Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 22
34 LÆKN ABLAÐli) af 4. töflu. 1 1. dálki er númer sjúklingsins, sem virus er frá, en í 2. dálki fjöldi dýranna, sem voru notuð við tilraunina. 4. tafla. Nr. sjúkl. Dauðsföll 3 % 9 y<* 11 °/< 13 °/< *) DýriS fannst dautt í búrinu, lamirnar höfðu ekki sézt. Eins og 4. tafla sýnir, reynd- ust þessir 4 virus stofnar mein- lausir fullorðnum músum, og styður það mjög þá skoðun, að telja beri þessa nýfundnu stofna til Coxsaskie hópsins. Þessi farsótt hefir verið all- útbreidd í Reykjavík. Ef reiknað er með sjúklingafjölda alls árs- ins, en hann var 351, þá er sýk- ingartalan nærri 0,6%, en sé reiknað með sjúklingafjöldan- um frá 1. apríl til 1. ágúst, en hann var 255, þá er sýkingar- talan 0,5%. Þó sýkingartalan sé þannig allhá, þá er ekki að sjá, að smitnæmið hafi verið mikið, sem marka má af því, að af okkar 15 sjúklingum voru aðeins 3 frá einu og sama heim- ili, en hinir 12 voru sinn frá hvoru. Sóttin lagðist ekki þungt á fólkið. Þessi staðhæfing er byggð á eigin athugunum og á samtölum við kollega. — Af okkar sjúklingum voru að- eins 2 taldir þungt haldnir, 0 höfðu einkenni skemur en viku, en 6 lengur, þó enginn lengur en 14 daga. 1 dánarskýrslum ársins er stingsótt ekki talin meðal dánarorsaka. Ef litið er aftur á 1. töflu, þá sést, að það sem fyrst og fremst sérkennir sjúkdóminn eru vöðvaeinkennin, hitinn og snögg byrjun. Vöðvaeinkennin kalla sjúk- lingarnir ýmist sting, verk, tak eða ríg, og eru þessi einkenni tíðust í milliril'javöðvum og i kviðarvöðvum ofan nal'la. 1 2 sjúklingum var stingurinn mjög sár, en í hinum yfirleitt vægur. Um 13 sjúklinga er sagt ákveð- ið hve lengi þeir urðu varir við stinginn. Hjá 3 var hann horf- inn innan sólarhrings, hjá öðr- um 3 innan 2 sólarhringa, en enginn hinna hafði sting lengur en 8 daga. Vöðvaeymslin voru aldrei svo mikil, að sjúklingur- inn kveinkaði sér þegar snert var á honum. Þó stingur og eymsli væru í kviðarvöðvum, þá voru vöðvarnir ekki spenntir viðkomu. Hitinn náði hámarki fyrsta sólarhringinn sem sjúklingur- inn var veikur. Einn sjúklingur mældi ekki hita, annar var hita- laus, sá var lítið veikur, en hafði virus í saur (nr. 12). Þrír sjúkl. höfðu hita frá 37,5 til 38.0° C., 3 höfðu 38,0 til 39,0° og 7 höfðu 39,0 til 40,0° C. Iljá 5 sjúkl. var hitinn fallinn innan eins sólar-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.