Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1955, Page 39

Læknablaðið - 01.06.1955, Page 39
L Æ K N A B L A Ð IÐ 63 síðan smá-horfið eða orðið við- loðandi. Elektroencephalograf- iskur bati fylgir venjulega í kjölfar hins kliniska. Ef sjúkl. er batnað kliniskt eftir minni háttar höfuðtrauma og heila- ritið er eðlilegt, er það gott teikn um bata og gerir seinni afleið- ingar ólíklegar. Heilaritið get- ur staðsett subduralt hæmatom eða ör sem sjúkl. hefir fengið, sem er ekki augljóst frá klin- iskum einkennum. Ef heilaritið heldur áfram að vera óeðlilegt, eftir að klin. bati er kominn, gefur það bendingu um, að bat- inn sé ekki fullkominn, og frek- ari meðferðar eða varúðar sé þörf. Hjá 40% þeirra, sem hafa kvartanir ári eftir trauma cerebri, finnst óeðlilegt heilarit. Mælir það á móti því, að kvart- anirnar séu eingöngu sálrænar, post-ti’aumatisk neurosis. 1 sambandi við trauma cerebri má geta þess, að margir hafa óeðlilegt heilarit í lengri eða skemmri tíma eftir elektroshock, breytingar, sem ekki þurfa að standa í beinu hlutfalli við, hve mörg shock sj. hafa fengið. Geðsjúkdómar. Meginþýðing heilaritsins fyr- ir geðsjúkdóma er fyrir vísinda- legar rannsóknir og við grein- ingu á geðsjúkdómum, þar sem möguleiki gæti verið á vefræn- um breytingum í heila. Líkurn- ar fyrir því, að geðsjúkdómur stafi ekki af vefrænum skemmdum í taugakerfinu, ef heilaritið er eðlilegt, eru 9 á móti 1. Sé heilaritið hinsvegar ekki eðlilegt, á það auðvitað að verða lækninum aukin hvöt til að leita að neurologiskum or- sökum fyrir geðsjúkdóminum. Ekki sjást neinar sérkenni- legar breytingar á heilaritum við geðsjúkdóma, en nokkur statistisk fylgni er á milli breyt- inga í heilariti og geðsjúkdóma yfirleitt. Á milli 30 og 50% geðveikra hafa óeðlilegt heilarit. Eru það fyrst og fremst þeir, sem hafa organiskan demens (arteriosclerotiskan, paraly- tiskan post-traumatiskan og præ-senil). Hjá þeim finnst frekar lítið óeðlilegt heilarit, með dreifðum symmetriskum, hægum, frekar lágum bylgjum með tíðnina 3—7 á sek., einkum frontalt Schizophren sjúkl. hafa stundum bylgjur með tíðn- inni 5—6 á sek., lágar, í tem- poral regionunum, og þeir, sem hafa verið lengi veikir, hafa dreifðar, hægar, lágar bylgjur frontalt. Hjá ca. % sj., sem hafa katatoni, sjást breytingar svip- aðar og sjást milli kasta hjá epileptici, og það þarf mun minna pentasol til að framkalla þessar breytingar heldur en hjá öðrum. Hjá manio-depressiv sjúkl. er talið, að þeir, sem einkum eru maniskir, hafi alfa- rythma með tiltölulega meiri tíðni en þeir, sem einkum eru

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.