Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 Birgitte Bærendtsen og Árni Hafstað tóku við búi af foreldrum Árna árið 1993. Það hafði lengi verið ætlað Árna, en foreldrar Birgitte, sem eru stórbændur í Danmörku, höfðu sennilega ætlað henni blíðari örlög en að setjast að við kotbúskap norður við Dumbshaf. Hefðbundinn kúabúskapur var þá, með 40 kýr, mjaltabás. Árið 1997 fara Birgitte og Árni í nám til Danmerkur en eru bæði heimkomin 2001. Á meðan var ráðsfólk á búinu. Fjósi var breytt í áföngum og kúm fjölgað smátt og smátt. Árið 2003 var keyptur mjaltaþjónn sem hefur þjónað síðan (þetta hljómar eins og hann hafi verið prestsvígður, en svo er ekki!). Árni hefur störf sem heyrnarfræðingur um svipað leiti, ferðast um landið og sinnir heyrnartækjaþjónustu.. Árið 2008 er byggt kálfahús og þá losnar bygging sem hafði gegnt því hlutverki fram að því. Sú bygging var þá tekin í gegn og þar fyrirkomið bruggverksmiðjunni Gæðingi, sem hefur starfað í tvö ár og þar innan veggja er margt í gerjun. Nýjasta aukabúgreinin er síðan barinn Microbar í Austurstræti. Þar hefur í bráðum eitt ár verið rekinn sá bar sem leggur áherslu á að hafa bjóra frá íslensku örbrugghúsunum á krana og svo um 140 tegundir aðrar af sérbjórum. Býli? Útvík. Staðsett í sveit? Of norðarlega, en í Skagafirði. Ábúendur? Birgitte Bærendtsen, Árni Hafstað, Baltasar og Apríl. Stærð jarðar? Frekar lítil, en dugar. Sama sagan alltaf. Gerð bús? Mjólkurkýr, bjór, bar og heyrnartæki. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 60 kýr og milljón gæðingar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Ein fer í fjósið, einn stillir heyrnartækin, einn bruggar bjór. Oft endar dagurinn á Microbar. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Bjórsmökkunin/allt hitt. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Allt öðruvísi. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Tja, örugglega gaman. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í fram tíðinni? Spurðu mig þá. Hvar teljið þið helstu tækifærin í útflutningi íslenskra búvara? Bjór. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Of gamall rjómaostur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ekki rjómaosturinn. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar allir misstu stjórn á skapi sínu við að sækja geldneyti af engjum. Tveir snéru sig á ökla og misstu röddina. Einn þurfti að snara og binda við dráttarvél. Ég man ekki hver það var. Með hækkandi sól fer að koma tími lautarferða að nýju. Þá er alltaf skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt sem hentar fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Hér kemur því sýnishorn af brauðmeti sem nota má í samlokugerð, sem er einkar hentugt fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir mjöli og geri, því hér er því sleppt og höfð með sæt og holl sósa. Oopsies-klattar 6 stk. › 3 egg › 100 g rjómaostur › 1 tsk. salt Aðferð: Skiljið eggin. Þeytið saman rjóma- osti, eggjarauðum og salti með hand- þeytara eða í hrærivél. Þeytið síðan hvíturnar í annarri skál þar til þær eru loftkenndar og hvítar. Blandið eggja- hvítunum saman við rjómaostblönd- una. Blandið varlega svo að deigið haldist loftkennt, setjið rúmlega 1-3 msk. af deigi í einu á ofnplötu sem þakin hefur verið bökunarpappír og bakið í 15-20 mínútur við 180°C. (Fengið að láni hjá Gunnari Má Sigfússyni, heilsuráðgjafa, úr bók hans Lág kolvetna lífsstíllinn.) Mangókarrísósa › 2 msk. mangómauk › 1 tsk. karrí › 2 tsk. tamarisósa › 125 ml hrein jógúrt eða AB mjólk. Einnig má nota sojajógúrt Aðferð: Hrærið allt saman og kælið. (Uppskrift frá Café Sigrún). /ehg Líf og lyst BÆRINN OKKAR MATARKRÓKURINN Hugmyndir Útvík fyrir lautarferðina Með Oopsies-klöttunum getur hver og einn leikið sér með hráe- fnið sem sett er á þá, hægt er að nota góða sósu, salat, kjöt og/eða uppáhalds áleggið, smyrja þá með íslensku smjöri eða hreinlega borða þá eintóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.