Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 20134 Fréttir Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda fóru um Norðurland og Austurland 2.-3. maí síðastliðinn. Tilefni ferðarinnar var að hitta bændur og kanna stöðuna á svæðunum, en miklar vetrarhörkur hafa sem kunnugt er staðið lengi á Norður- og Austurlandi og gert bændum erfitt fyrir. Nú er sauðburður að komast á skrið og hefur víða reynst erfitt að koma lambfé út. Það gerir það að verkum að farið er að þrengjast á húsum hjá bændum sem veldur erfiðleikum. Þá eru ýmsir bændur farnir að verða knappir á heyjum en síðasta sumar var víða erfitt heyskaparár á þessum svæðum, vegna þurrka. Bændablaðið sló fyrst á þráðinn til Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtakanna, þegar hann var á ferð í Fljótum í Skagafirði fimmtudaginn 2. maí. Þá voru Sindri og ferðafélagar að renna úr hlaði á Brúnastöðum. „Við horfum hér á fjórtán tonna beltagröfu og stóra jarðýtu sem eru að koma snjó frá húsum til að hægt verði að hleypa út lambfé og komast að heyrúllum. Hér er snjó- stál á fimmta metra,“ sagði Sindri. Sveitarfélagið Skagafjörður sendi vinnuvélar á bæi í Fljótum til að moka frá útihúsum svo hægt væri að athafna sig þar og nefndi Sindri að ástæða væri til að hvetja fleiri sveitarfélög til að kanna hvort hægt væri að gera slíkt hið sama. Ófært í hádegismatinn Til stóð að Sindri og samferðamenn hans færu í hádegismat á Þrasastöðum þennan dag, en Þrasastaðir eru innsti bær í Fljótum í byggð. Þeir komust hins vegar hvergi vegna ófærðar. Vegurinn þangað var ruddur í gær en í morgun hvessti og skóf þannig að aftur varð ófært. Á Þrasastöðum búa þau Jón Elvar Númason og Íris Jónsdóttir með sauðfé. Þegar Bændablaðið hringdi á Þrasastaði svaraði Jón í fjárhúsunum enda sauðburður að fara á fullt skrið þar. „Við áttum von á þeim í mat en það fór að hvessa í morgun og þá fylltist allt. Þetta eru snjógöng upp á einn og hálfan metra og um leið og hreyfir vind skefur í þetta allt.“ Að sögn Jóns er allt á kafi í snjó á Þrasastöðum. „Það verður ekki hægt að hleypa út lambfé hér fyrr en tekur eitthvað upp. Við erum reyndar vel í sveit sett með húspláss vegna þess að við getum nýtt fjár- hús á nágrannabænum Deplum, en þar er bara sumarbúseta núna.“ Jón segir að þetta tíðarfar sé ekki eins- dæmi, áður hafi bændur þar þurft að upplifa hörð vor. Þau séu enn ágætlega birg af heyjum og vonandi verði lát á vetrartíðinni þegar fer að líða á mánuðinn. Hjarn yfir Bárðardalnum Áfram var ferðalaginu haldið og farið um Svarfaðardal, Bárðardal og Aðaldal á fyrri deginu. Að sögn Sindra hefur dregið í mikla skafla víða við bæi í Svarfaðardal sem gerir bændum mjög erfitt fyrir. Áberandi mestur snjór væri þar, í Fljótum og svo í Bárðardal. „Í Bárðardal er gríðarlega mikill snjór yfir öllu, einkum um miðbik dalsins. Það er bara þykkt hjarn þar yfir og langt þangað til það mun taka upp, nema að veður verði því betri.“ Hugsanlegt að fá verktaka að sunnan Mikil svell eru yfir túnum í Aðaldal og bændur þar búa við mikla óvissu vegna hættu á kali. Sindri segir ljóst að þar verði tjón en hversu mikið það verði eigi eftir að koma í ljós. „Við funduðum þar með bændum um kvöldið, þar komu nokkuð margir bændur saman í Ysta-Hvammi. Þeir báru sig mjög vel en sögðu ljóst að ef voraði mjög seint og mikið kal yrði þá yrðu vandamál með hey, bæði núna í vor og eins heyfeng í sumar. Þar veltu menn upp þeirri hugmynd að hugsanlega gæti verið skynsamlegt að fá jarðvinnuverktaka af Suðurlandi norður ef kal yrði mikið. Það er ljóst að jarðvinnslutæki á svæðinu hafa ekki afkastagetu til að sinna eftir- spurn ef svo verður og í ljósi þess að jarðvinnsla á Suðurlandi verður búin á þessum tíma gæti þetta verið góður kostur. Ég mun í það minnsta kanna þetta, heyra í verktökum á Suðurlandi núna á næstunni og athuga hvort grundvöllur er fyrir því að fara í aðgerðir af þessu tagi.“ Mikil svell en minni snjór á Austurlandi Seinni daginn var haldið á Austurland, Jökuldal, Jökulsárhlíð og Hjaltastaðaþinghá. Þar eru víða mikil svell á túnum en ekki jafnmikill snjór og á Norðurlandi. Þó er nokkur snjór ofarlega á Jökuldal en aðalhættan á þessu svæði felst í kali. Hey ættu að duga út maí Almennt telja bændur á svæðinu að næg hey séu til út maímánuð en ekki mikið lengur. Eins og nefnt hefur verið annars staðar í blaðinu er Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) þegar búin að kalla eftir því að bændur láti vita telji þeir hættu á heyskorti hjá sér og eins að bændur sem eru aflögu færir láti vita af því. Sindri segir að skoðað verði hvort rétt sé að gera tilboð í flutninga af Suður- og Vesturlandi. Bjargráðasjóður þarf hugsanlega sérstaka fjárveitingu Þá er ástæða til að kanna hvort hugsanlega eigi að fara fram á sérstaka fjárveitingu til Bjargráðasjóðs vegna víðtæks kaltjóns. Sindri segir að það sé ástæða til að hreyfa slíku við stjórnvöld en erfitt sé að taka ákvarðanir um slíkt vegna þess hversu mikil óvissa sé um málið. „Það er líka mikilvægt að birgjar og fjármálastofnanir sýni því skilning að sumir bændur gætu verið í erfiðleikum með lausafé til kaupa á sáðvöru eða fóður. Bætur úr Bjargráðasjóði eru greiddar út eftir á og því tel ég að það þurfi hugsanlega að leita samninga við þessa aðila vegna þess.“ Þá segir Sindri að mikið tjón hafi orðið á girðingum. Þó eitthvað af því tjóni verði bætt muni það bæði kosta gríðarlega vinnu að laga girðingar og eins sé ljóst að ekki fáist allt tjón bætt. Enginn bilbugur á bændum Sindri segir að almennt hafi hljóðið í bændum verið gott. „Menn eru auðvitað orðnir langþreyttir eftir þennan langa vetur en bera sig mjög vel. Það er enginn bilbugur á þeim en óvissan er vissulega erfið. Það er erfitt að leggja mat á stöðuna enda er hreinlega ekki komið vor.“ /fr Vandinn norðan- og austan- lands kortlagður – snjóþyngsli, ótíð og kalhætta valda miklum áhyggjum Ótíð, snjóþyngsli og stórfelld hætta á kali á Norður- og Austurlandi hefur valdið bændum þar um slóði verulegum vanda og áhyggjum. Enn er ekki útlit fyrir að hlýna taki verulega á næstunni. Fulltrúar Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar land- búnaðarins (RML) og Bjargráða sjóðs funduðu með embættismönnum í atvinnuvega- ráðuneytinu 29. apríl síðastliðinn vegna þessa. Á fundinum var farið yfir stöðu mála og ákveðið að leggjast í kortlagningu á vandanum. Ljóst er að heybirgðir fara minnkandi vegna langs veturs á fóðrum en víða þurfti að taka skepnur inn í september eftir óveðrið sem þá gekk yfir þessi landsvæði. Þá var heyfengur síðasta sumar víða lélegur vegna mikilla þurrka. Sauðburður er nú víðast hvar hafinn og ljóst er að erfitt verður að hýsa lambfé í þeim mæli sem þörf er á þar eð ekki er hægt að hleypa því út vegna snjóþyngsla. RML sér um heymiðlun Töluverð vinna hefur þegar farið fram við kortlagningu á vandanum. RML sendi bændum á Norðurlandi bréf 3. maí síðastliðinn þar sem þeir voru hvattir til að láta vita væru þeir tæpir á heyjum. Talsverð heymiðlun hefur þegar átt sér stað og ýmsir hafa þegar keypt hey eða tryggt sér af Suðurlandi og Vesturlandi. Þá eru bændur á Norður- og Austurlandi sem eiga næg hey hvattir til að láta vita af því. Ingvar Björnsson mun hafa umsjón með heymiðlun hjá RML og eru bændur hvattir til að hafa sam- band við hann. Bændur hvattir til að tryggja sér áburð og fræ Þá eru bændur jafnframt hvattir til að tryggja sér nægan áburð og fræ, bæði til endurræktunar og eins til að uppskera eins mikið og hægt er. Bent er á að ekki eru miklar umframbirgðir hjá fræsölum og áburðarsölum og því mikilvægt að panta slíkt sem fyrst. Fulltrúar Bændasamtakanna, RML og Bjargráðasjóðs munu funda aftur með fulltrúum úr atvinnuvega- ráðuneytinu á föstudaginn kemur en þá verður búið að kortleggja stöðu mála gróflega. /fr á Brúnastöðum í Fljótum. Myndir / Þórarinn Ingi Pétursson Formaður Bændasamtakanna fór um Norður- og Austurland: Bændur langþreyttir en bera sig vel – mikilvægt að birgjar og fjármálastofnanir sýni stöðunni skilning Það dugði ekkert minna en stórvirk jarðýta til að moka upp heyrúllurnar á Brúnastöðum í Fljótum. Myndir / Þórarinn Ingi Pétursson Reglulega kemur fyrir að bændur heimta útigengið fé og hafa verið fluttar býsna margar fréttir af því tagi að undanförnu. Það er þó óvanalegt að bændur heimti útgengið í öðrum sýslum og hvað þá að kindunum fylgi nýborin lömb. Það gerðist þó á dögunum hjá Guðmundi Skúlasyni, bónda á Staðarbakka í Hörgárdal. Á sumardaginn fyrsta sáust útigengnar kindur í fjallinu uppi af Staðarbakka og hélt Guðmundur ásamt fylgdarliði á tveimur vélsleðum til að handsama féð. Kom í ljós að um var að ræða ær með tvo gemlinga með sér. Því til viðbótar var ærin alveg nýborin lambgimbur sem ekki einu sinni var komin á lappirnar. Gekk vel að handsama féð en þegar búið var að koma því í hús kom í ljós að eigandinn var Guttormur Stefánsson, bóndi í Akrahreppi í Skagafirði. Að sögn Guðmundar var Guttormur nálega orðlaus þegar hann fékk hringinguna. Hann sótti svo fé sitt og sannast hið fornkveðna að lengi er von á einum. /fr Heimti útigangsfé með nýbornu lambi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.