Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 Ítala í Almenninga Félagar mínir þeir Guðni Þorvaldsson og Ólafur R. Dýrmundsson í ítölunefnd þeirri sem skipuð var í byrjun september á sl. ári til að ákveða ítölu fyrir Almenninga sendu frá sér grein í síðasta Bændablaði þann 24. apríl. Þar eru endurteknar nokkrar af þeim rangfærslum sem þeir birtu í áliti meirihluta ítölunefndar fyrir Almenninga í mars sl. og ég sá mér ekki fært að taka undir og skilaði því séráliti. Á meðan á þessum ítöluferli stendur, hefur undirritaður forðast að taka þátt í umræðu í fjölmiðlum um þetta mál. Sú umfjöllun sem verið hefur í fjölmiðlum hefur því miður ekki alltaf varpað ljósi á um hvað málið snýst í raun. Má þar t.d. benda á hugleiðingar um beit í skóglendi sem á lítið skylt við þær auðnir sem eru ríkjandi á Almenningum. Umræðan um hugsanlega beit á Almenningum er til þess fallin að kasta rýrð á bænd- ur almennt og ímynd þeirra sem er miður, því þeir eru vitaskuld flestir einarðir vörslumenn landsins og vilja síst skaða landið með nýtingu sinni. Almenningar Fyrir lesendur Bændablaðsins vil ég upplýsa að Almenningar er lítill afréttur samanborið við flesta afrétti landsins og illa gróinn með tals- verðu jarðvegsrofi. Ýmsar bújarðir á landinu eru stærri en Almenningar. Í vinnu ítölunefndarinnar greindi okkur m.a. á um flatarmál gróinna svæða afréttarins. Úttektir og rann- sóknir sem gerðar hafa verið á gróðurfari Almenninga benda til að þar sé afar lítil þekja háplantna og þar með beitargróðurs. Vissulega má víða finna mosavaxin svæði en Landbúnaðarháskóli Íslands, LbhÍ, telur að með þeim sé í besta falli um 13% Almenninga sem geti talist grónir. Verulega skortir á að gróður- svæðin séu samfelld og sauðfé mun leita á auðnirnar þar sem nýgræð- ingur er að vaxa. Undirritaður telur niðurstöður LbhÍ eins réttar og hægt er að komast að með nútíma tækni og þær eru studdar af mati sérfræð- ings Landgræðslu ríkisins byggt á gervitunglagögnum. Þau gögn eru bæði frá því fyrir og eftir gos í Eyjafjallajökli. Bent er á þetta vegna þess að í áliti meirihluta ítölunefndar er reynt að sýna fram á mun meiri gróður en bestu gögn benda til að sé á Almenningum. Fyrri ítölur Hér á landi hafa verið í gildi ákvæði um ítölu í árhundruð. Í landleigubálki Jónsbókar var gert ráð fyrir ítölu í afréttarlönd. Sérstök lög um ítölu voru sett árið 1943 og svo aftur árið 1959. Ákvæði um ítölu voru tekin upp í lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. árið 1969 og svo aftur í samnefndum, endurútgefnum, lögum frá 1986. Á undanförum 40 árum hafa verið gerðar a.m.k. 15 ítölur, þar af 14 fyrir afrétti og átti undirritaður sæti í þeim öllum. Auk þess var ein ítala í heimaland sem engum árangri skilaði. Undirritaður var ávallt í minnihluta í þessum nefndum og ítölurnar ávallt mjög rúmar, enda varð árangur m.t.t. gróðurverndar nánast enginn. Meginástæða þess hörmulega árangurs er sú að skv. 22. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986 skyldu ítölunefndir byggja mat sitt á beitarþolsrannsóknum. Þær upplýsingar sem þá lágu fyrir um beitarþol voru unnar á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, RALA, undir forystu Ingva Þorsteinssonar. Þær rannsóknir voru gagnmerkar en barn síns tíma. Þær áttu það t.d. sameiginlegt að niðurstöður þeirra gerðu oftast ráð fyrir beit fyrir mun fleira sauðfé en þá gekk á viðkomandi afréttum, sem þó voru þegar farnir að láta á sjá vegna beitarálags. Vegna þessara niðurstaðna beitarþolsrannsókna var tilgangslaust að krefjast yfirítölumats og þar með var Landgræðslunni fyrirmunað að gegna lagaskyldu sinni gagnvart gróðurvernd með þessum hætti. Það var m.a. þess vegna sem Landgræðslan lagði ríka áherslu á að niðurstöður beitarþolsrannsókna RALA yrðu allar afturkallaðar og var það að endingu gert af RALA í samráði við landbúnaðarráðuneytið, eftir að sérfræðingar þeirrar stofnunar höfðu skoðað málið. Það er ótrúleg staða að meirihluti ítölunefndar fyrir Almenninga skuli nota a.m.k. 40 ára gömul gróðurfarsgögn og afskrifaða aðferðarfræði til að rökstyðja sína niðurstöðu. Aðdragandi ítölunnar á Almenningum Það var mikið framfaraspor í gróðurvernd hér á landi þegar samningar voru gerðir árið 1990 við hlutaðeigandi sveitarstjórnir um tímabundna friðun afréttanna Emstra, Almenninga, Merkurtungna, Stakkholts og Steinsholts. Í deilunum um þjóðlendurnar sögðu heimamenn þeim upp og haustið 2009 tilkynntu beitarrétthafar Almenninga að þeir hygðust hefja á ný upprekstur á Almenninga. Í kjölfarið hófust viðræður um nýtt samkomulag um tímabundna friðun. Af hálfu gróðurverndar aðila voru það Landgræðsla ríkisins, umhverfisráðuneytið, forsætis- ráðuneytið, Skógrækt ríkisins og sveitarstjórn Rangárþings eystra sem komu að þeim viðræðum. Engir samningar náðust en aðilar urðu þó sammála um að óska eftir því að LbhÍ gerði beitarþolsmat fyrir afréttinn skv. gildandi lögum. Í framhaldi af því samþykkti sveitarstjórn Rangárþings eystra snemma sumars 2012 að leyfa upprekstur í samræmi við ítölu þegar hún lægi fyrir. Ákveðnir bændur kusu á hinn bóginn að hafa þessa ákvörðun sveitarstjórnar að engu og ráku fé á afréttinn þrátt fyrir að engin ítala lægi þá fyrir. Framkvæmd ítölunnar Að mati undirritaðs er ljóst að fyrrnefnd 22. gr. laga um afréttar- málefni, fjallskil o.fl. leggur þær skyldur á herðar ítölu nefndarinnar að byggja úrskurð sinn á beitarþols- rannsóknum, en jafnframt skal taka tillit til aðstæðna hverju sinni. Niðurstöður beitarþolsrannsóknar samkvæmt greininni eru ekki bindandi fyrir ítölunefndina en færa þarf fyrir því gild rök að fara ekki eftir þeim, en það gerði meirihluti ítölunefndar ekki. Í nefndri 22. gr. segir í 1 mgr.: Ítala skal svo ákvörðuð, að full- skipað sé í landið en ekki ofskipað miðað við beitarþol. Byggja skal á beitarþolsrannsóknum svo sem við verður komið, jafnframt skal tekið tillit til aðstæðna hverju sinni. LbhÍ annaðist rannsóknir á beitar- þoli Almenninga eins og gert er ráð fyrir í 40. grein laga um landgræðslu nr. 17/1965, en þar segir: LbhÍ ber að annast rannsóknir á beitarþoli og orsökum gróðureyðing- ar, og skal fela henni að framkvæma þær rannsóknir sem um getur í 7.,22. og 23. gr. þessara laga. Það er rangt sem gefið er í skyn í fyrrnefndri grein í Bændablaðinu að Landgræðslan hafi pantað þessa skýrslu um beitarþol Almenninga, hún var gerð á grundvelli beiðnar sem á sér skýra lagastoð. LbhÍ skilaði niðurstöðum beitar- þolsúttektar þann 20. desember 2011 með ítarlegri skýrslu Almenningar - ástand jarðvegs og gróðurs. Í þess- ari skýrslu kemur m.a. fram í loka- orðum: „Gróðurhula á Almenningum er takmörkuð og teljast aðeins tæp 13% afréttarins grónir þegar búið er að taka uppgrædd svæði með. Óstöðugar auðnir eru ráðandi á svæðinu, m.a. moldir og sandsvæði. Það er grundvallaratriði að auðnir ættu að njóta beitarfriðunar. Að auki er framleiðslugeta gróðursins takmörkuð þar sem stór hluti gróna landsins eru mosaþembur.“ Hér skal bent á að 13% vísa hér til alls gróins lands, af þessu telst vel gróið land einungis 2,3% af flatarmáli afréttarins. Niðurstaða skýrslu LbhÍ er líka mjög afdráttar- laus: „Takmörkuð gróðurhula og útbreiðsla rofs er einnig langt utan þessara marka sem skilgreina land sem beitarhæft og því geta Almenningar ekki talist beitarhæfir samkvæmt þessum viðmiðum. Það ástand er óháð nýfallinni gjósku sem síðan gerir ástand Almenninga ennþá verra.“ Aðrar beitarþolsrannsóknir á Almenningum hafa ekki verið gerðar af til þess bærum aðilum. Samnefndarmönnum mínum verður tíðrætt um að undirritaður hafi einblínt á þessa einu skýrslu. Þar líta þeir framhjá þeirri staðreynd að hún var gerð samkvæmt gildandi lögum sem fara ber eftir í málum sem þess- um. Verra þykir mér hvernig meiri- hluti nefndarinnar kaus að hundsa þetta beitarþolsmat og gera lítið úr því í úrskurði sínum. Nær hefði verið að viðurkenna að beitarþolsmat LbhÍ var unnið nákvæmlega í samræmi við hlutaðeigandi lög og að það plagg ætti m.a. að leggja til grundvallar við úrskurð ítölu fyrir afréttinn. Almenningar eru á eldfjallasvæði og þar gegnir öflugur, hávaxinn gróður mikilvægu hlutverki við bindingu ösku og hindrun sandfoks. Ekki þarf að minna á að Almenningar eru nær umluktir sumum af helstu eldfjöllum landsins, Eyjafjallajökli, Kötlu, Heklu og Tindfjallajökli. Skv. fyrrnefndri 22. gr. laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. skal taka sérstakt tillit til aðstæðna hverju sinni. Nálægð afréttarins við þessar eldstöðvar skapar sérstakar aðstæður sem ítölunefndinni bar að taka tillit til, en meirihlutinn gerði ekki. Eðlilega vakti úrskurður meirihluta ítölunefndar reiði og vanþóknun þeirra sem unna gróðri og náttúru landsins. Svo fór að sjö aðilar kröfðust yfirítölumats þ.á m. Landgræðslan, og hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra nú skipað yfirítölunefnd, en það í fyrsta sinn sem það hefur verið gert. Lesendur Bændablaðsins eru hvattir til að kynna sér kröfu Landgræðslu ríkisins á vefsíðunni, www.land.is. Þarf öflugan gróður vegna eldgosavár Félagar mínir í ítölunefndinni ljúka umfjöllun sinni í Bændablaðinu á því að gefa í skyn að bændur með upprekstrarrétt hafi unnið einir að uppgræðslu á svæðinu í 20 ár. Hið rétta er að Landgræðslan hefur nýtt fjármuni skattborgarana til að freista þess að endurheimta gróður og jarðveg á Almenningum með hléum frá 1973, m.a. vegna þess hve brýnt er að hafa þarna öflugan gróður vegna eldfjallavár. Bændur hafa vissulega unnið gott starf á sl. 20 árum við framkvæmd upp- græðslunnar og oftast fengið greitt fyrir það. Landgræðslan er reiðubúin til að halda því samstarfi áfram. Það er hins vegar ekki furða þó margir borgarar landsins séu ósáttir við það að nota eigi opinbera fjármuni til uppgræðslu þarna svo unnt verði að fjölga beitarfé á svæðinu á komandi árum, eins og álit meirihluta ítölu- nefndar gerir ráð fyrir, án þess að svæðið þoli þá beit. Bændur eru í flestum tilvikum ræktunarmenn og vilja nýta landið í samræmi við landgæði þess. Undirritaður hefur átt farsælt samstarf við bændur um uppgræðslu lands og gróðurvernd um hálfrar aldar skeið og trúir því ekki að nokkur bóndi sem ann landinu sínu fari með sauðfé á Almenninga fyrr en afrétturinn hefur batnað svo að þar geti landnýting orðið með sjálfbærum hætti. Það mun taka allnokkurn tíma. Sveinn Runólfsson. Fremst á myndinni er nýgræðingur af birki á Þórsmörk sem óx upp þegar Almenningar voru tímabundið friðaðir fyrir sauðfjárbeit árið 1990. Kápa á Almenningum er handan við gilið, en þar er ennþá mikið jarðvegsrof þó allmikið Myndir / Hreinn Óskarsson Mikið jarðvegsrof og gróðureyðing hefur geisað á Almenningum um langt skeið. Þessa mynd tók Hreinn Óskarsson 2012. Gróðureyðing á Almenningum. Einn augljósasti ágalli beitarþolsútreikning-anna var að þeir tóku afar lítið tillit til breytileika lands yfir beitartímann og jafn- framt til síbreytilegra fóður- þarfa fjárins. Þá var horft framhjá þáttum sem snúa beint að jarðvegi og ástandi hans og áhrifum kaldra ára og mikils beitarálags á gróður. Þessir þættir gera langtímamat á beitarþoli lands í raun útilokað, alveg sérstaklega á illa förnu landi eins og Almenningunum. Erlendis hefur almennt verið horfið frá því að reikna beitarþol fyrir úthaga sem grunn að beitarnýtingu lands. Þess í stað er viðhaft reglulegt eftirlit með beitilöndum þar sem notuð eru fyrir fram ákveðin viðmið og gripið inn í ef lönd uppfylla þau ekki. Hér er rétt að undirstrika að þau beitilönd sem oftast er verið að vísa til erlendis þegar dæmi eru tekin til samanburðar við íslenska úthaga, eru algróin og í margfalt betra ástandi en land á eldfjallasvæðunum, eins og t.d. Almenningar. Aðferðir sem byggja á símati á ástandi beitilanda verður að þróa út frá þekkingu okkar á íslenskum vistkerfum og áhrifum beitar á þau. Hér er mikilvægt að staldra við og gefa því gaum að íslenskur úthagi, þ.m.t. afréttarland, þarf að geta veitt fjölþættari vistkerfaþjónustu en að vera einungis beitiland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.