Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1955, Síða 20

Læknablaðið - 01.06.1955, Síða 20
44 LÆKNABLAÐH) chemotherapíu áður en gripið er til hnífsins. Með langvarandi lyfjagjöf er átt við a. m. k. 4—6 mánuði, en oft er þörf á miklu lengri lyfja- gjöf eða allt að 18—24 mánuð- um. Um lyfjagjöfina verð ég að fara nokkrum orðum. Chemotherapían eða lyfja- gjöfin er snar þáttur í undir- búningnum undir aðgerðirnar, svo og í eftirmeðferðinni og er eitt af því, sem hefur gert re- sectíónirnar mögulegar. Chemo- therapían er vissulega mjög þýðingarmikið atriði, hvort sem ákveðin er skurðaðgerð eða ekki. Við verðum að minnast þess, að tuberculosis er langvinnur sjúk- dómur, sem allmjög hættir til þess að taka sig upp á ný. Það er því áríðandi að taka sjúkdóm- inn réttum tökum frá byrjun, þar sem það er reynsla flesti’a berklalækna, að erfiðara er að fást við þau tilfellin, þar sem sjúkdómurinn hefur tekið sig upp á ný. Önnur eða þriðja lyf ja- lota hjá sama sjúklingi er venju- lega mun gagnsminni en sú fyrsta og sýnir það mikilvægi þess, að sjúklingar fái rétta með- ferð frá byrjun. Það þýðir ekk- ert að ætla sér að gefa þessi lyf í 1—2 mánuði, hvíla þá sjúk- linginn og taka svo til á ný. Við slíkt hlé á lyfjagjöfinni koma fram resistent stofnar miklu fyrr en ella og verður þá áfram- haldið til lítils gagns. Því mið- ur verka lyf þessi aðeins bakt- eríóstatiskt, en a. m. k. ekki verulega bakterícidalt og gerir það langa lyfjameðferð nauð- synlega. Eins og kunnugt er eru lyfin toxisk við langvarandi notkun og takmarkar það oft notkun þeirra. Þá eru og ein- staka sjúklingar, sem eru of- næmir fyrir lyfjum þessum og þola þau ekki þess vegna. Venj- an er að gefa saman tvö eða fleiri þessara lyf ja, þá koma síð- ur fram resistent bakteríur og lyfin þolast betur á þann hátt og eru auk þess virkari þanriig. Þau lyf, sem notuð eru gegn berklum eru streptomycin og dihydrostreptomycin,, isonico- tinacid hydrasamid (INH) og PAS eða natriumsaltið af henni. Yms önnur hafa verið reynd, svo sem sulfon-lyf, thiosemcarbazos pyricinamid, oxytetracyclin, neomycin, mycomycin, viomycin iproniacid. Eru þau ýmist of toxisk, hafa of litla antituber- culösa verkun eða resistent bakt- eríur koma mjög fljótt við notk- un þeirra. Algengast hefir verið að gefa saman streptomycin og PAS eða streptomycin og rimi- fon eftir að það bættist við árið 1952, en stundum hafa þau öll verið gefin samtímis. Strepto- mycin er venjulega gefið 1 gr. tvisvar í viku og af PAS 12—18 gr. á dag. Er oftast hægt að gefa þessi lyf þannig saman í 12—18 mán. án þess að resistent stofn- ar komi fram. Streptomycin er, eins og

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.