Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 Hagaskógur Hagaskógar eða beitarskógar (e-Silvopasture) er ein tegund búskapar- eða búnaðarskóga (e-agroforestry) þar sem aðferðafræðin er samtímis áhersa á beitilandsgæði og framleiðslu verðmæts trjáviðar. Ræktun og rekstur hagaskóga er aðferð þar sem vistkerfið skilar arði tiltölulega snemma með afurðum beitardýra en arður viðarvaxtar bætist við þegar fram líða stundir, – ekki á kostnað beitargildis heldur sem viðbótartekjur. Aðferðin er í sjálfu sér ævagömul en hefur orðið hornreka í sérhæfingu nútíma landbúnaðar og skógariðnaðar þar til á allra síðustu áratugum og er nú viðurkennd og víða stunduð í Evrópu og N-Ameríku. Almennt um hagaskóga Gott beitiland þarf að vera vel gróið beitarþolnum og uppskerumiklum tegundum (heilgrös). Lakara beitiland má oftast bæta með aðgerðum, t.d. með áburðargjöf eða góðri stjórn beitar. Gróður og jarðvegur í skógum fer að sjálfsögðu eftir mörgum þáttum, s.s. undirlagi, veðurfari, trjátegundum o.fl. Skógarjarðvegur er venjulega annarrar gerðar en í t.d. opnu beitilandi, hann er almennt léttari/lausari og meira af litlum vatns- og loftrýmum. Undirgróður er gjarna fjölbreyttur en tegundasamsetning ræðst helst af því ljósmagni sem trjákrónur hleypa niður á yfirborðið. Það má hugsa sér að rækta hagaskóg bæði í hefðbundnum skóglausum beitarhögum og einnig í eiginlegum skógum (náttúrulegum eða ræktuðum), en niðurstöður margra erlendra rannsókna sýna að tegundir og tegundasamsetning botngróðurs í hagaskógi verða nánast eins og á opnu beitilandi en ekki eins og í beitarfriðuðum skógum. Uppskera beitargrasa verður til muna meiri í vel heppnuðum hagaskógi, einkum vegna skjóláhrifa trjágróðurs og þeirra áhrifa sem djúpstætt rótarkerfi trjánna hefur á vatnsbúskap, hringrás næringarefna og þar með jarðvegsgerð. Hagaskógur getur því borið þyngri beit en skóglaust land og beit húsdýra gefur mikilvæg næringarefni sem gagnast gisnum skógi til betri vaxtar. Ræktun nýrra hagaskóga getur tekið langan tíma en það ræðst fyrst og fremst af ástandi jarðvegs við upphaf ræktunar. Ef fara þarf í e.k. landgræðsluaðgerðir í upphafi er lengra í að hægt sé að beita landið og þá þarf að nota aðrar trjátegundir (frumherjategundir) Undirbúningur hagaskóga er líkur undirbúningi annarrar skógræktar en hér má þó hugsa sér að leggja meiri áherslu á að bæta jarðveg með t.d. smára og lúpínu, enda mun beit fyrr en síðar stjórna því hvaða undirgróður verður ríkjandi. Til að tryggja lifun og vöxt ungskóga sem best er mælt með hefðbundinni jarðvinnslu, s.s. gisinni flekkjun, tts herfingu eða tímabundinni graseyðingu. Verðmætari tegundir gætu komið inn síðar sem önnur kynslóð eftir svo sem 20-30 ár. Á betri veðurfarssvæðum og góðum jarðvegi er strax hægt að nota tegundir sem eiga að framleiða eðalvið í framtíðinni. Skógar þola ágætlega beit dýra en líkt og annar gróður þolir hann ekki ofbeit. Grundvallaratriði í hagaskógum er því alltaf stjórn beitar. Reikna verður með algerri beitarfriðun í hátt í tvo áratugi, misjafnt eftir vali trjátegunda og beitardýra. Hönnun hagaskóga Til að byrja með þarf að átta sig á hversu stórt landsvæði þarf fyrir góðan hagaskóg en það ræðst að sjálfsögðu mest af fjölda beitardýra og tegund sem á að nýta hann. Talið er að ær með lömbum þurfi 2-3 ha til sumarbeitar í venjulegum högum en ætla mætti að talsvert minna þurfi í góðum hagaskógi (e.t.v. 1-2 ha). Nautgripir þurfa mun stærra svæði, líklega átta sinnum stærra. Almennt er ódýrara pr. flatar- einingu að taka stór svæði fyrir og spara þar með girðingarkostnað og það þarf einnig að hafa í huga að lítil svæði ná síður að mynda skógarloftslag þar sem jaðrar verða of stórt hlutfall með tilheyrandi veðurálagi og snjósöfnun af berangri. Innan hagaskóga þurfa að vera örugg vatnsból og gera verður ráð fyrir vegslóðum um svæðið bæði til almennrar umsýslu og til að skógurinn geti einnig nýst til aðhalds í skjóli langt fram á haust eða vetur þótt þurfi að fóðra skepnur. Hagaskógur getur verið bæði með gisnum trjágróðri eða stórum rjóðrum með þéttari skóglundum eða blöndu af hvoru tveggja, en nauðsynlegt er að hafa þéttari skóg í útjöðrum og áveðurs til að minnka jaðaráhrif. Hönnun hagaskóga er verulega frábrugðin hönnun hefðbundinna timburskóga og raun er réttara að tala um trjárækt en skógrækt því hér er það hvert og eitt tré sem þarf að standa fyrir sínu. Í hefðbundnum viðarskógum er horft til þess að hver eining skógarins verði sem uppskerumest og einföldust í meðhöndlun. Þetta leiðir til þess að ræktaðir eru einnar tegundar jafnaldra lundir eða teigar sem hljóta sams konar meðhöndlun. Þar er mjög horft til mikils viðarvaxtar á tiltölulega stuttri vaxtarlotu (60-80 ár) og að bolir séu beinir og gallalausir a.m.k. neðstu 3-4 metrarnir. Í hagaskógum gilda allt önnur sjónarmið og þéttleiki trjáa miðast við að til verði sem stærst skóglaus svæði. Verðmæti viðarafurða úr hagaskógum ræðst því af tegundum viðarins og stærð/sverleika trjábola en á löngum tíma má fá mjög svera trjástofna sem ekki verða til í hefðbundinni nytjaskógrækt. Þéttleiki trjáa Á berangri og þar sem veðurfar er erfitt þarf upphafsþéttleiki að vera svipaður og í annari skógrækt; 1.800- 2.500 plöntur á ha. Þessi þéttleiki er oft nauðsynlegur til að trén nái að mynda samfellt skógarloftslag sem fyrst og nái þar með góðum vexti á sem skemmstum tíma. Eftir 10-15 ár má fara að huga að því að fækka trjám eitthvað og horfa þá einkum til þess að taka burtu ræfla, velja svæði þar sem heppilegast er að hafa þétta og skjólgóða lundi og svæði sem verða með mjög gisnum skógi á úrvals beitilandi. Þegar beitardýr eru sett til haga í skóginum þurfa a.m.k. þau tré sem ætlað er að standa til langframa að vera orðin það há og þroskuð að ekki sé hætta á að beitardýr skemmi þau. Vel má hugsa sér að þetta náist á 15-20 árum en það getur þó tekið lengri tíma. Með vaxandi hæð trjánna má fækka þeim Hagaskógar eru ekki sjálfkrafa sjálbærir. Það þarf alltaf að fylgjast með beitargæðum og af og til þarf að sinna trjánum. Upphaf beitar í haga-skógum er lykilatriði. Beit í ungskógi þar sem trjákrónur ná ekki upp fyrir beit er mjög varasöm; trjágróðurinn verður sjálfur að fóðri. Dæmi um hagaskóg. Hann þarf þó að vera umtalsvert víðáttumeiri en hér er sýnt. Það þarf enn að verja stofn yngstu lauftrjánna (næst) fyrir nagi og nuddi. Það má hugsa sér að stöku skepnur verði aldrei hæfar í hagaskóga vegna þeirrar áráttu að naga allt sem tönn á festir. Nokkur atriði sem huga verður að í hagaskógi Örugg beitarstjórn, girðingar utanum og hólf innan þess (skiptibeit) Áburðargjöf á beitargróður og tré. Vatnsból, salt og steinefni, fóðrun. Niturbindandi tegundir. Vegslóðar. Rétt grisjun eða bilun, uppkvistun og klipping trjáa. Trjáfelling, úrvinnslukostir og markaður. Íslenskar rannsóknir á notkun skóga sem beitilands eru litlar, og rannsóknir og reynsla af eiginlegri hagaskógrækt er enn sem komið er lítil sem engin. Víða vestanhafs og austan hafa viðamiklar rannsóknir farið fram og ýmiss konar upplýsingar um búrekstur af þessu tagi eru aðgengilegar á veraldarvefnum. Víðitegundir Salix Birki Betula pubescens Elritegundir Alnus Lerkitegundir Larix Alaskaösp Populus trichocarpa Sembrafura Pinus cembra Birki Betula pubescens Verðmæt fyrir handverk. Smíða og eldiviður Ekki langlíft Gráölur Alnus incana Verðmætur viður, bætir jarðveg Ekki langlíft Rússalerki Larix sukaczewi Langlíft, verðmætur smíðaviður Evrópulerki Larix decidua Langlíft, verðmætur smíðaviður Reyniviður Sorbus aukuparia Verðmætur handverksviður, spónfletting Uppáhalds nag-tré Alaskaösp Populus trichocarpa Stórvaxið - auðvelt að endurnýja Ekki mjög langlíft Sembrafura Pinus cembra Langlíft, verðmætur smíðaviður Tafla 3. Aðrar tegundir Íslenskt heiti Latneskt heiti Steinbjörk Betula ermanii Vörtubirki Betula pendula Sifjalerki Larix x eurolepis Marþöll Tsuga heteophylla Skógarbeyki Fagus sylvatica Eik Quercus x Garðahlynur Acer pseudoplatanus Askur Fraxinus excelsior
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.