notuðum, sé sérlega örugg. Með því að botnfella vir- usið í ultraskilvindu, eins og hér var gert, má fá í lítið rúm- mál af vökva allt það virus, sem upphaflega fannst í talsverðu magni af saur, auk þess sem uppleysanleg efni er gætu eyði- lagt virusverkunina, (Copro- antibodies) lenda þá ekki með í inndælingunni. Hjá 7 sjúklingum var athug- að, hvort viruseyðandi mótefni liefðu myndazt meðan á sjúk- dómnum stóð, gegn einum þeirra virusstofna, er lýst hefir verið. Þetta var, eins og áður segir, gert með þeim hætti að mæla sámtímis magnið af virus- eyðandi mótefni í tveimur sýnis- hornum af serum frá sama sjúklingnum. Var annað sýnis- hornið tekið í byrjun sjúkdóms- ins, eða áður en mótefnin gátu hafa byrjað að aukast, en hitt eftir að ætla mátti, að þau hefðu náð hámarki. Hjá 5 sjúklingum fannst ó- tvíræð hækkun á mótefni. Ekki verður fullyrt, hvers vegna til- svarandi hækkun fannst eklci hjá hinum tveimur sjúklingum, sem prófaðir voru, nr. 3 og 5. Frá öðrum þeirra hafði þó fund- izt virus, en immunologi þess stofns hefir ekki verið rann- sökuð frekar. Vera má, að hann sé ekki alveg samkynja þeim stofni (frá sjúklingi nr. 13), sem notaður var til að mæla mótefnainnihaldið hjá þeim 7 sjúklingum, sem það var athug- að hjá. Hinsvegar má álykta að a.m.k. 6 af þeim sjúklingum, sem virus fannst hjá, hafi haft svipaða eða samkynja stofna. Lengra var ekki farið út i þessi atriði ,vegna þess, að sú vinna er mjög tímafrek og krefst mik- ils fjölda tilraunadýra með þeim aðl'erðum, sem enn er völ á. Af sömu ástæðum hefir ekki enn verið gerður samanburður við erlenda C virus stofna, svo að liægt væri að gefa hinum ný- fundnu stofnum héðan númer og bókstaf. Það má ])ó athuga siðar, ef tækifæri verður til. Tilraunir okkar með sting- sóttarfaraldurinn í Reykjavík á síðastliðnu ári, staðfesta þannig þá skoðun, sem nú er að verða ríkjandi, að myalgia epidemica orsakist af virusi af svonefnd- um Coxsackie flokki. Heimildir: Jón Finsen: Iagttagelser angaaende Sygdomsforholdene i Island. Kaupmannahöfn 1874. Schleisner, P. A.: Island undersögt fra et lægevidenskapeligt Syns- punkt. Kaupmannahöfn 1849. Sylvest, E.: Den bornholmske Syge. Kaupmannahöfn 1933. Daae, A.: Norsk Magasin f. Læge- videnskaben, 3; 2. 1872. cit Sylvest,- Houmann, C.: Ibidem, 3; 2. 1872. cit Sylvest. Bacher., A.: Ibdem, 4:11. 1896. cit Sylvest. Thiötta, T. og Salvesen, H. A.: Nord- isk hygiejnisk Tidsskrift, 4, 1923.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.