Læknablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 11
L Æ K N A B L A Ð I Ð
105
liefur lekizt aö fá magasár lil
að myndast, og' var þar með
stigið stórt spor i áttina til þess
að auðvelda rannsóknir á orsök
sársins og finna síðan lciðir til
að lælcna það.
Sú aðferð, sem einna mest
hefur verið noíuð, er kennd við
Mann-Williamson, en hann
skýrði frá tilraunum sínum
1923. Honum tókst þó ekki
fyrstum að mynda magasár i
dýrum, heldur mun það hafa
verið Bickel (1909) og síðar
Exallo (1911). Mann William-
son aðferðin er afhrigði af
Exalto’s aðferð, og aðalatriði
hennar er að beina skeifugarn-
arsafanum frá maganum.
Mann-Williamson gerði þetta
á þann hátt, að hann tók sund-
ur skeifugörnina, rctt neðan
við pylorus og á mótum skeifu-
garnar og mjógirnis, og tengdi
magann við efri enda mjó-
girnis. Síðan lokaði hann efri
enda skeifugarnarstúfsins, en
tengdi neðri endann við ileum
terminale. Ilann fékk þannig
gall- og hrissafa, ásamt skeifu-
garnarsafanum til að renna
beint inn i ileum, og hindraði
þar með örugglega endur-
rennsli skeifugarnarvökva inn
i maga. Talið er að 90% af
Mann-Wilíiamson hundum fái
jejunalsár eftir 10—90 daga,
Þessi sár eru að öllu leyti tal-
in líkjast langvinnu mjógirn-
issári í mönnum. Þessar lil-
raunir Mann-Williamson hafa
margir staðfesl. Þær gefa ör-
uggar upplýsingar um það,
live mikla þýðingu skeifugarn-
arsafinn hefur til varnar gegn
maga- og skeifugarnarsári.
Skeifugarnarsafinn er secret
frá sjálfri skeifugarnarslím-
húðinni, gall og brissafi, en
ekki hefur enn tekizt að fá úr
því skorið, þrátt fyrir miklar
li.'raunir, livaða hluti vökvans
hafi mesta þýðingu i þessu
sambandi. Svo virðist, sem
helzt þurfi að heina burtu öll-
um skeifugarnarsafanum til
þess að öruggt sé að sár mynd-
ist.
Önnur mikilvægasta aðfeið-
in til að lTamleiða sár er hist-
amin-aðferðin. Histamin, sem
dælt er inn í hold, hefur, eins
og' kunnugt er, mjög örvandi
áhrif á sýrumyndun magans.
Margar tilraunir hafa verið
gerðar til þess að mynda sár
í dýrum með endurleknum
histamin-inndælingum, en án
árangurs, þar til læknum há-
skólasjúkrahússins í Minnea-
polis, með Wangensteen i
broddi fylkingar, kom til hug-
ar að blanda histamin hí-
flugnavaxi og dæla í vöðva.
Þrjátiu mg af histamini, sem
gefið er daglega á þennan hátt,
veldur maga- eða skeifugarn-
arsári, sem þá myndast venju-
lega innan 0—8 vikna. Með
þessari uppgötvun var fundin
mjög liagkvæm leið til þess að
afla upplýsinga um árangur