Læknablaðið - 01.12.1957, Síða 66
160
L Æ K N A B L A Ð 11)
koma í veg' fyrir, að steinar
myndist aftur eftir aðgerð,
stöðva steinmyndun, sem þeg-
ar er hafin, og jafnvel levsa
upp steina í þvagfærum að
nokkru leyti eða öllu (Hig-
gins). Um þetta seinasta atriði
er enn deilt og þykir með öllu
ósannað mál, enda erfiðlega
gengið að leika það eftir þeim,
sem telja að sér hafi tekizl
það. Töluvert reynir á þolin-
mæði sjúklinganna og seiglu,
þvi að aldrei má slaka á lvfja-
notkuninni. Þeir verða að vera
undir stöðugu eftirliti, og
kenna verður þeim að mæla
sýrustig þvagsins og' brýna fyr-
ir þeim að gera það daglega.
Leitast verður við, að plf
þvagsins fari ekki niður fyrir
7.0."
Mín revnsla af þessari með-
ferð er aðeins bundin við einn
sjúkling, og er vægast sagt lít-
ið uppörvandi. Og ekki verð-
ur sjúklingnum sjálfum um
kennt, að því er ég bezt veit.
Hitt atriðið, að gefa sjúk-
lingnum eggjahvítusnautt fæði,
einkum þó að útiloka al-
veg aminosýrur, sem innihalda
brennistein, er erfiðara við-
fangs, a. m. k. hér á landi, og'
reyndist mér alvarlegur þránd-
ur í götu. Ekki er þó að efa,
að það hefur mikla þýðingu,
og telja margir læknar, að tek-
izt hafi að koma í veg fyrir ný-
myndun á steinum um langt
árabil með mataræði einu sam-
an. En það gerir þær kröfur til
sjúklingsins, að hann sætti sig
við að nevta eingöngu jurta-
fæðu.
Að öðru leyti en þessu gilda
um meðferð á cystinsteina-
sjúklingum sömu reglur og
um sjúldinga með aðrar tcg-
undir steina, rnikil vatns-
drykkja, eftirlit og meðferð á
þvaginfection, hyaluronidase o.
li., sem fellur utan við ramma
þessarar stuttu greinar.
Sjúkrcisaga.
Þrjátíu og þriggja ára gam-
all karlmaður. A til hraustra
að lelja, sjálfur alltaf heilsu-
góður. Frá þvi hann var 12
ára gamall, hefur verið „sand-
ur“ í. þvagi og öðru hverju
gengið niður smásteinar,
stærstu steinarnir á stærð við
I'itla rúsínu. Á þessu tímabili
hefur hann fengið verkjaköst
(nýrnakolik), ca. 1—2svar á
ári, nærri alltaf h. megin. Aldr-
ei hitahækkun í köstunum, en
nokkrum sinnurn hefur hann
séð blóð í þvagi.
Innlagður á Landspítalann
i október 1946, og var gerð
pyelolithotomia dx. Nýrað
eðlilegt útlits. Tekinn er steinn
2.5 x 2 X 1 cm. að stærð. Hann
var ekki efnagreindur þá, en
Iialdið til haga og' rannsakað-
ur alllöngu seinna. Reyndist
vera cystinsteinn blandaður
örlitlu ammonium-magnesium-
fosfati. Við smásjárskoðun