Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 7 „Það var að minnsta kosti lítið sofið, þannig að það hljóta að vera meðmæli með námskeiðunum,“ segir Árni Sigurlaugsson, bóndi í Villingadal, en hann var einn fjölmargra bænda sem sóttu Nautgriparæktarskóla Búgarðs í apríl. Hjónin í Villingadal, Árni og Guðrún Jónsdóttir, fengu sérstaka viðurkenningu fyrir áhuga og góða mætingu; Árni mætti alltaf en Guðrún missti einn tíma úr. Nautgriparæktarskólanum lauk formlega með athöfn á Greifanum á Akureyri og var þátttakendum boðið upp á matarmikla gúllassúpu og súkkulaðiköku sem borin var fram með vel útilátnum rjómaskammti. Góð þátttaka Sigríður Bjarnadóttir ráðunautur hafði umsjón með Nautgriparæktar- skólanum og segir hún að skólinn hafi verið þannig settur upp að hvert bú hafi verið skráð til leiks og síðan hafi fólk getað mætt eftir því sem hentaði og áhugi var fyrir hverju sinni, þannig að 1 til 3 komu frá hverju búi í hvert sinn. Um var að ræða ræða röð námskeiða sem sett voru upp í 8 skipti og náðu yfir eitt ár. Efnistökin eru að sögn Sigríðar afmörkuð í hvert skipti og snúa beint að því sem bændurnir fást við í sínu daglega starfi. Þá var fléttað inn í umfjöllun hverju sinni með hvaða hætti bændurnir geti nýtt sér þær upplýsingar sem fyrir liggja um bú sitt – og þeir eru að skila/skrá hvort sem er – til að meta stöðu sína. Alls eru tæplega 160 kúabú í rekstri á Búgarðssvæðinu, þ.e. í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu, og tóku fulltrúar frá rúmlega fjórðungi þeirra þátt í Nautgriparæktarskólanum. Áhugavert og gagnlegt námskeið „Þetta átti alveg fullan rétt á sér, mér þótti þetta áhugavert,“ segir Árni í Villingadal. Mörg og fróðleg erindi voru flutt í skólanum og telur hann að þau muni gagnast honum vel til framtíðar litið, „en það á auðvitað eftir að koma í ljós hvort maður fari eftir öllu sem þarna kom fram“. Hann segir að farið hafi verið yfir allt sviðið, öll helstu atriði er varða umönnun og umhirðu nautgripa og hvaða gögn nýtist til að leggja mat á stöðu hvers bús fyrir sig. Meðal þess sem farið var yfir var beit og fóðuröflun mjólkurkúa, fóðrun á mjaltarskeiði, uppeldi nautgripa og kynbætur svo eitthvað sé nefnt. Hagstæðar vindáttir í vetur „Við teljum okkur hafa grætt vel á því að sækja þennan skóla og hann á fyllilega rétt á sér,“ segir Árni, en í Villingadal eru 20 kýr í fjósi og um 150 kindur. Snjólétt hefur verið svo framarlega í Eyjafirði í vetur en Árni segir vindáttir hafa verið bændum þar hagstæðar, norðanáttin nái ekki með góðu móti að gera usla svo framarlega. „Við höfum verið mjög heppin, það liggur við að maður skammist sín þegar fréttir berast af baráttu annarra bænda við óhagstæð náttúruöfl. Við erum líka þokkalega birg af heyi, ég held að það muni sleppa til hjá flestum hér á svæðinu í kringum okkur,“ segir Árni. /MÞÞ ður en fram verður haldið með kveðskapinn frá Aratungu sem birtist í síðasta þætti neyðist ég til að koma að örlitlu erindi. Þannig er að í síðasta Bændablaði birtist hvassyrt ádeilugrein eftir Indriða Aðalsteinsson á Skjaldfönn. Indriði leggst þar með lúalegum hætti á framsóknarmenn. Viðbrögð urðu enda mikil og gleðigrunn við skrifum Aðalsteins, og höfðu sumir er í hann hringdu uppi áform um málsóknir, ellegar í það minnsta afsökunarbeiðni ellegar bragarbót af hálfu Aðalsteins. Nú er það ekki algengt að Aðalsteinn á Skjaldfönn sýni iðrun, svona almennt séð, en hefur hann þó haft samband við þáttarstjórnanda og óskað þess að koma á framfæri friðar- og „leiðréttingarlimru“ og friðmælast þannig við framsóknarmenn: Mér býður við röfli og relli og rita því limru í hvelli: Það er Framsókn að þakka á Lagarfljótsbakka að ormurinn dó ekki úr elli. En nú verður framhaldið kveð- skap frá Aratungu þar sem Vinir Tungnarétta stóðu fyrir kveðskaparkvöldi þann 8. mars sl. Nú birtist úr framlagi þeirra Sigurjóns frá Skollagróf og Þórðar Pálssonar á Blönduósi. Sigurjón fór mikinn og afgreiddi norðanmenn svona almennt og afdráttarlaust: Dável geta þeir dottið í‘ða, að drífa sig heim er mesta bras. Norðanmenn þeir roggnir ríða þó reiðskjótinn sé að bíta gras. Sigurjóni þótti Húnvetningar helst til drjúgir yfir veðurfari norður þar: Norðanmenn um það hafa hátt, halda að þeir séu með fullu viti; þó ofaní byggð sé orðið grátt, er alltaf tuttugu stiga hiti. Gorgeirinn í Húnvetningum gekk alveg fram af Sigurjóni: Umgengst ég þá allra síst, -yrkja vísur grófar. Flestir þeirra frændur víst og frægir sauðaþjófar. Hér vitleysingar verma bekki, vita ekki muninn á stefni og skut, því Húnvetningar hafa ekki hundsvit á nokkrum sköpuðum hlut. Mikið var ort um hreinleika mat- væla þetta kvöld. Sigurjón ætlar sér að fara varlega mjög í fæðuvali framvegis: Nú vandlega er vegið og metið hvort verði þess núna getið, að komið nú sé af kínversku fé Hólsfjallahangiketið. Kemur nú að þætti Þórðar Pálssonar, sem gerðist nú gramur mjög og orti til Sigurjóns: Hefur þér tekist hér um bil hegðunina að fela. Þig hefur lengi langað til að ljúga, svíkja og stela. Og Magnús Halldórsson fékk líka sitt: Ég vildi geta valið mér vini jafnt sem frændur. Slæmt er að vera venslaður þér og verða æru rændur. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM Á Nautgriparæktarskóla Búgarðs formlega slitið: Efnistökin snúa beint að því sem bændur fást við í starfi sínu Nautgriparæktarskóla Búgarðs lauk formlega með athöfn á Greifanum á Akureyri í lok apríl en m.a. voru afhentar viðurkenningar fyrir góða mætingu. Á myndinni eru, frá vinstri: Steinþór Heiðarsson Ytri-Tungu, Árni Sigurlaugsson Villingadal, Laufey Skúladóttir Stóru-Tjörnum, Elín M. Stefánsdóttir Fellshlíð og Sigurður Viðarsson, sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd systur sinnar, Söru Hrannar Viðarsdóttur. Að auki voru þrír aðrir með fulla mætingu en viðurkenningu fyrir áhuga og góða mætingu. Árni mætti alltaf en Guðrún missti einn tíma úr. frá rúmlega fjórðungi þeirra þátt í Nautgriparæktarskólanum. Sigríður, umsjónarmaður skólans, á spjalli við nemendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.