Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 20132 Fréttir Magnús Aðalsteinsson hjá GK verktökum var í óða önn að plæga grænfóðursakur hjá Bent bónda Hansson í Garðsvík á Svalbarðsströnd í byrjun vikunnar. Aðalsteinn Hallgrímsson hjá GK-verktökum segir að vorverkin séu senn að hefjast í Eyjafirði, þ.e. þar sem í vetur var fremur snjólétt. „Bændur eru eitthvað byrjaðir á vorverkunum, örfáir hafa sáð fyrir korni, en það gildir um bestu staðina í Eyjafirði. Ástandið er vissulega misjafnt eftir svæðum,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að algengt hafi verið undanfarin ár að byrjað hafi verið á vorverkum um 20. apríl en nú sé allt um hálfum mánuði seinna á ferðinni eftir erfiðan og harðan vetur. / MÞÞ Vorverkin hefjast seinna en vanalega Bændur láti meta tjón Bjargráðasjóður bætir tjón af völdum kals og tjón á girðingum sem orðið hefur vegna snjó- þyngsla. Mikilvægt er að bændur hafi samband við trúnaðarmenn sjóðsins, ráðunauta, til að taka út tjón af völdum kals og meta það. Hið sama á við um tjón á girðingum, segir Árni Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs. „Verði tjón vegna kals núna, eins og allt lítur út fyrir, er ferillinn sá að trúnaðarmenn sjóðsins taka það tjón út í vor og sumar. Trúnaðarmenn sjóðsins eru ráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og búnaðar- sambandanna. Í haust, þegar fyrir liggur hver niðurstaðan er úr heyöflun hjá bændum og ljóst verður hvað vantar upp á, geta menn síðan sótt um bætur úr sjóðnum. Það er sama kerfi og við höfum alltaf unnið eftir.“ Árni segir að sjóðurinn komi ekki að sérstökum viðbrögðum vegna t.a.m. heyleysis hjá bændum á þessum tímapunkti. Ef slíkt ætti að gerast þyrftu það að vera sér- tækar aðgerðir af hálfu yfirvalda, líkt og gert var vegna eldgosanna á Suðurlandi og harðindanna síðast- liðið haust. „Sjóðurinn getur sinnt slíku hlutverki komi til sérstök fjár- veiting og reglur um úthlutanir. Það er ekki gert ráð fyrir því í reglum sjóðsins að hann bregðist við með slíkum hætti en við getum sinnt því ef þarf.“ Árni segir ekkert launungarmál að sjóðurinn hafi þurft að greiða tals- vert út síðustu ár, að frátöldum þeim sértæku aðgerðum sem ráðist hafi verið í og fjármagnaðar hafi verið með auka fjárframlögum. „Það var heilmikið kal árið 2011 sem var greitt fyrir. Að sama skapi var greitt þó nokkuð út vegna þurrkanna á síð- asta ári. Því hefur almenna deildin, sem sér um greiðslur vegna þessara mála, veikst nokkuð. Það þýðir að það verður minna til skiptanna þegar kemur að því að greiða fyrir tjón sem orðið er nú, að óbreyttu.“ /fr Þó að allt sé á kafi í snjó víða norðanlands, einkum í Þingeyjarsýslum og svo í Fljótum og Svarfaðardal, er einstaka bóndi í Eyjafirði farinn að huga að alvöruvorverkum og plægja. Á myndinni er Magnús Aðalsteinsson hjá GK verktökum að plægja grænfóðursakur hjá Bent bónda í Garðsvík á Svalbarðsströnd. Svolítið magnaðar andstæður þarna, brún moldin og fjöllin í baksýn enn þakin snjó. Mynd / MÞÞ Himinhrópandi andstæður eru í tilveru bænda víða um land þessa dagana. Svona er ástandið í Köldukinn á meðan sumir eyfirskir bændur geta jafnvel verið að plægja sína akra. Hér sést heim að Kvíabóli, allt á kafi í snjó og ekki útlit fyrir að hægt verði að sá korni þetta árið að mati Marteins Sigurðssonar bónda. Vanalega hefur hann sáð korni í 12 til 18 hektara lands en nú er útlitið frekar dökkt. Skaflinn ofan við fjósið er myndarlegur þótt komið sé nokkuð fram í maí. Árni Snæbjörnsson. Fóðurblandan lækkaði verð á kjarnfóðri um allt að fimm pró- sentum 6. maí síðastliðin og er lækkunin mismunandi eftir teg- undum. Ástæðan er styrking krón- unnar og lækkun á hráefnum til fóðurgerðar á erlendum mörkuð- um. Fóðurblandan lækkaði síðast verðskrá sína 2. apríl síðastliðinn. Bústólpi lækkaði sömuleiðis kjarnfóðurverð hjá sér á mánudaginn, einnig um allt að fimm prósentum. Sömu ástæður voru gefnar upp fyrir lækkuninni og hjá Fóðurblöndunni. Þá lækkaði Lífland verðskrá sína 1. maí síðastliðinn eins og getið er annars staðar í blaðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Sláturfélagi Suðurlands (SS) stendur til að lækka verð á kjarnfóðri þar og mun sú lækkun taka gilda á föstudaginn kemur. Landstólpi hyggst hins vegar ekki lækka verð hjá sér að þessu sinni. /fr Verðlækkun á kjarnfóðri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.