Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 Lesendabás Vegna ályktunar búnaðarþings, mál 21 Girðingar með þjóð vegum og merkingar, langaði undir- ritaðan að koma eftir farandi hugleiðingum á framfæri. Í vegalögum er gert ráð fyrir því að Vegagerðin greiði hluta við- haldskostnaðar girðinga með þjóð- vegum landsins á móti landeiganda. Í raun má segja að landeigandi greiði vinnuna við viðhaldið en Vegagerðin efniskostnað, í krónum talið eru það um það bil 10.000 krónur á kílómetra girðingar. Þessar reglur eru nokkuð skýrar og ættu að virka mjög vel í fullkomnum heimi. Nú hefur landnotkun breyst mjög hratt og á mörgum jörðum er ekki stundaður búskapur og enginn hvati hjá eigendum að halda við girðingum. Girðingar hætta fljótt að gegna hlutverki sínu ef þeim er ekki haldið við, verða lýti í landslaginu og það sem verra er, búfénaður leitar út á vegina með tilheyrandi hættu fyrir vegfarendur. Árið 2010 tók Grímsnes- og Grafningshreppur að sér að halda við veggirðingum í hluta sveitar- félagsins. Gerður var samningur milli landeigenda og sveitarfélags- ins um að sveitarfélagið héldi við girðingum og fengi greitt við- haldsfé Vegagerðarinnar fyrir. Auðvitað eru girðingar í mjög mis- jöfnu ástandi, sumar nýjar og þurfa ekki mikið viðhald en aðrar gamlar og segja má ónýtar. Reynslan af þessum samningi er nokkuð góð, auðvitað er þetta dýrast fyrstu árin þegar lélegum girðingum er komið í gott lag. Núna á þriðja ári þessa verkefnis sjáum við fram á það að viðhaldsfé frá Vegagerð dugir vel til þess að halda veg- girðingum í góðu lagi. Samstarf sveitarfélagsins, Vegagerðarinnar og landeigenda hefur gengið mjög vel, veggirðingar eru í nokkuð góðu standi, ekki lýti og síðast en ekki það mikilvægasta, enginn búfén- aður er á þjóðveginum. Hörður Óli Guðmundsson Varaoddviti Grímsnes- og Grafningshrepps Hugleiðingar um veggirðingar Hvernig aukum við kaupmáttinn? SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu vöktu í aðdraganda alþingis kosninga athygli á þeim gífurlegu möguleikum sem felast í því að lækka vöruverð hér á landi - einkum matvöru. Það er að mati samtakanna ein einfaldasta leiðin til þess að bæta hag almennings í landinu, en allir þurfa að kaupa í matinn og útgjöld til matarinnkaupa eru drjúgur hluti af neysluútgjöldum hverrar fjölskyldu. Tollvernd landbúnaðarins Stór hluti íslensks landbúnaðar býr við tollvernd, sem óumdeilanlega leiðir til þess að neytendur greiða hærra verð fyrir þá vöru en vera myndi ef þessari vernd væri ekki til að dreifa. Með þessu móti hefur landbúnaðurinn verið í skjóli frá erlendri samkeppni um áratuga- skeið. Að mati okkar sem vinnum að því að efla hag verslunarinnar í landinu er sú vernd sem land- búnaðurinn nýtur með þessum hætti hvorki góð fyrir bændur né fyrir neytendur. Og svo því sé haldið enn einu sinni til haga er SVÞ með þessu ekki að ráðast á bændur, þó að margir sjái sér hins vegar hag í því að halda hinu gagn- stæða fram. Samtök verslunar og þjónustu vilja hag íslensks landbúnaðar sem mestan en eru þeirrar skoðunar að framleiðsla á, t.d. kjúklingakjöti og svínakjöti, sem hefur öll einkenni verksmiðjuframleiðslu, eigi ekki að njóta tollverndar. Á hinn bóginn telja samtökin mikilvægt að hinn „gamli“ hefðbundni íslenski land- búnaður haldi áfram stöðu sinni sem hornsteinn til að tryggja búsetu í dreifðum byggðum landsins og sem mikilvægur framleiðandi góðrar og eftirsóttrar neysluvöru. Kaupmáttur almennings er í húfi Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru lausir í lok nóvember nk. Ef litið er til þess hverjar hagvaxtarhorfur hér á landi eru mun ekki verða auðvelt að ná fram mikilli kaupmáttaraukningu með gerð nýrra kjarasamninga. Staðan er einfaldlega þannig að það er ekki mikil innistæða fyrir hækkun launa innan atvinnulífsins. Að mati SVÞ liggur því í augum uppi að kaupmáttaraukningu hjá almenn- ingi þarf ekki síst að ná fram með lækkuðu vöruverði – ekki síst með því að draga verulegulega úr þeirri tollvernd sem fjölmargar land- búnaðarvörur búa við. Það er tiltölulega auðvelt að sýna fram á hversu mikið væri hægt að lækka verð á kjúklinga- eða svínakjöti, svo dæmi séu tekin, ef tollverndin yrði afnumin. Það er vitað hvaða tollar eru lagðir á þessar vörur og því er reiknis- dæmið tiltölulega einfalt. Hér er eftir miklu að slægjast enda eru þessar kjöttegundir um helmingur þess kjöts sem neytt er á íslenskum heimilum. Hagsmunir 130 þúsund heimila í landinu eru undir. Þau hljóta að eiga réttmæta kröfu til þess að getað keypt í matinn á eins hagstæðu verði og kostur er og því snýst þetta í grunninn um það hvort má sín meir, hagsmunir heildarinnar eða þröngir sérhags- munir tiltölulega fárra aðila. SVÞ lítur á hlutina út frá hagsmunum heildarinnar. Viðhorf stjórnmálaflokka Við hjá SVÞ verðum ekki vör við annað en að ríkur vilji sé meðal allra helstu stjórnmála- flokka til þess taka þessi mál öll til endurskoðunar. Áfram eigi að standa vörð um þær greinar landbúnaðarins sem hafa verið hornsteinar íslensks land búnaðar frá alda öðli. Aðrar greinar mat- vöruframleiðslu verða að horfast í augu við það að erlend samkeppni er óhjákvæmileg. Við þurfum að hafa öfluga matvælaframleiðslu á Íslandi og hana þarf að efla. Við erum tilbúin að taka þátt í vinnu við að efla hana sem verða má, en í því sambandi verður ávallt að hafa heildarhagsmuni að leiðarljósi. Frelsi er ekki ógn SVÞ hefur það mikla trú á íslensk- um landbúnaði að hann þurfi ekki að óttast aukna samkeppni. Aðrar atvinnugreinar í landinu hafa staðið sig prýðilega í alþjóðlegri samkeppni eins og dæmin sanna. Íslenskur iðnaður, sem bjó um ára- tugaskeið við samkeppnisvernd, hefur staðið sig með prýði í sam- keppninni við innfluttan iðnvarn- ing. Árangur íslenskrar garðyrkju er eftirtektar verður nú þegar sú atvinnugrein hefur ekki notið sam- keppnisverndar í nokkur ár. Viðhorf óháðra aðila Óháðir aðilar á borð við Samkeppnis eftirlitið hafa beinlínis hvatt til þess að verndartollar verði lækkaðir eða afnumdir og að sú aðgerð myndi hafa mjög jákvæð áhrif til lækkunar matarverðs. Eftirlitið hefur í því sambandi stað- fest að skattkerfis breytingar m.a. lækkun virðisauka skatts á matvæli úr 14% í 7% árið 2007 skiluðu sér að fullu til neytenda. Einnig má rifja upp skýrslu formanns mat- vælanefndar forsætisráðherra frá árinu 2006, en þar kom fram að afnám tolla og annarra innflutn- ingshafta væri besta leiðin til að lækka matarverð á Íslandi. Lokaorð Öll þessi umræða snýst um heildar- hagsmuni almennings í þessu landi. Sá stóri hópur á kröfu til þess að á sjónarmið hans sé hlustað. Í þeirri umræðu fara hagsmunir hans og hagsmunir verslunarinnar saman. Samkeppni er af hinu góða – sam- keppni stuðlar að hagkvæmni og nýsköpun. Það er fráleitt sjónarmið að aflétting toll- verndar á ein- stökum sviðum ógni landbúnað- inum – til þess er íslenskur landbún- aður einfaldlega of öflugur. Það er orðið hálf öfug- snúið ef versl- unin hefur meiri trú á íslenskum bændum en for- ysta þeirra sjálfra. Andrés Magnússon framkvæmda- stjóri SVÞ – Samtaka versl- unar og þjónustu. Andrés Magnússon Vegna ályktunar búnaðar- þings: Því hefur verið haldið á lofti á undanförnum árum, undir forystu forsetans, að við yrðum að tryggja mat- vælaöryggi. Og með hverju? Jú, með því að borga með sauð- fjár- og kúa bændum. Takið eftir; ekki kjúklinga-, svína- né grænmetis ræktendum. Bara með me, me og mu, mu. Munið! Rollubeit stuðlar að ofbeit og gróður- og jarðvegs- eyðingu. Mjólkin virðist viðriðin krabbamein og ofnæmi, svo ekki sé meira sagt. Og hvað kostar þetta þjóðina? Jú, marga milljarða á ári og toll- vernd á innfluttar matvörur. Hvað annað? Jú, styrki alls konar, ár eftir ár. Snjóþyngsli, kal, of þurr sumur, of blaut sumur, ónýtar girðingar, sölutregða á kinda- kjöti, of hátt áburðarverð og svo framvegis. Væri nú ekki skynsamlegra að nota þessa peninga í annað, t.d. í landgræðslu, skógrækt og græna geirann? Og væri það ekki líka skynsamlegra að stuðla að aukinni kjúklinga- og svínakjöts- framleiðslu? Fækka kindum það mikið að afurðirnar nægi eingöngu á innanlands markað. Að selja kjötið úr landi er „út úr kú“. Við erum búin að borga með framleiðslunni og stuðla þar með að ofbeit, gróður- og jarðvegseyðingu. Síðan ætti að velja bestu héruð landsins undir rollurnar og hafa þær allar í FJÁRHELDUM girðingum, beitarhólfum. Ef þessi búskap- ur viðhelst úti um allar jarðir, og það ekki í beitarhólfum, er hætt við að sunnudags steikin týnist á fjöllum. Það sýnir sig að sauðfjár búskapur er auðsjáan- lega mjög óarðbær búgrein og óhagstæður gróðri landsins. Hvers vegna í ósköpunum eigum við þá að halda áfram að borga með honum? Þar fyrir utan fylgir þessum styrktu búgreinum alveg hroða- leg sjónmengun um allt land, haugar af snjóhvítu, glampandi plasti úti um tún og engi, með- fram þjóðveginum eða uppi á bæjarhólnum. Ég er reyndar mjög sátt við græna plastið sem þeir eru farnir að nota hér í nær- sveitum mínum. Hjá hvíta plast- inu vildi ég óska að væru manir í kring með gróðri efst sem neðst. Það væri flott. Stokkum upp í landbúnað- inum! Margrét Jónsdóttir, eftirlaunaþegi í Norðvesturkjördæmi. melteigur@simnet.is Hið meinta matvælaöryggi – í héraði hjá þér – FB Selfossi 570 9840 FB Hvolsvelli 570 9850 FB Egilsstöðum 570 9860 Fóðurblandan Korngörðum 12 104 Reykjavík 570 9800 Fax 570 9801 fodur@fodur.is Girðingarefni Sendum um allt land www.fodur.is í miklu úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.