Læknablaðið - 01.12.1957, Side 9
L /E K N A BLAPIÐ
103
að afla vissu um, livernig sýru-
mynclun magaslímhúðarinnar
væri stjórnað. Edkins skýrði
frá því 1906, að hann hefði
fundið efni í pylorusslímhúð-
inni, sem hefði þau áhrif, að
sýrumyndun í maganum yk-
ist, ef því væri dælt inn i æð.
Tilraunir þessar voru gerðar
á þann hátt, að hann sauð pv-
lorusslímhúð úr köttum og
svínum í veikri saltsýruupp-
lausn, og dældi siðan soðinu
inn i æð. Við það óx saltsýru-
rnyndunin. Soð af fundus-
slímhúð liafði hins vegar eng-
in áhrif. Edkins dró af þessu
þá ályktun, að pylorusslím-
húðin framleiddi efni, sem
skildist út í hlóðið og sem
stjórnaði að einhverju leyti
sýrumynduninni. Efni þetta
kallaði hann gastrin. Edkins
tókst einnig að sýna fram á,
að við dælingu á kjötseyði nið-
ur í pylorus, örvaðist sýru-
myndun mjög. Pavlov viður-
kenndi þessa niðurstöðu Edk-
ins, en Pavlov fann einnig, að
áhrif frá pylorussiimhúðinni
eru ekki alltaf örvandi, lieldur
stundum þvert á mó'ti. Þannig
fann hann, að við dælingu á
saltsýruupplausn niður í pylo-
rus, dró að mun úr sýrumynd-
un í maga. Þessar niðurstöður
Edkins hafa sumir staðfest,
aðrir dregið í efa. Ekki liefur
enn tekist að einangra gastrin.
Það virðist hins vegar óyggj-
andi sannað, að auðvelt er að
framleiða magasár með því að
láta garnainnihald vera í stöð-
ugri snertingu við pylorus og
antrum slímhúðina. Hefur það
verið gert með því að ílytja
antrum að ristli, þannig að það
liefur verið látið mynda eins-
konar diverticulum á ristli,
eða ristill hefur verið tekinn
sundur og antrum skeytt inn á
milli endanna, svo að allt
garnainnihaldið liefur orðið að
fara gegnum antrum. Þessar
tilraunir hafa verið gerðar á
hundum, og hafa þessir liund-
ar fengið magasár nokkrum
vikum eftir aðgerð. Þá hefur
það einnig komið í ljós, að
myndun magasafans örvast
mjög mikið í mönnum, þegar
fæða kemur niður í magann.
Iv}r telur, að heilbrigður magi
gefi frá sér 225—350 cc næstu
5 klst. eftir mál'tíð. Magn og
gerð magasafa er allmismun-
andi í mönnum. Einnig fer
magnið mjög eftir því, hver
fæðan er. Magurt kjöt og lifur
virðast t. d. hafa meiri áhrif
en kolvetnissambönd. Pavlov
skýrði 1910 frá hinum sigildu
tilraunum sínum á hundum,
sem gerð liafði verið á oesoph-
agotomia og magafistill. Eins
og öllum er kunnugt, fann
hann, að magasafi þessara
hunda fór að renna ört 5 min.
eftir að þeir sáu, hrögðuðu
eða fundu lykt af mat, og jafn-
vel við það eitt að sjá mann
þann, sem venjulega fóðraði