Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 Umræða um smitvarnir hér á landi gengur svolítið í bylgjum eftir því umræðu erlendis, sem og í tengslum við sjúkdóma sem koma upp hér landi. Skemmst er t.d. að minnast barkabólgu og veiruskitu í kúm nú í vetur, smitandi hósta í hrossum og bæði garna- og riðuveikitilfella sem koma því miður reglulega upp. Á síðasta ári kom upp alvarleg smitandi pest í Evrópu sem fór hratt yfir, sk. Schmallenberg-vírus, sem olli miklum búsifjum, en vírus þessi flyst með flugum og því er erfitt að hefta útbreiðsluna. Við höfum sem betur fer sloppið enn við þetta smit en hröð útbreiðsla Schmallenberg-smitsins minnir á mikilvægi þess að hafa smitvarnir í huga við nútíma búskap. Smit með lifandi skepnum Smit með skepnum og meindýrum er líklega algengasta formið þegar sjúkdómar dreifa sér. Hér á landi þekkja trúlega allir til varnarhólfanna og varnargirðinga svo ekki þarf að ræða það frekar. Hins vegar er afar brýnt að hafa hugfasta smithættuna við lífdýraflutninga á milli búa innan hólfanna. Auðvitað þarf að tryggja að skepnurnar séu heilbrigðar en einnig að flutningatækið sé hreint og sótt- hreinsað. Smit með dauðum skepnum Af sjálfdauðum eða aflífuðum skepn- um getur stafað veruleg smithætta og slíkar skepnur ber alltaf að varð- veita undir yfirbreiðslu eða með því að skerma þær af þar til þær fara til eyðingar eða urðunar. Smit með fólk og farartækjum Smit berst í búfé með margs konar hætti og stundum er hreinlega alls ekki vitað með hvaða hætti. Á bú nú til dags koma fjölmargir aðilar í heimsókn, s.s. dýralæknar, ráðunautar, frjótæknar, þjónustubílstjórar, klaufskurðarfólk, rúningsmenn og -konur auk fjölda annarra, að ógleymdum iðnaðarmönnum, verktökum og svo mætti vafalítið lengi telja. Flestir, ef ekki allir, koma á einhvers konar farartækjum og margir nota búnað við störf sín og alltaf er hætta á því að smitefni geti borist með þessu fólki eða þeim búnaði sem því fylgir enda margt af því í þannig starfi að leiðirnar liggja á milli búa með skömmu millibili og hættan á því að bera smit á milli er þar af leiðandi veruleg. Það er sjálfsögð krafa bænda að ætlast til þess að þessir aðilar passi sjálfir upp á að minnka líkur á því að smit berist á milli búa og má nefna hér sem dæmi að í Danmörku gera vinnuveitendur ráðunauta þá kröfu að vinnufatnaður skuli vera tandurhreinn við komu á bú, ella skuli viðkomandi klæðast nýjum vinnufatnaði. Enn fremur að stígvél þeirra séu sótthreinsuð við komu á bú, sem og við brottför. Ef einhver heldur að þetta sé mikil vinna veit ég það af eigin reynslu að svo er ekki. Vinnan við sótthreinsun og þrif tekur innan við tvær mínútur við hverja heimsókn. Smit innan bús Eftir að bakteríur eða vírusar hafa stungið sér niður innan bús er ekki sjálfgefið að það leiði til þess að allir gripir veikist. Dæmi um þetta er t.d. júgurbólgubakterían Staf. aureus, en þar sem hún veldur usla geta bændur sjálfir gert ýmislegt til þess að draga úr frekari smitun innan bús síns, s.s. með breyttum vinnubrögðum. Þannig er þetta á hverju búi og óháð búgrein að hægt er að takast á við vandamálin á staðnum. Almennt er óhætt að mæla með því að á hverju búi ætti að vera til aðgerðaráætlun um það hvernig eigi að bregðast við ef upp kemur smitandi sjúkdómur og ekki síður hvernig eigi að tryggja sem best að smitandi sjúkdómur komi ekki upp. Því betur ígrunduð sem svona áætlun er, s.s. varðandi dagleg vinnubrögð og þrif, þeim mun meiri líkur eru á því að viðkomandi smit nái ekki verulegri útbreiðslu innan búsins. Smit með gestum Þegar erlenda gesti ber að þarf að sjálfsögðu að gæta sérstaklega vel að smitvörnum vegna hættu á smiti með ferðafólkinu. Auk framangreindra atriða varðandi klæðnað er óhætt að mæla með því að gera kröfu um að viðkomandi hafi ekki verið í námunda við skepnur erlendis síðustu 48 klukkustundirnar. Yfirleitt er talin lítil hætta á að smit berist með almennum gestum sem hafa lítið sem ekkert með landbúnað að gera. Notkun á einnota hlífðarfatnaði er þó ætíð góð vinnuregla. Smit vegna ferða og ferðalaga Á síðari árum hafa reglulega verið farnar skipulagðar fagferðir bænda til útlanda og í slíkum ferðum er undantekningarlítið farið í heimsóknir til bænda og oft einnig á landbúnaðarsýningar þar sem búfé er sýnt. Í ferðum sem þessum, eða öðrum slíkum þar sem búfé er skoðað, er afar mikilvægt að passa upp á smitvarnirnar, s.s. að snerta ekki skepnur eða fóður að óþörfu, setja föt og skó í hreinsun við heimkomu og sótthreinsa annað það sem kann að hafa komist í snertingu við hugsanlegt smitefni. Góð aðstaða skiptir sköpum Því betri aðstöðu fyrir aðkomufólk sem bú bjóða upp á í dag, þeim mun meiri líkur eru á því að bú geti forðast smit utan frá. Í nýjum búfjárhúsum er t.d. alltaf mælt með sér inngangi fyrir þjónustuaðila, þ.e. inngangi sem bóndinn sjálfur og starfsfólk hans nota ekki. Þetta er gert til þess að draga úr líkum á því að þverun verði á smitleiðum. Við slíka inn- ganga á að staðsetja handlaug, vera með góðan möguleika á skóþvotti og svo að hafa þar hrein stígvél og galla fyrir viðkomandi. Hægt er að nálgast fínar hönnunarleiðbeiningar um svona inngöngurými víða. Aðkoma þjónustubíla Margs konar farartæki koma á búin, s.s. mjólkurbílar, fóðurbílar, bílar og kerrur sem flytja klaufskurðar- bása og sláturbílar, svo eitthvað sé nefnt. Þessi farartæki bera með sér töluverða smithættu og því er brýnt að huga að aðkomuleiðum þessara farartækja. Einfaldast er að vera með auðþrífanlegt plan þar sem þessi farartæki koma og góðan búnað til þrifa. Auk þess eru yfirleitt (erlendis) gerðar sérstakar kröfur til bílstjóra á sláturbílum, en þeir eiga helst ekki að fara inn í búfjárhús og þurfa umfram aðra að viðhafa sérstaka smitgát. Best er að hafa sérstaka aðstöðu til þess að afhenda gripi á gripaflutningabíl, s.s. stíur eða sérstaka bása, svo að gripaflutningabílstjóri þurfi ekki inn í viðkomandi búfjárbyggingu. Bóndinn ber ábyrgðina Hvernig sem á það er litið ber bónd- inn ábyrgðina á sínu búfé og hefur fullan rétt á því að setja skýrar reglur varðandi umgengni við búfé sitt og á sínu búi. Hér er vissulega mikilvægt að bóndinn sýni sjálfur gott frum- kvæði og viðhafi t.d. ítrasta hreinlæti við störf sín, s.s. á sauðburði og við daglegar mjaltir. Því miður er það reynslan erlendis að margir bændur veigra sér við að setja skýrar umgengnisreglur, finnst það jafnvel óþægilegt, og sumir líta á það sem hálfgerðan dónaskap að t.d. skikka dýralækna, frjótækna og ráðunauta í stígvél og samfestinga búsins. Þessar áhyggjur eru alls óþarfar og í raun líta væntanlega allir þjónustuaðilar bænda á það sem afar góðan kost að hafa aðgengileg hrein stígvél og galla við komu á bú. Heppilegast er í því sambandi að eiga til sér vinnufatnað fyrir þá sem oftast koma í heimsókn og svo 1-2 auka sett fyrir aðra þá sem koma sjaldnar. Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Nautgriparæktardeild Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku Utan úr heimi Smitvarnir skipta máli Christine Tacon, starfsmaður samtakanna The Co-operative Group, hefur verið skipuð fyrsti umboðs maður matvæla- framleiðenda gagn vart verslana- keðjum í Bretlandi. Verkefni hennar er að gæta þess að verslanakeðjurnar sýni sanngirni í viðskiptum við matvæla- framleiðendur. Breska þingið mun á næstunni ljúka afgreiðslu á nýjum lögum um stöðu umboðsmannsins, en þar sem litið er á þá afgreiðslu sem formsatriði ákvað ríkisstjórnin að ráða þegar í stöðuna til þess að viðkomandi gæti strax hafið skipulagningu og uppbyggingu á verkefninu. Fyrir valinu varð Christina Tacon, en hún hefur undanfarin ellefu ár fjallað um matvælaviðskipti á vegum Samtaka samvinnuverslana (kaupfélaga) í Bretlandi. Hún er þekkt meðal stjórnenda fyrirtækja í Bretlandi sem reka matvælaverslanir á samvinnugrundvelli. Auk þess að byggja upp starfsemi nýja fyrirtækisins mun hún fjalla um kvartanir frá matvælabirgjum og miðla málum þar sem ágreiningur er á ferðinni milli framleiðenda og tíu stærstu matvælakeðja í Bretlandi. Fyrirtæki sem koma fram af ósanngirni við birgja fá áminningu og nöfn þeirra verða birt í fjölmiðlum, auk þess sem umboðsmaðurinn hefur vald til þess að sekta þau. Samtök breskra bænda, National Farmers Union, styðja þessar aðgerðir, en nýja kerfið styrkir rekstur afurðastöðva bænda. Í Brussel er fylgst grannt með þessu framtaki breskra bænda, en Embættis- manna ráð ESB, „Kommissjónin“, fjallar nú um að stofna sitt eigið embætti umboðsmanns til að veita keðjum matvæla verslana í löndum sambandsins aðhald. Bretar ráða umboðsmann matvælaframleiðenda: Kallað á sanngirni verslanakeðja gagnvart framleiðendum Christine Tacon Evrópusambandið býr við kreppuástand. Stjórnkerfi þess veldur ekki hlutverki sínu. Um 60% af ungu kynslóðinni, 25 ára og yngri, í Suður-Evrópu eru atvinnulaus og 24% í Svíþjóð. Stór svæði í Evrópu eru að missa frá sér verulegan hluta af heilli kynslóð fólks, að því er Amund Venger skrifar í Nationen 4. apríl. „Í stað þess að bregðast við því með gagnráðstöfunum beita ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn aðferðum fjármagnsins til að flæma fólk burt. Draumur ráðamanna er fjórfrelsi ESB, en í því felast frjálsir flutningar á vörum, fjármagni, vinnuafli og þjónustustarfsemi sem hefur þjappað saman valdi í viðkomandi löndum og orðið á kostnað sjálfbærrar sóknar samfélagsins til efnalegra framfara. Miðflokkurinn í Noregi styður ekki áðurnefnt fjórfrelsi Rómar- sáttmálans né stefnu ESB í málefnum landbúnaðar, sjávarútvegs og dreifbýlis, þar sem opinberum styrkjum og einkaleyfum er úthýst. Reglur ESB um samkeppni koma í veg fyrir aðkomu ríkisvaldsins að þessum málum, sem hefur verið forsenda þess að viðhalda dreifbýli í Noregi og styrkja það samfélag jafnréttis og velferðar þar sem við erum stolt af. Miðflokkurinn hefur átt í víðtæku samstarfi við önnur hagsmunasamtök á sama sviði í Noregi, þvert á allar spár, og átt sinn þátt í því að koma í tvennum þjóðaratkvæðagreiðslum í veg fyrir inngöngu Noregs í ESB. Flokkurinn getur verið hreykinn af þessum árangri sínum og glaðst yfir því að viðhorfskannanir sýna að 70-80% þjóðarinnar eru nú andvíg aðild að ESB. Noregi var ekki úthýst úr ESB árið 1972, eins og Verkamannaflokkurinn og Hægriflokkurinn spáðu. Í samskiptum Noregs og ESB bíða heldur ekki nein óleyst úrlausnarefni. Báðir aðilar, ESB og Noregur, hafa hag af traustu og góðu samstarfi. Öflug stjórn á náttúru auðlindum er afar mikilvæg fyrir lítið og dreifbýlt land eins og Noreg. Sigur andstæðinga aðildar að ESB árið 1972 hefur eftir það tryggt yfirráðarétt og uppbyggingu atvinnulífs og efnahagsmála í Noregi. Þar ber ekki síst að hafa í huga uppbyggingu á olíu- og gasvinnslu í Noregi, með öllum þeim iðnaði, þekkingaröflun og fjölþættu verkefnum sem fylgt hafa í kjölfar þess. Sú þróun hefði verið óhugsandi ef Noregur hefði gengið í ESB árið 1972. Statoil, sem er í eigu norska ríkisins, hefur verið máttarstólpinn í þeirri uppbyggingu. Nærtækt hefði verið að fela Englandi að sjá um þessa þjónustu, þar sem mest fjármagn og víðtækust þekking á rekstri sem þessum var þar að finna. Norska þjóðin gerði sér hins vegar grein fyrir því að uppbygging norsks samfélags var mikilvægari en stundargróði. Þess vegna var þessi þjónusta frá upphafi byggð upp í Stavanger. Hin mikilvæga þátttaka Noregs í þróun hafréttarmála, sem fram fór á vegum Sameinuðu þjóðanna á 8. áratugi síðustu aldar, hefði verið óhugsandi ef Noregur hefði þá átt aðild að ESB. Verkalýðshreyfingin í Noregi hafði þá í þjónustu sinni starfsmenn sem áttuðu sig á því að fjórfrelsi Rómarsáttmálans mundi auka vald fjármagnsins en draga úr réttindum og samstöðu almennings í landinu. Einnig hefði sáttmálinn skert verulega möguleika Noregs á að fylgja fram sinni eigin stefnu í málefnum norsks dreifbýlis. Olíugróði Noregs hefur dregið úr samkeppnisstöðu þjóðarinnar í öðrum atvinnugreinum. Það gildir jafnt um landbúnað, ferðaþjónustu, fiskveiðar og fiskvinnslu og margvíslegan iðnað. Framtíð þessara greina ræðst af samningum við yfirstjórn Evrópska efnahagssvæðisins. Matvælaframleiðsla og matvæla- öryggi í Noregi hefur dregist saman vegna samningsins. Landsþing Miðflokksins verður því að koma af stað almennum umræðum um stefnumörkun í þjóðarinnar í þeim málaflokki.“ Norðmenn telja ESB ekki valda hlutverki sínu: Um 60% ungu kynslóðarinnar í Suður-Evrópu atvinnulaus Góð aðstaða fyrir þjónustuaðila búa dregur verulega úr líkum á því að smit berist inn á bú. Hér má sjá einfaldan búnað sem er staðsettur við fóðurganga og liggur slangan og smúllinn ofan í rörinu og því hægt að grípa til þessa hvenær sem er án þess að eiga á hættu að sundur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.