Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 45
45Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 Jóhanna Lind Elíasdóttir, ábyrgðarmaður rekstrar hjá Ráðgjafarmiðstöð land búnaðar- ins (RML), og Jón Baldur Lorange, sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands (BÍ), handsöluðu á dögunum samkomulag um notendaþjónustu við notendur dkBúbótar (sjá mynd). Samkomulagið felur í sér að notendur dkBúbótar geta hringt í þjónustunúmerið 563-0368 á virkum dögum ef þá vantar aðstoð vegna forritsins. Teymi hefur verið sett saman skipað starfsfólki tölvudeildar BÍ og RML sem sinnir notendaþjónustu sem er innifalin í árgjaldi að dkBúbót. Í notendaþjónustu felst símasvörun á milli 10.00 og 16.00 alla virka daga þar sem aðstoð fæst við að greina eðli vandamála sem upp kunna að koma. Innifalin í árgjaldi er einnig lausn á vandamálum sem koma upp ef villur koma upp í forritinu sjálfu. Þjónustan er veitt í gegnum síma en einnig getur þjónustufulltrúi yfirtekið tölvu notanda til að leysa vandamálið hratt og örugglega. Notendum er bent á að unnt er að senda inn þjónustubeiðni í gegnum www.bondi.is undir Tölvuþjónusta og forrit og velja þar Þjónustubeiðni – bændur. Notendur eru hvattir til að nýta sér þessa leið því allar beiðnir fara inn á þjónustuborð dkBúbótar án tafar. Rétt er að taka fram að í notendaþjónustu felst ekki aðstoð vegna bókhaldslegra atriða eða leiðréttinga á færslum sem rekja má til vankunnáttu í bókhaldi. Kennsla á forritið er sömuleiðis ekki innifalin en bent er á námskeið sem verða í boði RML, búnaðarsambanda og LBHÍ. Þá skal bent á rafræna handbók sem er aðgengileg í forritinu sjálfu undir hjálp. ,,Með þessu samkomulagi komum við upp samstarfsteymi sem fókuserar á veita bændum góða þjónustu. Þannig byggist upp þekking á forritinu og á óskum notenda sem nýtist okkur til að gera enn betur í framtíðinni,“ sögðu Jóhanna Lind og Jón Baldur við blaðamann Bændablaðsins að lokum. Þjónusta efld við notendur dkBúbótar Jóhanna Lind Elíasdóttir, ábyrgðar- maður rekstrar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), og Jón Baldur Lorange, sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands (BÍ), handsala hér samkomulag um notendaþjónustu við notendur dkBúbótar. Mynd / HKr. Fóðrun áa á sauðburði ef gróffóður skortir eða heygæðin eru rýr Vegna þurrka síðasta sumar varð heyfengur hjá mörgum minni en vanalega og langur gjafatími í vetur veldur því að fleiri bændur eru heytæpir núna en undanfarin ár. Einkum á þetta við um bændur um norðan- og austanvert landið, en þar eru einnig í sumum sveitum horfur á að gjafatími í vor verði lengri en undanfarin ár. Bændur hafa reynt að mæta þessu með því að verða sér úti um hey eða tryggja sér aðgang að heyi ef seint vorar og hafa verður lambfé lengi á gjöf. Verð á heyi er hærra en verið hefur undanfarið og kostnaðarsamt er að flytja það um langan veg. Heymagn í rúlluböggum er misjafnt og hafa ýmsir þættir áhrif á það, s.s. aldur rúlluvélar, þurrefni og þroski heysins og verklag við bindingu. Einnig eru gæði heyja mjög breytileg og fara m.a. eftir sláttutíma, grastegundum í túnum, áburðargjöf og fleiru. Hey af fyrri slætti inniheldur jafnan meira tréni en há sem er blaðrík. Hey í plasthjúpuðum böggum þarf að vera vel pakkað og hjúpurinn má ekki hafa rofnað í geymslu. Við hey- kaup er mikilvægt, sé þess nokkur kostur, að vita hvers konar hey er verið að kaupa (s.s. um sláttutíma, aldur ræktunar, áburðargjöf) og að gæði þess séu í samræmi við þarfir þess fénaðar sem því er ætlað. Í vetur hafa sumir sauðfjárbændur gripið til þess ráðs að kaupa fóður- blöndur eða korn af bændum sem stunda slíka ræktun. Þannig hafa þeir náð að spara hey án þess þó að fóðurstyrkur hafi minnkað. Korn og fóðurblöndur með lágu próteini henta ágætlega sem viðbótarfóður með heyjum. Ef prótein innihald heyjanna er lágt þarf þó að velja fóðurblöndu fremur en korn því kornið er oft fremur próteinsnautt. Með próteinríku heyi hentar korn hinsvegar vel. Fóðurþarfir tvílembu (70 kg að þyngd) á 1.-3. viku eftir burð eru 2,42 FEm á dag og á 4.-6. viku eftir burð 2,10 FEm á dag (miðað við að vöxtur tvílembinga sé 550 g/dag). Ef gert er ráð fyrir að átgeta áa eftir burð sé um 2,3 kg þurrefnis á dag fá þær 1,9-2,0 FEm á dag ef þeim er gefið gott eða úrvalsgott hey. Svo mikið éta þær ekki nema heyin séu mjög lystug og góð. Orkuþörf til mjólkurmyndunar ánna verður því alltaf að talsverðu leyti mætt með því að ærnar taki af eigin holdum. Auka má orkustyrk fóðursins með því að gefa fóður- bæti eða korn. Þurfi að gefa mikinn fóðurbæti, 200 g/á á dag, er ráðlegt að skipta honum á fleiri en eitt mál á dag. Meiri fóðurbætisgjöf er tæpast hagkvæm nema um sé að ræða ódýrar fóðurblöndur eða korn og að hey sé mjög dýrt eða af skornum skammti. Ekki er ráðlegt að hafa dagskammt af fóðurbæti hærri en 300-400 g/á á og skipta þá gjöfinni á 2-3 mál. Hófleg kjarnfóðurgjöf getur aukið át og nýtingu á slöku heyfóðri en mjög mikil gjöf á fóðurbæti gerir nýtingu gróffóðurs lakari og dregur úr gróffóðuráti. Mikilvægt er að tryggja lambfé aðgang að nægu og góðu vatni. Það léttir á ánum ef lömbin geta komist í vatn. Við mikla kjarnfóðurgjöf eykst vatnsþörf ánna. Þar sem aðstæðum háttar svo í vor að hafa þurfi lambær á gjöf lengi eftir burð áður en þær komist á beit er mikilvægt að hafa í huga að; Gott og lystugt gróffóður er undir- stöðufóður fyrir ær á sauðburði. Þær þurfa helst að geta étið það að vild. Gefa þarf fóðurbæti ef heygæði eru ekki nægjanleg (efnagrein- ingar gróffóðurs hjálpa til við áætlanagerð). Gjöf á fóðurbæti örvar mjólkur- myndun ánna. Drýgja eða spara má hey með fóðurbætisgjöf. Ef gefin eru meira en 200 g/á á dag af fóðurbæti er ráðlegt að skipta gjöfinni á tvö mál. Tryggja þarf lambfé (ám og lömbum) aðgang að nægu og góðu vatni. Þegar lambær fara af innifóðrun á beit þurfa þær að hafa aðgang að úrvals heyi af fyrri slætti. Eiríkur Loftsson Ráðunautur í fóðrun hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Eiríkur Loftsson Ekki er alltaf völ á svona góðri töðu þegar seint vorar eins og nú er raunin mjög víða norðanlands. Hljómsveitin Æfing á Flateyri heldur um þessar mundir upp á 45 ára afmæli sitt, en hún var stofnuð árið 1968. Er haldið upp á afmælið með miklum stæl og útgáfu á 16 laga hljómplötu. Flest lög og textar á plötunni eru eftir Sigga Björns en platan er tileinkuð Danna (Kristjáni Jóhannessyni), Sollu (Sólveigu Kjartansdóttur) og Söru Vilbergs. Frá upphafi hafa einungis 13 strákar hlotið þann heiður að fá að spila með hljómsveitinni og hafa hvorki Mick Jagger né John heitinn Lennon komið þar til álita. Þó er ekki talið með öllu útilokað að Mick Jagger hafi verið að þreifa fyrir sér með inngöngu í hljómsveitina þegar hann heimsótti Ísafjörð fyrir nokkrum árum. Honum varð þó ekki kápan úr því klæðinu, enda varla í þeim klassa að sleppa þar inn fyrir dyr. Þó að hljómsveit Jaggers, Rolling Stones, sé farin að láta á sjá og komin til ára sinna á Æfing enn framtíðina fyrir sér þótt orðin sé 45 ára. Hljómsveitin hefur aldrei hætt en bara fengið sér kríu við og við á milli uppákoma Önfirðingafélagsins, eins og segir í plötuumslagi. Í dag er hljómsveitin skipuð þeim Árna Benediktssyni, sem er jafnframt einn af stofnendum sveitarinnar, Sigga Björns, Jóni Ingiberg Guðmundssyni, Ásbirni Þ. Björgvinssyni og Halldóri Gunnari Pálssyni Fjallabróður. Í inngangi sem Siggi Björns ritar í veglegt umslag plötunnar segir m.a. að hann hafi fyrst komið inn í Æfingu á páska- balli á Flateyri árið 1971, fyrir náð og miskunn eldri bróður síns Ingólfs sem þar var fyrir í band- inu. Tilurð hljóm- sveitarinnar var þó sú að Danni, Árni, Simmi Ólafs og Eiríkur keyptu sér græjur árið 1968 og fóru að spila á böllum. Á árinu 2009 komu nokkrir félagar saman í veitingastaðnum Vagninum á Flateyri til að minnast Danna og Sollu. Settu þeir saman eitt lag þar sem saga hljómsveitarinnar var rakin í léttum dúr. Þetta spurðist út og flykktust gamlir Flateyringar vestur og úr varð mikið fjör. Eftir þetta segist Siggi hafa farið að kíkja í laga- og textaskúffu sína til að athuga hvort þar væri ekki eitt- hvað sem hentaði hljómsveitinni fyrir upptökur. Þar fann hann ýmislegt og bætti svo ýmsu við. Allt eru þetta lög og textar sem tengjast vestur á firði og á Eyrina með stemn- ingu áranna frá 1970 til 1990. Á þeim tíma voru allir á kafi í vinnu á Flateyri sem annars staðar á Vestfjörðum og í ástandi sem allir héldu að myndi endast um ókomna tíð. Siggi segir að á plötunni ægi saman öllum tónlistarstílum. Þar megi finna vals, kántrý, rokkabillý, ball- öður, vögguvísur og hipparokk en allt í Æfingarstíl. Auk tólf áður óút- gefinna laga sem upphaflega átti að setja á plötuna var bætt við „B-hlið“ með fjórum „Maríum“ eins og þeir spiluðu á böllunum í gamla daga. „Þetta finnst kannski sumum vera stílbrot,“ segir Siggi Björns „en þetta er og verður alltaf sveitaballaband og svona gerum við það.“ Hljómsveitin Æfing frá Flateyri með glænýja plötu – fyrstu 45 árin rakin í texta og lögum sem flest eru eftir Sigga Björns Tónlistarbás
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.