Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 34
46 LÆKNABLAÐIÐ Bragi Ólafsson héraðsl. Einar Guttormsson yfirl. Jón Gunnlaugsson héraðsl. Jón Hj. Gunnlaugsson læknir. Kristján Jóhannesson héraðsl. Magnús Ágústsson héraðsl. Oddur ólafsson1) yfirl. Páll Kolka2) héraðsl. Ragnar Ásgeirsson héraðsl. Snorri Ölafsson3) læknir. Var öllum þessum læknum skrifað og ])eim sendur- samn- ingur til undirskriftar varðandi bílakaup, ef til kæmi, en sam- kvæmt honum er viðkomandi lækni, er óskar að selja hifreið, sem hann hefur fengið fyrir milligöngu L. 1., innan 5 ára, skylt að bjóða L. I. hana til kaups fyrir matsverð. Það varð ljóst að margir um- sækjendanna, og þar á meðal ýmsir, sem einna brýnasta þöi f höfðu fyrir nýja bifreið, gátu ekki haft nema mjög takmörkuð not af venjulegri fólksbifreið. Einn læknanna, sem fékk út- hlutaðan jeppa óskaði þó heldur eftir að fá tiltekna gerð af „sendiferðabíl“, og var s.tjórn- inni Ijúft að aðstoða hann í þvi að fá slíkt leyfi út á eitt al' fólksbifreiðaleyfunum, því að 1) Er í L. R. og átti þvi að koma til greina við úthlutun á vegum L. R. 2) Dró umsókn sína tilbaka. 3) Er í Læknafél. Akureyrar, en það félag fékk sérstaka úthlutun frá fjárhagsráði. ])á losnaði einn jeppi í staðinn. Taldi stjórnin sér ennfremur skylt að athuga um möguleika á að breyta nokkrum fólksbif- reiðaleyfanna í jeppaleyfi og leitaði til fjárhagsráðs um það. Var því tekið með fullum skiln- ingi, en mikill dráttur varð á því, að unnt væri að ljúka út- hlutun leyfanna, m.a. af því, að jeppanefnd hafði úrskurðarvald um það, hverjir fengju jeppa þann, sem losnaði við áðurnefnd skipti á leyfum og annan jeppa til, sem einn leyfishafi al'salaði sér, en erfitt er að ná til þeirrar nefndar, þar eð nefndar- menn eru ekki búsettir í Reykjavík. Nefndin hélt fund í byrjun október og.fór eftir til- lögum stjórnarinnar um út- hlutun þessara jeppa. Endanleg afgreiðsla þessa máls er þá sem hér fer á eftir. Jeppaleyfi frá jeppanefnd fengu: Ari Jónsson, Bjarni Guð- mundsson, Brynjúlfur Dagsson, Einar Th. Guðmundsson, Inga Björnsdóttir, Ólafur P. Jónsson, Ragnar Ásgeirsson og Þórodd- ur Jónsson. Fólksbifreiðar fengu: Bragi Ólafsson, Magnús Ágústsson og Þorgeir Gestsson (sbr. áður um skipti á jeppa- leyfi). Jeppa (eða Jeep-Station Wag.) út á fólksbifreiðaleyfi fengu: Einar Guttormsson, Jón

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.