Læknablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 56
150
L Æ K X A B L A Ð I Ð
Fenylindandion fer að hafa
áhrif eftir 18—48 klst. og end-
ast þau í 1—3 sólarhringa. Það
er nijög ódýrt í notkun og hafa
ýmsir höfundar mælt með því
fremur en öðrum anticoagu-
lantia (Ilellem, Toohey). Til-
felli hafa þó verið hirt þar sem
fenylindandion var kennt um
kirnikornahrap (agranulocy-
tosis). Dicumarol er það lyf,
sem einna mest mun vera not-
að til segavarna, einkum þar
sem langvarandi meðferð er
um hönd höfð. Það er 48—72
ldst. að ná fullum áhrifum og
eru þau allt að 4 dögum að
hverfa. í hæfilegum skömnit-
um er mjög lítið um fylgi-
kvilla við notkun þess, þótí hún
skipti mánuðum eða árum.
Helztn indicationes.
Það mun láta nærri, að eng-
ar tvær spitaladeildir fari al-
veg eftir sömu reglum um
notkun þessara lyfja. Auk þess
virðist anticoagula^ions með-
ferðin eiga hæði sina áköfu for-
mælendur og andstæðinga.
Dicumarol-meðferð er tíð-
ast notuð við sjúkdóma í
coronar-æðum, infarcta eða vf-
irvofandi infarcta, angina
pectoris, einkum ef verkja-
köstin aukast mjög að tíðleika
og síyrkleika, svo að nálgast
status anginosus, tromhofle-
hiáis og flebotrombosis og aðra
æðasjúkd. þar sem mikil
hætta er talin á trombosum.
Auk þess í sambandi við
skurðaðgerðir og þá fyrst og
fremst ef tromboemboliskir
fylgikvillar gera vart við sig,
en stundum til' þess að fyrir-
byggja slíka fylgikvilla. Æski-
legt er að meðferð sé alltaf
hafin í sjúkrahúsi.
Við infarctus cordis er með-
ferð hafin þegar i stað eftir að
örugg sjúkdómsgreining er
fengin, nema um sé að ræða
mjög létí tilfelli. Eins og jafn-
an við bráða sjúkdóma, þvkir
öruggara að gefa heparin
fyrstu 1—2 sólarhringana jafn-
framt dicumarol, en úr því er
eing'öngu gefið dicumarol. Af
öðrum hjartasjúkdómum má
nefna lokugalla og flimmera-
rythmiur, bæði af gigtar- og
í'cðakölkunaruppruna. Svæsin
tilfelli af angina pectoris eru
sums síaðar fjölmennust
þeirra, sem langvarandi með-
ferð fá, eða jafnvel svo árum
skiptir.
Tromboflebitis er einn helzti
sjúkdómurinn, sem segavörn-
um er beitf. við, jafnt á hand-
læknis- og lyflæknisdeildum.
Lét'tustu yfirborðs-æðabólgur
þurfa þó ekki slíka meðferð.
Væg tilfelli fá meðferð í 3—6
vikur. Djúpar, miklar æða-
bólgur í 1—2 ár eða jafnvel í
mörg ár, ef sjúkd. hefur end-
urtekið sig. Bezt er talið, að
nota segavarnameðferð, í
fyrsta sinn sem æðabólga kem-
ur, þangað til öll einkenni eru