Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 allt að 10 til 12 starfsmenn,“ segir Sveinn A. Sæland. Auk blómaræktar Espiflatar eru starfandi nokkrar aðrar gróðararstöðvar í Reykholti og hver um sig með mismundandi ræktun. Þarna er nú að verða til öflugasta garðyrkjusvæði landsins þar sem m.a. margvísleg berjarækt fer ört vaxandi. Framleiða mikið af blómvöndum Sveinn segir að í stöðinni í Espiflöt séu nú ræktaðar um 13 tegundir blóma í margvíslegum litum og afbrigðum. „Við sérhæfum okkur eiginlega í að vera í öllu sem viðkemur blómum og við framleiðum m.a. mikið af tilbúnum vöndum sem gengið er frá hér á staðnum.“ Sonurinn Axel segir að blómin frá þeim fari víða. „Það eru m.a. blómavendir frá okkur í stórmörkuðum og á bensínstöðvum og blómabúðir eins og Blómaval er einn af okkar stærstu kúnnum. Þeir feðgar eru sammála um að með því að setja saman blómavendina á staðnum náist talsverður virðisauki. „Okkur finnst þetta henta okkar umhverfi vel og við getum nýtt mannskapinn mun betur en ella og þurftum ekki að setja upp starfsemi á höfuðborgarsvæðinu til að gera það sama. Fyrir vikið getum við boðið upp á mun ódýrari vöru á markaðnum. Þá er þetta hagstætt fyrir byggðarlagið þar sem þetta skapar aukna atvinnu en hér starfa um 12 manns og allt mjög traust og gott vinnuafl,“ segir Sveinn. „Með þessu móti er líka auðveldara fyrir okkur að bregðast hratt við að sinna séróskum viðskiptavina.“ Lífrænar varnir í stað varnareiturefna Einn vandinn við ræktun matjurta og blóma er að það eru fleiri en mannfólkið sem sýna þessum jurtum áhuga. Margvísleg sníkjudýr flugur og bjöllur sækja í hinar ýmsu tegundir og geta oft valdið miklum skaða. Lengi vel þótti þægilegast og öruggast að bregðast við ásókn skordýra með lyfjum og ýmsum eitruðum varnarefnum. Á síðari árum hafa viðhorfin gagnvart slíkri efnanotkun verið að breytast mjög hratt enda aukinn vitund um skaðsemi þeirra á heilsu manna. „Síðustu tólf árin höfum við eingöngu notað hér lífrænar varnir í ákveðnum tegundum og höfum verið að þróa okkur í þá átt eins og grænmetisframleiðendur hafa gert, en þar eru nú nær eingöngu notast við lífrænar varnir. Þetta er mjög spennandi og skapar auðvitað heilbrigðara umhverfi fyrir okkur að vinna í og eins heilnæmari vöru fyrir neytendur. Þetta hefur verið ör þróun síðustu tuttugu til þrjátíu árin og staðan hefur gjörbreyst á síðustu tíu til fimmtán árum,“ segir Sveinn, „Þá eru stöðugt að koma inn nýjar tegundir nytjaskordýra sem nýta má til varnar. Fyrir utan almenna tækniþróun sem valdið hefur byltingu í rekstrinum á síðustu árum er þetta sú þróun sem skemmtilegast er að fást við.“ Hafa flugur, bjöllur og maura í sinni þjónustu Axel tekur undir þetta og segir að nú séu ræktunarhúsin að mestu hrein þó aðskotadýrum sem herji á plönturnar verði aldrei útrýmt. „Þetta byggist á að finna jafnvægi í lífríkinu í húsunum og þannig að tegundirnar haldi hver annarri í skefjum. Við flytjum inn tvær tegundir af flugum, bjöllur og maura til að sinna þessu hlutverki,“ segir Axel. „Hlutverk þeirra er mismunandi. Önnur flugutegundin á t.d. að herja á lúsina, en hin á hvíta flugu sem er svolítið slæm í gróðurhúsum í dag og erfiðast að ráða við. Maurunum og bjöllunum er líka beint gegn þessari hvítu flugu. Allt verður þetta þó að vera í ákveðnu jafnvægi. Þetta er enn sem komið er kostnaðarsamara en úðun, en maður vonast til að ná betri tökum á þessu með árunum.“ Sveinn segir að notkun lífrænna varna sé mikið þolinmæðisverk. Sjálfur hafi hann í gegnum tíðina ekki getað státað af mikilli þolinmæði gagnvart lífrænum vörnum gegn aðskotadýrum og þótt einfaldara að sprauta yfir plönturnar lyfjum og öðrum varnarefnum. „Ég var kannski svolítið fastur í því umhverfi en nýjar áherslur koma með nýju fólki.“ Ísland hagstætt hvað varðar hreinleika Þeir feðgar segja umhverfið á Íslandi mjög hagstætt til að beita náttúrulegum vörnum. Stóran hluta ársins sé umhverfið í kringum gróðararstöðvarnar laust við pestir vegna kuldans sem hér ríkir. Það sé þá helst yfir hásumarið sem eitthvað af meindýrunum geti lifað utan dyra og geti þá líka sótt inn í gróðurhúsin. Þetta sé mjög ólíkt aðstæðum í heitari löndum eins og í Hollandi þar sem slíkt er viðvarandi vandamál allt árið um kring. Vegna þess þarf að sér meðhöndla alla græðlinga sem seldir eru til gróðrastöðva á Íslandi með efnafræðilegri sótthreinsun til að losa þá við allt smit. Þegar græðlingunum er síðan komið af stað í ræktun hér heima tekur fjórar til sex vikur áður en hægt er að mynda það lífræna jafnvægi sem æskilegt er í jarðvegi plantnanna. Sveinn segir að mjög strangt sé tekið á því að útflytjendur t.d. í Hollandi skili frá sér hreinum plöntum til Íslands. Ef menn reyni að fara í kringum þær reglur eigi menn á hættu að missa útflutningsleyfi. Raforkukostnaður stór rekstarliður Gróðurhúsaræktun tekur til sín mikla orku og þá aðallega varaðandi lýsingu í húsunum. Sveinn segir að Garðyrkjustöðin Espiflöt sé alls ekki stærst hvað raforkukaup til lýsingar varðar. „Við erum þó að kaupa á þessu ári hátt í fjórar milljónir kílówattstunda. Í okkar reikningum er þetta um 15 til 20% af rekstarkostnaði. Okkar nágrannar, sem eru mjög stórir í ræktun á gúrkum og tómötum, eru með þetta hlutfall talsvert hærra enda nýta þau lýsingu mun stærri hluta ársins en við. Raforkukostnaður er því veru- legur þegar meðal kílówattstund kostar tæpar 6 krónur. Við berum þó þá von í brjósti að það komi hér til valda fólk sem hafi meiri skilning á því að garðyrkjan sem heild fái að njóta magnkaupa á raforku. Þessi grein er að kaupa ríflegaum 70 millj- ónir kílówattstunda á ári og á bak við þessi kaup eru innan við 30 framleið- endur á mjög afmörkuðum svæðum. Okkur þykir því hart að fá ekki að njóta stærðaráhrifanna betur en í dag. Sem dæmi þá er erum við hér með eina garðyrkjustöð hér í Reykholti sem er að nota álíka mikla raforku og öll heimili á Árborgarsvæðinu,“ segir Sveinn. Til að mæta kostnaði vegna raforkudreifingar hafa garðyrkju- bændur fengið verkfræðistofu til að skoða arðsemi af uppsetningu eigin á dreifingarkerfi garðyrkjunnar á svæðinu í kringum Laugarás, Flúðir og Reykholt. Niðurstaðan er sú að slík veita myndi borga sig upp á fimm til sjö árum þannig að augljóst er að RARIK myndi missa þar drjúgan spón úr aski sínum. /HKr. Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri www.jotunn.is 5450 - 107 hö *Verð miðast við gengi 153 EUR Staðalbúnaður Massey Ferguson 5450 4x4 - með ámoksturstækjum Verð: 8.680.000,- kr. + vsk.* Hafið samband við sölumenn okkar til að fá nánari upplýsingar! Sparneytnar 4ra strokka Perkings dieselvélar. Hitari á mótor. Vökvavendigír með stillanlegu átaki og útslætti á keyrslu. Dyna-4 gírkassi 16F/16R (hægt er að skipta vökvaþrepum bæði í gírhandfangi og með vendigírnum). 2 tvívirkar vökvaspólur / vagnbremsuventill. 4 aflúrtakshraðar (hraðabreytir í ökumannshúsi). Opnir beislisendar / lyftudráttarkrókur. Loftpúðasæti / farþegasæti. Fullkominn vinnuljósabúnaður. Rafstýrt beisli. Verkfærakassi. Flotmikil framdekk 440/56R24 og 540/65R34 að aftan. Niðursveigð vélarhlíf (lágnefja). Vökvadæla 100 l. 130 l olíutankur. Lyftigeta á beislisendum 5000 kg. Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404 2610 Sveinn býður gesti velkomna. Mynd / Ívar Snæland Svavar Sveinsson, Þorsteinn Þórarinsson, Helgi Jakobsson og Hildur Sigurðardóttir. Mynd / Ívar Snæland Kokkurinn, Jón K.B. Sigfússon, með súpuna góðu. Mynd / Ívar Snæland Feðgarnir Sveinn og Axel Sæland í nýjasta gróðurhúsinu. Þar er vítt til veggja og mun hærra til lofts en í eldri húsunum og því auðveldara að halda uppi Myndir /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.