Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 Dálkahöfundur fékk tölvupóst frá ágætum bónda í síðustu viku sem þakkaði fyrir umfjöllun Bændablaðsins um fjarskiptamál en lýsti jafnframt yfir áhyggjum af því ójafnræði sem fólk í dreifbýli byggi við þegar kæmi að aðgengi og verðlagningu að fjarskiptaþjónustu í samanburði við fólk sem byggi á höfuðborgar- svæðinu eða á þéttbýlisstöðum úti á landsbyggðinni. Í tölvupóstinum er þessu lýst þannig: ,,Við erum að byggja upp aðstöðu fyrir listamenn, ég hef fengið fyrirspurnir og finn fyrir miklum áhuga. En það er ljóst að engin er að fara að hafa aðsetur hér til lengri eða skemmri dvalar ef enginn er net- aðgangur, sem er sjálfsögð þjónusta í dag. Uppbygging á þjónustu eins og við erum að hugsa okkur er ekki möguleg vegna þess að við getum ekki boðið gestum upp á internetþjónustu eins og kostnaðurinn er í dag.“ Þetta ójafnræði er með ýmsum hætti. Ennþá eru um 50 bæir sem aðeins eiga kost á fjarskiptaþjónustu í gegnum gervihnött, sem er mun lakari kostur en t.d. 3G þráðlaust samband, sem aftur er svo lakara í flestum tilfellum en ADSL- netsamband, sem aftur er svo lakara en ljósleiðarasamband. Þannig skapast ójafnræði þegar íbúar í dreifbýli eiga aðeins kost á að kaupa fjarskiptaþjónustu í gegnum þráðlaust 3G samband, en ekki með ADSL- fastlínutengingu eða þess öflugri internettengingu. 3G þjónusta er dýrari ef netið er notað mikið, þar sem notendur þurfa að greiða bæði fyrir innlent og erlend niðurhal, ólíkt því sem er í ADSL þar sem aðeins er greitt fyrir erlent niðurhal. Í hverri áskriftarleið sem er hægt að kaupa er innifalið ákveðið gagnamagn. ,,Verðlagningin er ólík. Þegar keypt eru 40 GB á 12 MB/s tenging á ADSL, sem kostar hjá Símanum 5.990 krónur á mánuði, telur aðeins erlent niðurhal. Á 3G greiða viðskiptavinir fyrir alla umferð innanlands og erlendis. 30 GB kosta 5.190 krónur á mánuði. Það er rétt að taka fram að sami verðlisti er fyrir 3G fyrir allt landið,“ sagði Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, þegar leitað var til hennar vegna þessa. Síðan eru enn aðrir sem aðeins eiga kost á 3GL langdrægu internetsambandi sem sjómenn nota í kringum landið og er mun dýrari kostur en venjulegt 3G samband. Í tilfelli bóndans sem vitnað var í fyrr er það tilfellið. Þá kostar mánaðaráskrift með 30 GB niðurhali 39.980 krónur í samanburði við 5.190 krónur fyrir venjulega 3G áskrift sem Gunnhildur tók dæmi um. Fyrir hvert umfram MB eru greiddar 5 krónur samkvæmt verðlista á heimasíðu Símans. Sem betur fer eru ekki margir staðir á landinu sem svo er ástatt fyrir, og flestir þeirra eru staðir sem skilgreindir voru á staðarlista fjarskiptasjóðs ríkisins og áttu að fá sama verð og aðrir samkvæmt reglum sjóðsins fyrir staðlaðar áskriftarleiðir sem þar voru skilgreindar. Ef notendur velja hins vegar aðrar leiðir falla þær sennilega utan samningsins. 3G sendar Símans tvíefldir í sumar Spurð hvort Síminn hefði ákveðið að uppfæra 3G þjónustuna yfir í 4G sagði Gunnhildur: ,,Síminn er að sjálfsögðu á meðal þeirra fyrirtækja sem setja upp 4G þjónustu hér á landi og verður 4G kerfi Símans tekið í gagnið þegar líður á árið. Sú nýja tækni kemur ekki í veg fyrir að Síminn efli 3G kerfið sitt. Nú í sumar verða 3G sendar hjá Símanum tvíefldir. Það þýðir að þeir hröðustu munu ná 42 Mb/s og verður hraðinn því svipaður þeim sem lofaður er með 4G. Ástæða þess að við hjá Símanum eflum 3G áfram þrátt fyrir tilkomu 4G-tækninnar er að enn sem komið er styðja fá símtæki og tölvur 4G-tæknina. Og okkur finnst mikilvægt að þeir sem eiga öfluga snjallsíma í dag, eins til dæmis Samsung Galaxy SII og eldri týpur af SIII, sem og allar iPhone- týpurnar utan þeirrar fimmtu, geti nýtt þá á öflugum netum. Það á einnig við um tölvurnar. Við setjum því trukk í 3G-þjónustuna samhliða því að byggja upp 4G fyrir framtíðartækin. Stefna Símans er því í hnotskurn að nota 4G til bæta öflugt dreifikerfi Símans svo viðskiptavinir hans séu sem víðast á háhraðainterneti – hvort sem er heima eða þegar þeir sitja í farþegasæti bíls eða skella sér í bústað og vilja vafrar um netið. Þar nýtist 4G tæknin, sem og 3G, best.“ ,,Getum ekki boðið gestum upp á internetþjónustu” Upplýsingatæknibásinn Jón Baldur Lorange sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Frá Hólum í Hjaltadal. Þar skipta góð fjarskiptatengsl miklu máli, ekki síst fyrir Hólaskóla, sem leggur töluverða áherslu á að bjóða nemendum upp á fjarnám í gegnum tölvusamskipti. Mynd / HKr. Næstu kynslóðar farnet með 10 Mb/s fyrir 99,5% landsmanna í lok árs 2016 Um 99,5% íbúa alls landsins munu eiga kost á 10 Mb/s gagna- flutnings hraða eigi síðar en í lok árs 2016 og 30 Mb/s í lok árs 2020, samkvæmt tilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) dag settri 14. mars 2013 þar sem kynnt var niðurstaða á uppboði á tíðni heimildum fyrir 4G hjá stofnuninni. Fyrir íbúa á landsbyggðinni eru þetta gleðilegt tíðindi ef þau ganga eftir, enda margföldun á gagnaflutningshraða á flestum landsvæðum miðað við hvað býðst í dag. Nýtt fjarskiptafyrirtæki, 365 miðlar ehf., hefur skuldbundið sig til að byggja upp næstu kynslóðar farnet sem á að ná til 99,5% íbúa á hverju skilgreindu landsvæði fyrir sig og því ljóst að hér er um mikla áskorun að ræða fyrir hið nýja fjarskiptafyrirtæki. Samkvæmt skýrslu sem Mannvit gerði fyrir PFS um að leggja mat á umfang vegna uppboðs 4G tíðniheimilda og er frá 29. nóvember 2012 kemur m.a. fram: „Að byggja nýtt 4G kerfi, á grunni núverandi kerfa eða frá upphafi, sem nær til allra íbúa og 80% landsins utan jökla og hraði til allra sé að minnsta kosti 10 Mb/s kostar rúmlega 22-33 milljarða króna, þar af í byggð um 9,3-19,5 milljarða króna og utan byggða rúmlega 13,6 milljarða króna.“ (Skýrsla Mannvits, Mat á umfangi vegna uppboðs 4G tíðniheimilda, umfang og kostnaðarmat, sjá heimasíðu PFS). Í skýrslunni er greining á kostnaði við uppbyggingu, stækkun og uppfærslu á núverandi eða nýjum kerfum. Að uppfæra nýtt 4G kerfi úr 10 í 30 Mb/s með sömu forsendum og kom frá hér að ofan kostar til viðbótar rúmlega 4,4 milljarða króna samkvæmt skýrslu Mannvits. Ef hins vegar verður farið í að uppfæra núverandi 3G kerfi, en ekki byggt upp nýtt frá grunni, er kostnaður mun minni enda nýtist þá innviðir sem hafa verið byggðir upp þó að skipta þurfi út sendum. Þannig er kostnaður við að uppfæra 3G í 4G með sömu forsendum um útbreiðslu með gagnaflutningshraða a.m.k. 10 Mb/s um 5,2 milljarðar króna. Rétt er að taka fram að Mannvit reiknar inn í þetta kostnaðarmat stofnkostnað og rekstrarkostnað í 10 ár. Bylting í fjölmiðlun – sjónvarpið, síminn og internetið renna saman Haft var samband við Ara Edwald, forstjóra 365 miðla ehf., til að spyrjast nánar fyrir um þetta spennandi verkefni, sem verður án efa mikil lyftistöng fyrir íbúa á landsbyggðinni ef af verður. Ari var ekki sammála þeim kostnaðartölum sem komu fram í beinni tilvitnun í skýrslu Mannvits hér að ofan. „365 hefur á síðustu misserum leitað til færustu sérfræðinga í heiminum á sviði fjarskipta og sú ráðgjöf gefur tilefni til bjartsýni þegar kemur að uppbyggingu 4G kerfisins á Íslandi. Sú niðurstaða er lykilástæða þess að 365 miðlar nýttu tækifærið í 4G útboðinu. Við höfum einnig fylgst vel með þeim fjarskiptafyrirtækjum sem fyrir eru á íslenska markaðnum og þau hafa talað af skynsemi þegar kemur að uppbyggingu 4G kerfisins og hvatt til samvinnu. Það myndi það teljast óðs manns æði að leggja fjóra hringvegi í kring um landið. Með sameiginlegu átaki verður kostnaður við 4G uppbygginguna viðráðanlegri og þannig skapast jákvæð samlegðar- áhrif, þjónustuaðilum og neytendum til heilla. Samvinna fyrirtækjanna verður því lykillinn að 4G upp- byggingunni og 365 miðlar vilja taka þátt í þeirri uppbyggingu,“ sagði Ari í samtali við dálkahöfund Bændablaðsins. Að sögn Ara hafa 365 miðlar mikilla hagsmuna að gæta þegar kemur að gagnaflutningi og háhraða samböndum í framtíðinni. Kröfur markaðarins þegar kemur að öflugra netsambandi og almennum fjarskiptum og aukin gæði mynd- efnis kalla á meiri hraða og bandvídd. Þær kröfur fara saman við markmið 365 miðla, sem gengur út á að bæta aðgengi viðskiptavina að háhraðaneti, svo aukin gæði frétta og afþreyingarefnis skili sér til Íslendinga, hvar sem þeir eru staddir á Íslandi. 4G mun spila lykilhlutverki í þeirri áætlun. Fjarskiptakostnaður 365 er mikill í dag, um tæpur milljarður á ári fyrir gagnaflutning innan símakerfa. Sú staðreynd ein og sér gefur einnig tilefni til aukinna samlegðaráhrifa og möguleika á hagræðingu með því að taka þátt í samkeppni á fjarskiptamarkaði. Aukin samvinna fyrirtækjanna gefur einnig möguleika á að byggja þannig á grunni annarra kerfa sem búið er að byggja upp um allt land, m.a. með stuðningi stjórnvalda í tengslum við háhraðaverkefni fjarskiptasjóðs ríkisins. Þá hefur verið rætt við Mílu og Símann um ákveðna þætti. Þá furðaði Ari sig á þeirri miklu uppbyggingu sem RÚV væri að ráðast í við að dreifa sjónvarpsdagskrá sinni með nýrri tækni. Í þessa uppbyggingu ætti að leggja milljarða af útgjöldum ríkisins sem aðeins nýttust í útsendingu á sjónvarpsefni en ekki til að byggja upp innviði fjarskipta á landsbyggðinni, sem svo sárlega væri kallað eftir af íbúum. Það væri fráleitt að nýta ekki þetta fjármagn í almannaþágu við að bæta innviði fjarskipta á landsbyggðinni. „Við á Stöð 2 erum að fara að kynna seinna í maí mánuði nýjung að horfa á sjónvarp í gegnum snjallsíma og spjaldtölvur og þar sem hægt er að safna upp sjónvarpsefni. Við höfum áhuga í framþróun í þráðlausum gagnaflutningi þar sem hægt er að horfa á sjónvarpsefni hvar sem er og hvenær sem er. Framtíðin í fjölmiðlun verður á netinu. Engin landamæri eru lengur í sjónvarpsrekstrinum”, sagði Ari. Sagði hann að þessi uppbygging yrði á markaðslegum forsendum. Ekki hefur verið tekið af skarið hjá 365 miðlum hvort uppbygging á 4G fjarskiptanetinu hefjist á þessu ári, sem verður eitt af stærstu fjarskiptanetum landsins eins og kemur fram í tilkynningu PFS. „Við munum hefja fjarskiptaþjónustu þegar á þessu ári í eldri gerðum nettenginga og tengjum það við sjónvarpsþjónustu okkar,“ sagði Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, að lokum. Ari Edwald Íbúar á Hofsósi munu eins og 99,5% landsmanna væntanlega komast í 4G samband á næstu árum. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.