Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 jafnt og þétt niður í t.d. 400 eða jafn vel 200 tré á ha. Skosk rannsókn bendir til að þar sem sauðfé er beitt megi þéttleikinn þó ekki fara niður fyrir 400 tré á ha þar sem sauðfé vill gjarna troðast að trjám og hætta verður á of miklu álagi á rótarkerfi og stofn ef þau eru færri. Trjátegundir í hagaskógum Í upphafi og á meðan verið er að mynda skógarloftslag (nær veður) er rétt að nota sem mest af fljótvöxnum ódýrum frumherjategundum svo sem ýmiss konar víði, björk og alaskaösp. Ódýrar fljótvaxnar tegundir geta sem best verið ¾ hlutar þess sem plantað er í upphafi enda er þeim ekki endilega ætlað að vaxa nema 2 áratugi. Fjórðungur plantna þarf hins vegar að vera af tegundum sem eiga að bera uppi hinn eiginlega hagaskóg til langs tíma. Almennt er lauftrjám hættara við að skaðast af beitardýrum en þau, og aðrar ljóselskar tegundir eru engu að síður heppilegar í hagaskóga enda hleypa lauftré ljósi betur til botngróðurs. Trén þurfa helst að vera af verðmætum tegundum (timbrið) og langlíf enda er þeim ætlað að standa í áratugi eða jafnvel aldir. (Sjá töflur 1 og 2 yfir heppilegar trjátegundir í hagaskóga. Heppilegt getur verið að nota grenitegundir í sérstaka skjóllundi þar sem búsmali getur leitað skjóls í hrakviðrum.) Ábati hagaskóga Ábata í hagaskógum fyrir beitardýr er fyrst og fremst að þakka skjóláhrifum skógarins á grasvöxt og dýrin sjálf. Grasvöxtur á næðingssömum stöðum er talinn geta aukist um allt að 70% vegna minni kælingar í skjóli trjáa. Þetta á sérstaklega við að vori og hausti og að sjálfsögðu í köldum sumrum. Afurðir t.d. mjólkurkúa geta orðið 10-15% meiri við það eitt að skjól sé í bithögum. Sama ástæða ræður því að nautgripir til kjötframleiðslu ala gjarnan allan sinn aldur innandyra hérlendis. Lauffall og vatnsbinding í skógarjarðvegi er einnig þýðingarmikið fyrir grasvöxt. Hins vegar þarf að reikna með skiptibeit með tilheyrandi girðingakostnaði og ef að líkum lætur þurfa beitardýr reglulega ormalyfsgjöf í þéttum högum. Ábati af vel skipulagðri beit í skógi (fyrir skóginn) er margs konar, lítil sina og runnagróður og þar með minni eldhætta, búfjáráburður í skóginn nýtist trjám eins og öðrum gróðri vel í hringrás næringarefna. Í hagaskógum hátt til fjalla í frönsku Ölpunum er talið að samspil búfjáráburðar og rótarsveppa lerkis geti búið til einkar frjósaman jarðveg á mjög snauðu landi en þá má hvorki vanta lerkitrén né búféð og ferlið tekur áratugi. Í gömlum hagaskógum gegna beitardýrin m.a. því hlutverki að halda niðri vexti og viðgangi óæskilegra trjátegunda (illgresi – ódýr viður og skuggatré) en lerkið er langverðmætasta timbrið á þeim slóðum og séð er til þess með ýmsum ráðum að það nái að endurnýja sig og vaxa. Sæmundur K. Þorvaldsson Höfundur er framkvæmdastjóri Skjólskóga á Vestfjörðum. Landbúnaðarsaga Íslands Landbúnaðarsaga Íslands er fjögurra binda verk. Höfundar eru Árni Daníel Júlíusson sagn- fræðingur og Jónas Jónsson fv. búnaðarmála stjóri, sem féll frá árið 2007. Árni Daníel ritar tvö bindi um sögu bændasamfélagsins, hag bænda og markaðsþróun, og Jónas tvö bindi um þróun búgreinanna, meðal annars tækniþróun, búfjársjúkdóma og starf ráðunauta. Fyrsta bindi fjallar um sögu bændasamfélagsins á Íslandi fram til 1800. Bindið hefst á umfjöllun um rætur íslensks landbúnaðar í nágrannalöndunum, sérstaklega Noregi. Þá er fjallað um landnám og búskap fyrstu aldir Íslandssögunnar, fram til um 1100, og fyrst og fremst stuðst við fornleifafræðirannsóknir í þeim kafla. Í kafla um tímabilið 1100- 1400 er meðal annars gerð grein fyrir þeirri mynd sem Íslendingasögurnar draga upp af landbúnaði, en auk þess sem þekking fengin úr fornleifarannsóknum er nýtt er að öðru leyti stuðst við hefðbundnar ritheimildir, sem koma einmitt til sögunnar um 1100. Fjallað er um landbúnaðarkerfið eins og það birtist í heimildum, kornrækt, heyskap, kvikfjárrækt, garðlög og seljabúskap, höfuðból og fjölskyldubúskap, afgjöld, samskipti leiguliða og landeigenda og vaxandi veldi kirkjunnar, sem eignaðist æ fleiri jarðir þegar leið á miðaldir. Þessu næst eru teknar fyrir hinar miklu breytingar sem urðu í landbúnaði á 15. og 16. öld. Mikil mannfækkun varð af völdum farsótta og leiddi það til gríðarlegs samdráttar í landbúnaðarframleiðslu, lækkun afgjalda og betri lífskjara hjá þeim sem lifðu af. Jafnframt urðu miklar breytingar á kerfinu sjálfu þegar kornrækt dróst saman og lagðist loks af. Járnframleiðsla minnkaði mikið og farið var að flytja inn nær allt járn, og seljabúskapur lagðist víða af. Sauðfjárrækt jókst á kostnað nautgriparæktar. Á 17. og 18. öld fæst æ skýrari mynd af bændasamfélaginu eftir því sem betri og betri heimildir koma til sögunnar. Ber þar hæst Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Fjallað er um mannfjölgun og útþenslu 17. aldar og áföll af völdum pesta, harðinda og eldgosa á 18. öld. Þá er rætt um e f l i n g u ríkisvaldsins á 17. og 18. öld og áhrif þess á bændasamfélagið og um verslun bænda. Í 2. bindi er fjallað um bændasamfélagið á 19. og 20. öld. Gerð er grein fyrir hinum miklu breytingum sem urðu í upphafi 19. aldar og leiddu til þess að bændasamfélagið fór að framleiða vörur fyrir heimsmarkað. Stöðugur hagvöxtur var á 19. öld sem leiddi til batnandi lífskjara og betri hags almennings. Einnig er fjallað um átök milli almennnra bænda og landeigenda, en hið nýendurreista Alþingi var frá upphafi að mestu skipað landeigendum og þjónaði hagsmunum þeirra. Þegar kemur fram um 1880 fór þéttbýli að vaxa og þar var farið að stunda umfangsmikinn landbúnað. Garðrækt og túnrækt varð snar þáttur í lífi þéttbýlisbúa. Enn sem komið var versluðu bændur í sveitum landsins aðallega við útlönd, fluttu út sauðfjárafurðir til sölu og keyptu inn ýmiss konar neysluvörur. Þetta fór svo að breytast á millistríðsárunum. Um 1930 fóru bændur að framleiða mjólk til innanlandsneyslu, og það varð smám saman einn mikilvægasti þáttur í landbúnaðinum. Sauðfjárrækt hélst mikil, og var nú aðallega framleitt fyrir innanlandsmarkð. Miklar tækniframfarir urðu í landbúnaði og hann breytti um svip, sérstaklega á árunum 1950-1970. Um 1980 lauk útþenslu og nú hófst samdráttur í landbúnaði, kvótar voru settir á landbúnaðarframleiðslu og bætur til útflutnings skornar niður. Þetta kom harðast niður á jaðarsvæðum vestan og austan til á landinu, sem voru háðust sauðfjárrækt. Framleiðni jókst mikið, sérstaklega í mjólkurframleiðslu, svínarækt og kjúklingarækt. Búum fækkaði stöðugt og þau sem eftir urðu framleiddu meira hvert fyrir sig. Í 3. bindi er fjallað um þróunina í sauðfjárrækt, nautgriparækt og hrossarækt. Áherslan er á framfarir í þessum greinum á 18., 19. og 20. öld. Fjallað er um áhrif upplýsingarinnar um 1800 í hverri grein fyrir sig, um skrif um landbúnað og vaxandi áhuga ráðamanna á framförum í landbúnaði. Ítarlega er fjallað um gríðarleg áhrif búfjársjúkóma, sem sérstaklega voru mikil í sauðfjárrækt. Æ ofan í æ bárust hingað búfjárpestir sem leiddu stundum til mikils niðurskurðar, bæði á 18., 19. og 20. öld. Á 20. öld var farið að sinna mjög skipulega tækniþróun í búfjárrækt með kynbótum, rannsóknum og fræðslu. Gerð er grein fyrir störfum búfjárræktarráðunauta og þeim miklu framförum sem urðu í kvikfjárrækt á 20. öld. Í 4. bindi er fjallað um þróunina í jarðrækt á 18.-20. öld með svipuðum hætti og í umfjöllun 3. bindis um búfjárrækt. Ítarlega er rætt um tækniþróun og framfarir í heyskap og túnrækt. Í bindinu er einnig fjallað um þróunina í garðrækt, skógrækt, fiskeldi og veiði í ám og vötnum, og um loðdýrarækt. Garðrækt var ein af þeim nýjungum sem fylgdi starfi búnaðarfrömuða 18. aldar. Farið var að rækta kartöflur, kál og rófur og jókst sú ræktun mikið á 19. öld. Á 20. öld kom fram sú nýjung að farið var að rækta grænmeti og blóm í gróðurhúsum sem hituð voru með jarðhita. Ritun Landbúnaðarsögu Ísland hófst fyrir forgöngu landbúnaðar- ráðuneytisins um 2005 og hefur verkið verið fjármagnað með styrkjum frá ráðuneyti, Alþingi og ríkisstjórn. Bændasamtökin hafa einnig lagt verkinu mikið lið og veitt því aðstöðu og aðgang að myndasafni samtakanna. Einnig hafa þau lagt fram fé, sem og ýmis önnur fyrirtæki og stofnanir í landbúnaði. Mótorvarrofar og spólurofar TRAUSTAR VÖRUR... ...sem þola álagið! Hraðabreytar Öryggisliðar Skynjarar Töfluskápar E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1 Raftæknivörur www.falkinn.is Aflrofar Iðntölvur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.