Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 Þórunn Egilsdóttir er ný þingkona á Alþingi eftir þingkosningar nú á dögunum. Þórunn sat í fjórða sætir á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og er hún 8. þingmaður kjördæmisins. Þórunn er sauðfjár- og skógarbóndi á Hauksstöðum í Vopnafirði þar sem hún býr ásamt Friðbirni Hauki Guðmundssyni manni sínum. Reyndar sinnir Þórunn ýmsum störfum, en hún hefur síðasta kjörtímabil starfað sem oddviti Vopnafjarðarhrepps og sem kennari við Vopnafjarðarskóla auk þess sem hún hefur unnið við verkefnastjórn hjá Austurbrú, menningar- og fræðasetri. Það er því ljóst að með Þórunni bætist í hóp þingmanna öflugur liðsauki með reynslu af margbreyttum störfum. Þórunn er í hópi fjögurra bænda á þingi, en auk hennar eru Ásmundur Einar Daðason og Jóhanna María Sigmunds dóttir, þingmenn Framsóknar flokksins í Norðvestur- kjördæmi, og Haraldur Benedikts- son, þingmaður Sjálfstæðis flokksins í sama kjördæmi, bændur. Átti ekki von á þingsæti Þórunn segir að hún hafi ekki átt von á því þegar hún tók sæti á lista Framsóknarflokksins að hún myndi enda sem þingkona. „Ekki alveg í fyrstu. Þegar leið á kosninga- baráttunna fór ég hins vegar að finna fyrir miklum meðbyr og sá að þetta gæti orðið niðurstaðan.“ Kallar á breytingar Þórunn segir að tilfinningin sem fylgi því að hafa verið kosin á Alþingi sé mjög góð en það sé ljóst að það kalli á ýmsar breytingar á hennar högum. „Það eru ýmis úrlausnarefni sem þarf að leysa hjá okkur í fjölskyldunni. Ég þarf til að mynda auðvitað að hætta í minni vinnu. Ég er hins vegar ekki óvön því að ferðast um á milli, ég hef í störfum mínum til þessa þurft að fara mikið á milli Reykjavíkur og Vopnafjarðar. Hins vegar verð ég augljóslega að hafa lengri viðdvöl í Reykjavík nú.“ Verðum að standa vörð um grunnþjónustuna Spurð um sín helstu áherslumál á þing segir Þórunn að jafnræði sé henni efst í huga. „Að íbúar landsins búi allir við jafnrétti. Að við eigum öll jafnan rétt á ákveðinni grunnþjónustu og það ríki jafnrétti og jafnvægi í landinu. Þá á ég við í öllu tilliti en ekki síst í byggðalegu tilliti. Upp á það þykir mér farið að vanta, því miður. Grunnþjónusta úti á landi hefur því miður verið skert mjög mikið. Um hana verðum við að standa vörð og byggja upp ef við viljum að það sé raunverulegur valmöguleiki fyrir fólk að búa á landsbyggðinni. Við verðum að tryggja aðgengi að heislugæslu, tryggja löggæslu, að húshitunarkostnaður og raforku- kostnaður sligi ekki byggðirnar. Við verðum að tryggja að fjarskipti og samgöngur séu boðleg, það þekki ég til að mynda vel. Á mínu heimili er ekki GSM-samband og það var ekki fyrr en á síðasta ári að við fengum öruggt símasamband í gegnum landlínu. Þessum hlutum verðum við að kippa í liðinn.“ Þórunn segist ekki vera búin að leggja niður fyrir sér hver væri óskanefndin til að starfa í á Alþingi þegar þingstarf hefst. „Ég tek bara þeim verkefnum sem að höndum ber og geng í þau verk.“ /fr Í kosningum til Alþingis sem fram fóru 27. apríl síðastliðinn náðu sex framboð mönnum á þing. Framsóknarflokkurinn hlýtur að teljast sigurvegari kosninganna, en flokkurinn bætti tæpum tíu prósentustigum atkvæða við fylgi sitt frá síðustu kosningum og fjölgaði þingmönnum sínum um tíu. Flokkurinn fékk 24,4 prósent atkvæða og 19 þingmenn kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi framboðanna í kosningunum, 26,7 prósent, og einnig 19 þingmenn, bætti við sig þremur. Flokkarnir tveir eiga nú í stjórnarmyndunarviðræðum. Hrun stjórnarflokkanna Stjórnarflokkarnir tveir guldu afhroð í kosningunum. Samfylkingin fékk 12,8 prósent atkvæða og 9 þingmenn kjörna, tapaði 11 þingmönnum. Vinstri græn töpuðu helmingi sinna þingmanna, fengu sjö menn kjörna með 10,6 prósentum atkvæða. Tvö ný framboð fengu kjörna þingmenn. Björt framtíð náði góðum árangri, hlaut 8,2 prósent atkvæða og 6 þingmenn. Píratar náðu með naumindum að rjúfa 5 prósenta múrinn sem þýddi að framboðinu var úthlutað uppbótarþingmönnum. Framboðið fékk 5,1 prósent atkvæða og 3 þingmenn. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur í viðræðum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni var veitt stjórnarmyndunarumboð og hefur hann frá kosningum rætt við formenn allra flokkanna sem fengu þingmenn kjörna. Um síðustu helgi ákvað Sigmundur að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og stóðu þær enn þegar blaðið fór í prentun. Ljóst er að stærsta málefnið sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn verða að ná saman um eru kosningaloforð Framsóknarflokksins um skulda- afskriftir, sem á að ná fram með svig rúmi sem skapast á með samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Fyrir kosningar gagn- rýndi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þær hugmyndir og taldi þær ekki fyllilega útfærðar. Þá er meiningarmunur milli flokkanna um skattamál. Báðir flokkar vilja einfalda skattkerfið en Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta á meðan Framsóknarflokkurinn vill hækka persónuafslátt. Andvígir ESB-aðild Samhljómur er með stefnum flokkanna í landbúnaðarmálum. Sé fyrst horft til stefnu þeirra í Evrópumálum, málaflokki sem skiptir íslenskan landbúnað miklu máli, telja flokkarnir báðir að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. Báðir flokkar vilja sömuleiðis að aðildarviðræðum verði hætt og ekki teknar upp aftur nema afstaða íslenskra kjósenda liggi fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Samhljómur í landbúnaðarmálum Í síðasta Bændablaði svöruðu flokkarnir spurningum um afstöðu til tolla og innflutningsgjalda, um innflutning á lifandi dýrum og hráum dýraafurðum og um matvæla- og fæðuöryggi. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leggjast ein- dregið gegn innflutningi á lifandi dýrum. Framsóknarflokkurinn leggst einnig gegn innflutningi á hráum dýraafurðum en Sjálfstæðis flokkurinn varar við slíkum innflutningi. Báðir flokkarnir telja mikilvægt að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar og það verði helst gert með því að verja íslenskan land búnað og blása til sóknar með aukinni framleiðslu. Hvað varðar afstöðu flokkanna til tolla og innflutnings gjalda á innfluttar landbúnaðarvörur sem eru í samkeppni við innlenda búvöru styður Framsóknarflokkurinn að lagðir séu á slíkir tollar og gjöld. Sjálfstæðisflokkurinn segir lækkun tolla á erlendar landbúnaðarvörur í beinni samkeppni við innlenda búvöru því aðeins koma til greina að erlendir markaðir opnist að fullu fyrir íslenskar afurðir. Flokkurinn muni ekkert gera til að raska samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar. Mikil tækifæri til vaxtar Frekari stefnu í landbúnaðarmálum má sjá í landsfundarályktunum flokkanna. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt ályktun um landbúnað þar sem áhersla er lögð á að reka fjölbreyttan landbúnað á grundvelli einkaframtaks. Flokkurinn vill heilbrigða samkeppni með landbúnaðarafurðir, bændum og neytendum til hagsbóta. Mikil tækifæri séu til vaxtar og hvetja skuli bændur til fjölbreyttrar matvælaframleiðslu. Á síðasta flokksþingi Framsóknar- flokksins er það áréttað að land- búnaður sé mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og leggur flokkurinn áherslu á innlenda matvælaframleiðslu enda sé slíkt gjaldeyrisskapandi. Hvetja þurfi til nýsköpunar í öllum greinum landbúnaðarins. Ný og spennandi sóknarfæri séu að skapast, m.a. með hlýnandi loftslagi. Þá er sérstaklega tiltekið að horfa eigi til garðyrkju sem grænnar stóriðju en til þess þurfi að endurskoða háan kostnað á raforku. Í ljósi þess sem að ofan er rakið er nokkuð ljóst að flokkarnir muni ekki verða í vandræðum með að ná samkomulagi um landbúnaðarmál í málefna samningi. Vilja klára aðildarviðræður Hvað varðar afstöðu hinna flokkanna fjögurra sem sæti eiga á Alþingi í landbúnaðarmálum ber fyrst að nefna að allir flokkarnir vilja ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Að því loknu skuli leggja samning í dóm þjóðarinnar. Vinstri græn eru ein flokkanna afdráttarlaus í andstöðu við aðild Íslands að Evrópusambandinu, en flokkurinn telur að hagsmunum Íslands sé best borgið utan sambandsins. Mikilvægt að tryggja fæðuöryggi Sé litið til spurninga Bændablaðsins sem nefndar voru hér að ofan kemur í ljós að allir flokkarnir telja mikilvægt að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Það verði best gert með því að halda úti kraftmiklum landbúnaði. Samfylking og Vinstri græn eru eindregið andvíg innflutningi á lifandi dýrum og Björt framtíð styður einnig slíkt bann sé álit færustu sérfræðinga að innflutningur muni stefna íslenskum búfjárstofnum í hættu en Píratar vilja að tekin verði upp gæludýravegabréf. Vinstri græn leggjast þá gegn innflutningi á hráum dýraafurðum, sem og Björt framtíð með sömu rökum og varðandi innflutning lifandi dýra. Samfylking og Píratar svöruðu þeirri spurningu ekki sérstaklega. Hvað varðar tolla og innflutningsgjöld styðja Vinstri græn áframhald þess fyrirkomulags sem nú er á þeim málum. Í svari Samfylkingarinnar kemur fram að flokkurinn styðji núverandi stoðkerfi íslensks landbúnaðar og komi til þess að tollar lækki, t.d. við aðild að Evrópusambandinu, þurfi að mæta slíku með auknum beinum stuðningi. Björt framtíð telur að til þess að landbúnaður á Íslandi geti vaxið þurfi að skapa tækifæri til að flytja afurðir út í meira mæli en nú er gert. Slíkt kalli á tvíhliðasamninga sem muni óhjákvæmilega draga úr tollvernd. Píratar hafa hins vegar ekki mótað sér afstöðu í málaflokknum. Mismikil áhersla á landbúnað Í stefnuskrám og samþykktum flokkanna fjögurra er mismikil áhersla lögð á landbúnaðarmál. Hjá Pírötum er lítið sem ekkert minnst á landbúnað. Björt framtíð leggur áherslu á að jarðvarmi verði nýttur í meiri mæli til ræktunar á ávöxtum og grænmeti. Þá vill flokkurinn að aukin áhersla verði lögð á lífræna ræktun og dýravernd verði í hávegum höfð. Í stefnuskrá Samfylkingarinnar kemur farm að landbúnaðurinn eigi sóknarfæri, m.a. í tengslum við ferðaþjónustu og matvælageirann. Vinstri græn hafa ítarlega landbúnaðarstefnu þar sem m.a. kemur fram að stefna skuli að sjálfbærni landbúnaðar á Íslandi, bæði hvað varðar framleiðslu aðfanga innanlands og einnig að landbúnaður þróist á grundvelli viðhorfa um sjálfbæra þróun. /fr Stjórnmál Sex framboð náðu kjörnum fulltrúum á Alþingi í þingkosningum 2013: Framsókn sigurvegari kosninganna – stjórnarmyndunarviðræður milli formanna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Bjarni Benediktsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Þórunn Egilsdóttir bóndi á Hauksstöðum er ný þingkona: „Geng í þau verk“ – vill tryggja jafnræði milli allra þegna landsins Þórunn Egilsdóttir Harmónikufélagi Selfoss hefur gefið út geisladisk sem heitir Vangaveltur eftir samnefndu lagi Þorsteins Guðmundssonar á Selfossi (Steina Spil). Á diskinum er mjög fjölbreytt efni, íslenskt og erlent, flutt af hljómsveit fé lags ins og nokkrum einleikurum. Útsetningar velflestra laganna á diskinum gerði Helgi E. Kristjánsson, sem einnig annaðist u p p t ö k u r , hljóð blöndun og frágang d i s k s i n s . Diskur inn er til sölu hjá harmóniku- f é l a g s - m ö n n u m en þar í forsvari eru Guðmundur Ægir Theodórsson í síma 862 7594 og Þórður Þorsteinsson (Doddi) í síma 894 1286. /MHH Harmónikufélag Selfoss með nýjan geisladisk Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.