Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 201312 Í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar hefur Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum ákveðið að flytja veglegar eftirlíkingar af sex handritum sem þar eru geymd á þá staði á landinu þar sem þau voru upphaflega fengin. Hafa verið útbúnir sérstakir sýningarstandar undir þessar eftirlíkingar handritanna í verkefni sem kallað er „Handritin alla leið heim“. Árni Magnússon (1663-1730) var fornfræðingur og ötulasti safnari íslenskra handrita. Hann safnaði öllum þeim handritum og skjölum sem hann komst yfir. Flutti Árni safn sitt til Kaupmannahafnar en hluti þess glataðist í eldi þar í borg 1728. Árni ánafnaði Hafnarháskóla safn sitt og við hann eru kenndar Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Arnamagnæanske Kommission í Kaupmannahöfn. Í safni hans eru um 3.000 handrit og tæplega 14.000 skjöl. Safnið var tekið upp á varðveisluskrá UNESCO — Minni heimsins (Memory of the World Register) árið 2009. Íslendingar töldu handritin íslenska þjóðardýrgripi og beittu sér fyrir að fá þau aftur heim til Íslands. Danir tóku því fjarri í fyrstu en samningar um skil handritanna tókust milli landanna árið 1961. Afhending handritanna hófst með því að freigáta úr danska flotanum sigldi til Íslands 1971 með tvær höfuðgersemar íslenskra handrita; Flateyjarbók og Konungsbók Snorra- Eddu. Þau eru nú varðveitt á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands ásamt öðrum íslenskum handritum sem flutt hafa verið heim frá Danmörku. Þrátt fyrir þetta var þó ekki gengið endanlega frá samningnum um skiptingu handritanna fyrr en 1986. Samið var um að tveir þriðju hlutar handritasafnsins skyldu fluttir heim til Íslands en einn þriðji yrði eftir í Árnasafni í Kaupmannahöfn. Á Íslandi eru handritin nú varðveitt í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Þó að byrjað væri að flytja handritin heim í apríl 1971 voru síðustu handritin ekki afhent fyrr en við formlega athöfn í Háskóla Íslands þann 20. júní 1997. Söfnin tvö á Íslandi og í Danmörku deila útnefningu handritasafnsins á varðveisluskrá UNESCO yfir andleg minni veraldar, Memory of the World Register. Handritin upprunnin víða af landinu Sýningunum sex sem nú er verið að setja upp er ætlað að vekja athygli á þeim mikilvæga og fjölbreytta menningararfi sem handritin geyma. Um leið eiga þær að minna á þá staðreynd að Árni Magnússon fékk handrit hvaðanæva að af landinu. Handrit voru skrifuð og lesin um allt land og segja má að hvert hérað geti státað af dýrgrip í Árnasafni. Eftirgerðum handrita verður komið fyrir á sex stöðum á landinu, á eða nálægt þeim stöðum þaðan sem Árni Magnússon fékk þau. Jafnframt hefur hverju handriti verið fengin fóstra, þjóðþekktur einstaklingur sem lætur sér annt um handritið, heimsækir það á Árnastofnun og kynnist efni þess, útliti og sögu með hjálp handritafræðings. Það kemur svo í hlut svokallaðrar fóstru að fara með eftirgerð handrits heim í hérað og opna sýninguna sem því er helguð. Staðarhólsbók rímna sýnd í Saurbæ, á Skarðsströnd og að Laugum Kjartan Sveinsson tónlistarmaður fóstrar eftirgerð af Staðarhólsbók rímna, sem er skinnbók frá fyrri hluta 16. aldar. Opnaði Kjartan sýninguna ásamt Steindóri Andersen að Tjarnarlundi í Saurbæ, sunnudaginn 28. apríl sl. Sýningin er haldin í samvinnu við Byggðasafn Dalamanna og Nýpurhyrnu ehf. að Nýp á Skarðsströnd og styrkt af Menningarráði Vesturlands. Frá byrjun júní verður sýningin að Laugum í Sælingsdal. Fræðari er Rósa Þorsteinsdóttir. Skáldskaparfræði til Eyrarbakka Charlotte Bøving leikari fóstrar eftir- gerð handritsins Ská ldskapar f ræði , sem er skinnbók frá um 1300. Opnar hún sýningu í Húsinu á Eyrarbakka föstudaginn 10. maí kl. 18. Sýningin er haldin í samvinnu við Byggðasafn Árnesinga og styrkt af Menningarráði Suðurlands. Fræðari er Gísli Sigurðsson. Physiologus fer á Dalvík Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur fóstrar eftirgerð handritsins Physio- l o g u s á s a m t Hugleiki Dagssyni myndasöguhöfundi. Physiologus eru blöð úr skinnbók frá því um 1200. Verður opnuð sýning á handritunum í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík sunnudaginn 12. maí. Sýningin er haldin í samvinnu við Menningarhúsið Berg og styrkt af Menningarráði Eyþings. Fræðari er Svanhildur Óskarsdóttir. Margrétar saga fer á Skriðuklaustur Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fóstrar eftirgerð handrits Margrétar sögu, sem er skinnbók frá um 1500. Opnar hún sýningu á eftirgerð handritsins á Skriðuklaustri í Fljótsdal laugardaginn 18. maí. Sýningin er haldin í samvinnu við Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri og styrkt af Menningarráði Austurlands. Fræðari er Guðvarður Már Gunnlaugsson. Flateyjarbók fer að Þingeyrum Steinunn Sigurðardóttir fata- hönnuður fóstrar eftirgerð handrits Flateyjarbókar, sem er skinnbók frá lokum 14. aldar. Opnar hún sýningu á því á Þingeyrum í Húnavatnssýslu föstudaginn 31. maí. Sýningin er haldin í samvinnu við Þingeyrakirkju og Ingimund Sigfússon og styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra. Fræðari er Guðrún Nordal. Kvæðabók úr Vigur Bragi Valdimar Skúlason textasmiður fóstrar eftirgerð handritsins Kvæðabók úr Vigur, sem er pappírshandrit frá 17. öld. Opnar hann sýningu á því í Vigur í Ísafjarðardjúpi í júní. Sýningin er haldin í samvinnu við heimamenn í Vigur og Byggðasafn Vestfjarða og styrkt af Menningarráði Vestfjarða. Fræðari er Margrét Eggertsdóttir. Fréttir Á Íslandi ríkir fulltrúalýðræði að mestu. Það birtist okkur meðal annars við þingkosningar þegar lýðurinn streymir á kjörstað og kýs sér fulltrúa til að fara með völd. Vegna þess að hér ríkir fulltrúalýðræði er mikilvægt að þingið endurspegli þjóðina, þá hópa sem þjóðin er samsett úr. Tilfellið er nefnilega að þó að þingmenn sem ekki tilheyra sérstökum hópi eða stétt, segjum sjómanna, séu hópnum velviljaðir skortir þá reynsluna sem felst í því að tilheyra umræddum hópi og geta því verið blindir á ýmsa hagsmuni hópsins. Þess vegna er fagnaðarefni að þingmenn hafi sem fjölbreyttastan bakgrunn en að sama skapi áhyggjuefni ef hópar eða stéttir eiga sér ekki fulltrúa á þingi. Á Alþingi Íslendinga sitja 63 þingmenn. Það er því borin von að allir hópar samfélagsins eigi á hverjum tíma fulltrúa úr sínum röðum. Ekki hefur undirritaður áhyggjur af því að hagsmunir kennara eða skólastjórnenda verði fyrir borð bornir enda setjast fjórir kennarar á Alþingi þegar nýtt þing kemur saman. Fjölmiðlafólk hefur heldur ekki þurft að hafa áhyggjur af því að sjónarmið þess næði ekki inn í þingsali enda ótölulegur sá fjöldi þingmanna sem hefur starfað um skamma eða langa hríð á fjölmiðlum í gegnum tíðina, bæði í hópi nýkjörinna þingmann og eins á fyrri þingum. Prestar áttu lengi fulltrúa á þingi þótt heldur hafi þeim fækkað síðastliðin ár. Lögfræðingar og hagfræðingar hafa fyllt þingsalinn í áranna rás. Bændur eiga nú fjóra fulltrúa og hafa ekki staðið jafn sterkt um langa hríð. Verra er hins vegar ef ákveðnir hópar eru lengi án fulltrúa á þingi, hafa jafnvel aldrei átt fulltrúa. Innflytjendur hafa til að mynda aldrei átt fulltrúa í hópi aðalmanna á Alþingi, þó að innflytjendur hafi tekið sæti sem varaþingmenn. Sama gildir um fólk á mismunandi aldri. Í hvert einasta skipti þegar dregur að kosningum hefjast vangaveltur um hvort hinn eða þessi þingmaðurinn hyggist nú ekki draga sig í hlé, fyrir aldurs sakir. „Hann er nú að nálgast sjötugt“ er sagt og fullfrískt fólk nánast dæmt úr leik vegna þess að kennitalan þess segir svo. Sama á við um það þegar ungt fólk sækist eftir áhrifum á Alþingi. „Hvað hefur hún fram að færa, 21 árs gömul stúlkan,“ er þá sagt og eftir situr hópur fólks sem hefur sameiginlega hagsmuni en engan úr sínum röðum til að halda þeim á lofti inni á Alþingi. Þess vegna fagna ég kjöri tveggja þingmanna í síðustu alþingis- kosningum alveg sérstaklega. Annars vegar kjöri Sigrúnar Magnús dóttur og hins vegar kjöri Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur. Þessar tvær þingkonur Framsóknar- flokksins eru nefnilega annars vegar elsti þingmaður Alþingis og hins vegar sá yngsti. Sigrún er fædd 1944 og verður 69 ára í næsta mánuði. Jóhanna María er fædd 1991 og verður 22 ára, einnig í næsta mánuði. Auðvitað eiga þingmenn að þjóna hagsmunum þjóðarinnar allrar og ég efast ekki um að það reyni þeir að gera sem best. Ég er líka viss um að þær stöllur muni gera það. Það er samt sem áður mikilvægt fyrir ungt fólk að eiga fulltrúa á þingi. Það er líka mikilvægt fyrir eldra fólk að eiga fulltrúa á þingi. Það vill nefnilega þannig til að þjóðin er ekki bara á aldrinum 35 til 55 ára, eins og stundum hefði mátt ætla af aldurssamsetningu þingheims. / fr STEKKUR Af aldri þjóðar 350 ára afmæli Árna Magnússonar (1663–1730): Handritin alla leið heim – sex örsýningar um íslensk handrit settar upp sem næst upprunastöðum handritanna Fóstrurnar samankomnar á Árnastofnun. Charlotte Bøving, Bragi Valdimar Skúlason, Kjartan Sveinsson, frú Vigdís Finnbogadóttir, Hugleikur Dagsson og Steinunn Sigurðardóttir. Á myndina vantar Ragnar Stefánsson. Mynd / Jóhanna Ólafsdóttir Sýningarstandur Flateyjarbókar er með sama sniði og sýningarstandar annarra handrita sem settir verða upp víðs vegar um landið. Mynd / HKr. Frá kynningu á verkefninu í Stofnun Árna Magnússonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.