Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 20136 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.900 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.450. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 Skipt um áhöfn LEIÐARINN Pólitísk staða á Íslandi gjörbreyttist í nýliðnum kosningum. Fráfarandi stjórnarflokkar guldu þar afhroð og þá sér í lagi Samfylkingin. Þar finna stjórnmálaspekingar vart samjöfnuð í slakri útkomu stjórnarflokks í kosningum jafnvel þótt leitað sé langt út fyrir landsteinana. Spurningin er svo hvað tekur við? Þegar þetta er ritað standa forsvarsmenn sigurvegara kosning- anna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, í viðræðum um mögulega stjórnarmyndun. Virðist fátt geta komið í veg fyrir að þessir flokkar nái saman. Það er þó ekki einfalt að mynda stjórn við þessar aðstæður. Foringjar flokkanna eru nú undir gríðarlegri pressu frá kjósendum um tvö stór- mál. Annars vegar að koma til móts við heimilin í landinu með því að snúa upp á hendur fjármálaafla og sér í lagi vogunarsjóða. Hitt málið varðar afnám verðtryggingar sem skrúfað hefur upp misréttið í sam- félaginu undanfarin ár. Flokkarnir tveir munu ekki komast upp með einhvern moðreyk hvað þessi mál varðar gagnvart kjósendum. Því er eins gott að þeir gangi vel frá sam- komulagi sín á milli um hvernig skuli hrinda þessum áformum í framkvæmd. Fjölmörg önnur stórmál blasa við. Það varðar t.d. endur fjármögnun fjármálakerfisins, sjávarútvegsmál- in, með hvaða hætti eigi að koma hjólum atvinnulífsins á almenni- legan snúning. Einnig þarf að taka til hendi í velferðarkerfinu. Þar þarf augljóslega að leysa mál með hraði, ekki síst er varðar heilbrigðismálin, sem komin eru á alvarlegt stig. Á þessum málum eru ýmsir angar sem einnig er nauðsynlegt að fara í saumana á. Það varðar t.d. lífeyris- kerfi landsmanna, sem augljóslega er ekki að virka eins og almenningur hélt að til væri stofnað. Í dag er skylduaðild að lífeyrissjóðum ekkert annað en skattheimta, en ekki sú við- bótartrygging sem fólk taldi sig fá að njóta í ellinni. Sjóðirnir hafa tapað gríðarlegum fjármunum á margs konar fjármálavafstri. Réttindi sjóðsfélaga hafa því verið skert á móti bótum Tryggingastofnunar þannig að þeir sem greiða í sjóðina eru engu betur settir en þeir sem gera það ekki. Þetta gengur alls ekki upp. Því hafa raddir verið að heyrast um hvort ekki sé eins gott að þjóðnýta lífeyrissjóðina til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og taka upp gegnumstreymiskerfi til að standa undir lífeyrisgreiðslum. /HKr. Í nýafstöðnum alþingiskosningum urðu verulegar breytingar. Stjórnarflokkarnir biðu afhroð og töpuðu meiru en helmingi fylgis síns. Mikil endurnýjun varð á þingmönnum árið 2009 enda umbrotatímar í þjóðfélaginu, en sú endurnýjun varð síst minni nú, því 27 nýir þingmenn voru kjörnir. Nú eru aðeins ellefu þingmenn eftir sem voru kjörnir 2003 eða fyrr. Starfandi bændum fjölgar verulega á þingi og þar munu sitja fjórir bændur í stað eins áður, þar með talið fyrrverandi formaður BÍ og núverandi formaður Samtaka ungra bænda. Ásmundur Einar Daðason var endurkjörinn en við bætast þau Haraldur Benediktsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Þórunn Egilsdóttir. Ástæða er til að fagna því sérstaklega og óska ég þeim og öðrum þingmönnum til hamingju með kjörið. Þegar þetta er skrifað standa yfir stjórnar- myndunar viðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Sé litið til svara þeirra flokka við spurningum Bændablaðsins til framboða sem birtust hér í blaðinu fyrir kosningar er ekki annað að sjá en að áherslur þeirra falli ágætlega að áherslumálum samtaka bænda. Vilja viðhalda tollvernd Báðir flokkarnir vilja viðhalda tollvernd á búvörum sem eru í beinni samkeppni við innlenda framleiðslu og báðir leggjast þeir gegn innflutningi á lifandi dýrum og/eða hráum, ómeðhöndluðum dýraafurðum til að vernda hina einstöku sjúkdómastöðu sem við búum við. Báðir taka þeir undir að tryggja verði fæðu- og matvælaöryggi landsins. Framsóknarflokkurinn nefnir að auka beri innlenda matvælaframleiðslu og Sjálfstæðisflokkurinn vill nýta tækifæri landbúnaðarins á grundvelli einkaframtaks og frelsis. Báðir nefna þeir að tryggja verði landbúnaðinum viðunandi starfsskilyrði og nýta þá möguleika sem hann hefur upp á að bjóða. Báðir flokkar andsnúnir aðild að ESB Þá eru báðir flokkarnir andsnúnir aðild að ESB og vilja ekki halda áfram aðildarviðræðum við sambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Á grundvelli þessara svara er því ólíklegt að mikill ágreiningur verði um framangreind atriði í yfirstandandi viðræðum, en ekki er hægt að fullyrða neitt fyrr en niðurstaða þeirra verður ljós. Þess er aðeins óskað hér, hvernig sem ný ríkisstjórn verður samsett, að hún beri gæfu til að þess að standa með íslenskum landbúnaði og þeim fjölmörgu tækifærum sem þar er að finna. Verslun og þjónusta er ekki hafin yfir gagnrýni Samtök verslunar og þjónustu efndu til herferðar í tengslum við kosningarnar. Gætti þar gamalkunnugra frasa um að hagkvæmast væri að flytja meira inn af neysluvörum. Þessi málflutningur náði þó litlu flugi. Í fróðlegri grein Hennýjar Hinz, hagfræðings ASÍ, í nýjasta tölublaði Vinnunnar er bent á að skv. alþjóðlegum samanburði er verslunarrými hér tvöfalt meira á íbúa en annars staðar á Norðurlöndum og spurt hvaða áhrif það hafi á hagkvæmni greinarinnar. Jafnframt er spurt hvað það kosti að hafa á annan tug matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu opnar allan sólarhringinn. Enn fremur er í grein Hennýjar vitnað til nýrrar skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar þar sem fram kemur að styrking gengis skilar sér síður til neytenda en gengisfall. Það hefur einmitt verið til umræðu síðustu daga í ljósi þess að krónan hefur styrkst talsvert undanfarnar vikur án þess að það hafi komið fram í verði innfluttra vara. Á það hafa ASÍ , Neytendasamtökin, Íslandsbanki og fleiri bent. Verslunin þarf því að taka til í eigin ranni. Um leið er rétt að halda því til haga að verslun og þjónusta er afar mikilvægur þáttur í íslensku efnahagslífi sem skapar fjölmörg störf, en hún er ekki hafin yfir gagnrýni. Erfiðar aðstæður á Norður- og Austurlandi Í liðinni viku fóru fulltrúar bænda að skoða aðstæður á nokkrum svæðum á Norður- og Austurlandi í ljósi þess mikla fannfergis og svellalaga sem bændur þar búa við. Snjóa- og svellalög eru víða gríðarleg, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum, þó að ekki sé hægt að meta kaltjón fyrr en loks tekur upp. Þegar er þó ljóst að tjón á girðingum er gríðarlegt og kostnaður við fóðurkaup getur orðið verulegur. Langir vetur hérlendis eru auðvitað engin nýlunda og má þar nefna sem dæmi árin 1979, 1989 og 1995. Hins vegar leggst margt saman nú, þ.e. kal 2011, vorhret 2012, þurrkasumar og minni uppskera 2012, óveðrið í september 2012 og nánast óslitin snjóalög síðan þá. Bændur eru því orðnir langþreyttir á ástandinu. Viðbragðshópur á vegum BÍ og stjórnvalda hefur verið settur á laggirnar til að fylgjast með málinu og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins tekur þátt í þeirri vinnu. Samtök bænda munu reyna að gera sitt til að styðja við bakið á bændum sem búa við þessar aðstæður og við sendum þeim baráttukveðjur. /SSS Efna skal loforð Brekkulækur er notalegt gistihús í fallegum dal inni af Miðfirði. Gisting er í 17 herbergjum með sér- eða sameiginlegu baði. Að mati starfsfólks og viðskiptavina Ferðaþjónustu bænda veita gestgjafarnir góða og persónulega þjónustu og eru til fyrirmyndar í þróun heildstæðra ferðaupplifana með sjálfbærum áherslum. Brekkulækur á sér langa sögu, en bærinn hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir 100 ár. Brekkulækur hefur verið félagi í Ferðaþjónustu bænda frá upphafi og er raunar ekki bara gististaður heldur líka ferðaskrifstofa sem skipuleggur hestaferðir, gönguferðir og rútuferðir með göngu og náttúruskoðun. Gestgjafinn Arinbjörn Jóhannsson segir frá þróun starfseminnar: „Ég byrjaði að bjóða upp á hestaferðir frá Aðalbóli í Miðfirði árið 1979, fyrst einungis ferðir á sumrin fyrir vana hestamenn, en þá hafði ég vetursetu erlendis. Gistingin bættist svo við árið 1984 og í kjölfarið fjölbreyttari göngu – og skoðunarferðir. Í dag bjóðum við meðal annars upp á gönguferðir fyrir Íslendinga í samstarfi við Ferðafélag Íslands, annars eru þetta yfirleitt þýskir ferðamenn og ferðirnar geta spannað allt landið.“ Brekkulækur er með virka umhverfisstefnu og áherslur í ferðunum bera þess merki. Arinbjörn bætir við: „Við höfum sjálfbæra ferðaþjónustu að leiðarljósi. Þetta eru yfirleitt langar ferðir. Hver gestur dvelur að meðaltali í tíu daga en við bjóðum einnig upp á árstíðabundnar ferðir. Okkur er annt um að gestirnir fái að kynnast heimamönnum og daglegu lífi okkar hér í sveitinni. Til dæmis förum við með hópa í kirkju um páska og áramót, heimsækjum nágranna á bóndabæjum og förum mikið með þá í sund og heitar laugar. Viðskiptavinir okkar meta það mikils að fá þessa góðu innsýn inn í sveitalífið, íslenska menningu og siði, auk einstæðrar náttúrupplifunar.“ Á Brekkulæk er heimili fjölskyldunnar, gistihús, skrifstofa, hesthús, 80 hross, tveir hundar og einn köttur. Gisting er fyrir rúmlega 30 manns en gistihúsið stækkaði nýlega með nýbyggingu sem var tekin í notkun í fyrra. Einnig er veitingastaður á staðnum fyrir gesti sem leggur áherslu á ferskan og góðan íslenskan mat s.s. lambakjöt, ferskan fisk og heimatilbúið múslí. Áhersla er lögð á persónulegt andrúmsloft í gistihúsinu. Fallegt umhverfið er upplagt fyrir styttri gönguferðir og fuglaskoðun. Brekkulækur er einnig vel staðsettur til skoðunarferða um Norðurland vestra en í nágrenninu má finna sellátur, Selasetur Íslands, Hvítserk, fossa, sögufræga staði og söfn. Nánari upplýsingar um Bæ mánaðar ins og alla bæi innan Ferðaþjónustu bænda má finna á www. sveit.is. Um bæ mánaðarins Í byrjun hvers mánaðar er valinn einn ferðaþjónustubær innan vébanda Ferðaþjónustu bænda sem hefur staðið sig sérstaklega vel á sviði gæða- og umhverfismála, vöruþróunar og í þjónustu við viðskiptavini. Þá er einkum horft til sérstöðu staðarins og nýbreytni á sviði þjónustu og afþreyingar. Val á bæ mánaðarins byggist á umsögnum gesta og mati starfsfólks skrifstofu Ferðaþjónustu bænda. Brekkulækur BÆR MÁNAÐARINS – APRÍL 2013 Mynd / Þórarinn I. Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.