Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 27
27Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 Sigurður Albert Jónsson var sæmdur heiðursverðlaunum Garðyrkjuskólans Garðyrkjuverðlaun Garðyrkju- skólans á Reykjum í Ölfusi voru afhent í tíunda sinn á sumardag- inn fyrsta. Heiðurs verðlaun garð- yrkjunnar hlaut Sigurður Albert Jónsson garðyrkju fræðingur, sem var forstöðumaður Grasagarðs Reykjavíkur í áratugi. Sumardaginn fyrsta var að venju opið hús í skólanum, sem er starfs- stöð Landbúnaðarháskóla Íslands. Með verðlaunaveitingunni vildi Landbúnaðar háskóli Íslands heiðra þá sem staðið hefðu sig vel í að vinna að framgangi garðyrkjunnar á ýmsum sviðum hennar. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, afhenti verðlaunin. Heiðursverðlaun garðyrkjunnar Sigurður Albert Jónsson, garð- yrkjufræðingur og forstöðu maður Grasagarðs Reykjavíkur í áratugi, hlaut sérstök heiðursverðlaun við þetta tækifæri. Katrín Jakobsdóttir rakti feril hans. Sigurður fæddist á Ísafirði þann 25. október 1929, en kona hans er Sigrún Óskarsdóttir frá Reykjavík og eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. Foreldrar hans voru Karlinna G. Jóhannesdóttir, fædd í Bolungarvík 1896, og Jón Jónsson klæðskeri, sem fæddist á Höfða í Dýrafirði 1890. Segja má að hann hafi innbyrt garð- yrkjuáhugann í föðurhúsum, þar sem faðir hans var mikill áhugamaður um blóma- og trjárækt og var m.a. formaður Blóma- og trjáræktarfélags Ísfirðinga. Var m.a. skrúðgarður sá sem Jón lagði mikla rækt við ofan við Eyrina á Ísafirði nefndur Jónsgarður honum til heiðurs. Jón og Karlinna áttu fjögur börn, Margréti, Kristínu, Þórarin og Sigurð, sem öll nema Þórarinn gerðu garðyrkju að ævi- starfi sínu, en hann varð múrari. Sótti sér víða menntun Sigurður útskrifaðist sem gagn- fræðingur frá Gagnfræðaskóla Ísafjarðar vorið 1946. Hóf Sigurður síðan nám við Garðyrkjuskóla ríkis- ins á Reykjum og útskrifaðist þaðan sem garðyrkjufræðingur 1949. Síðan vann hann eitt sumar við ylrækt í Danmörku og fór þaðan til Skotlands og var þar í eitt ár sem nemi í skrúð- garðyrkju hjá almenningsgörðum Edinborgar. Má segja að þar hafi hann að nokkru fetað í fótspor föður síns, sem einnig stundaði nám í Skotlandi í sinni iðngrein. Í seinni heimsstyrjöld- inni varð hann innlyksa í Englandi og saumaði m.a. og flaggaði fyrsta íslenska fánanum sem vitað er til að hafi verið flaggað á erlendri grundu eftir að Ísland lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1944. Árið 1955 hóf Sigurður störf hjá Garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar og sá um garðyrkjustöðina í Laugardal þar til hann hóf að vinna við Laugardalsgarð og í framhaldi af því Grasagarð Reykjavíkur. Sigurður teiknaði, skipulagði og stjórnaði uppbyggingu Grasagarðs Reykjavíkur fyrstu áratugina og var forstöðumaður hans í 38 ár, þar til hann fór á eftirlaun. Undir styrkri hendi Sigurðar óx Grasagarðurinn úr því að vera nokkur blómabeð í Laugardalnum í það að verða glæsilegur grasagarður sem vakti athygli og áhuga gesta, innlendra sem erlendra. Á þessum árum var byggt upp náið samstarf við aðra grasagarða um fræsöfnun og fræskipti og hafði það gífurlega þýðingu fyrir íslenska garðrækt. Sigurður átti í góðu samstarfi við garðplöntuframleiðendur og var fús til að miðla reynslu sinni af þrifum plantna í garðinum og stuðlaði þann- ig að útbreiðslu lykiltegunda í ræktun í dag. Hann var ötull við greinaskrif, meðal annars í Garðyrkjuritið, og miðlaði þannig þekkingu sinni og reynslu áfram. Fjöldi garðyrkjunema steig sín fyrstu spor í garðyrkju undir handleiðslu Sigurðar og má segja að það hafi lagt grunninn að löngu og farsælu samstarfi skólans við Grasagarðinn. Sagði Katrín það vera sannan heiður að fá að sæma Sigurð heiðursverðlaunum garðyrkjunnar árið 2013. /HKr. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, afhenti Umhverfis- viðurkenningu Hveragerðis bæjar í Garðyrkju skólanum á sumar- daginn fyrsta. Viður kenninguna hlaut Björn Pálsson, fyrrverandi skjalavörður. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar- stjóri Hveragerðisbæjar, sagði við þetta tækifæri að Björn hefði verið fremstur í flokki náttúruverndar- sinna í Hveragarði og þótt víðar væri leitað um árabil. „Hefur hann verið óþreytandi við fræðslustörf og að minna á þau gæði sem felast í náttúrunni umhverfis Hveragerði. Hann hefur vakið athygli fyrir skelegga baráttu sína gegn virkjunarkostum, telji hann að þeir geti skaðað umhverf- isgæði sem Hvergerðingar njóta. Hann hefur verið talsmaður hins dýrmæta útivistarsvæðis hér ofan Hveragerðis. Auk þess hefur hann beitt sér víðar eins og barátta hans fyrir verndun Þingvallavatns ber vitni um. Björn tekur virkan þátt um þau málefni sem lúta að umverfis- gæðum og hjólar óhræddur í hvern sem er, okkur í bæjarstjórninni og ráðherra til dæmis, ef honum finnst að náttúrunni vegið. Hann hefur safnað saman örnefnum í kringum Hveragerði og sem sagnfræðingur hefur hann safnað viðamiklum upplýsingum um upphaf byggðar og atvinnusögu bæjarins. Eftir hann hafa birst margar greinar, t.d. á vegum Sögufélags Árnesinga. Munu komandi kynslóðir standa í þakkarskuld við hann fyrir þá vinnu. Björn hefur séð um fjölda skipulagðra gönguferða hér í kring til fjölda ára. Vandfundinn er sá ein- staklingur sem býr yfir meiri þekk- ingu á nærumhverfinu hér,“ sagði Aldís. Björn var formaður skipulags- nefndar og vann að aðalskipulagi bæjarins sem þá var gert. Var þá tekin upp sú nýlunda að vinna að umhverfisskipulagi, sem þótti framúrstefnulegt á þeim tíma. Hefur Björn einnig verið einn af aðalhöf- undum götuheita í Hveragerði á síðustu árum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kom í pontu á eftir Aldísi og sagði að Björn hefði ekki bara verið tilbúinn að hjóla í sveitar- stjórnarmenn og ráðherra ef honum hefði þótt brýnt að leggja áherslu á baráttumál sín, þar hefði forsetinn ekki verið undanskilinn. „Það hefur verið einkenni Björns frá ungum aldri að vera hispurslaus og láta skoðanir sínar í té og meta þær í rökræðum á mælikvarða fram- tíðar,“ sagði Ólafur. „Við erum ekki bara að heiðra Björn fyrir hans góða starf, heldur erum við líka að heiðra brautryðjanda og baráttumann sem ekki hefur vikið af leið þótt á móti hafi blásið.“ Í þakkarávarpi sínu sagði Björn tímabært að fara að beina kröftum að verndun Þingvallavatns. „Enginn Íslendingur mun vilja sjá þá þjóðar- perlu breyta um lit og líf á komandi árum.“ /HKr. Björn Pálsson sæmdur Umhverfis- viðurkenningu Hveragerðisbæjar Guðríður Helgadóttir, forstöðu- maður Starfs- og endurmennta- deildar LbhÍ, lýsti m.a. í ræðu sinni bágum fjárhag Skólans til að takast á við viðhald húsa og uppbyggingu. Þarna væru m.a. lek þök og kallaði hún eftir auknum fjárveitingum til skólans. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti sté í pontu var eins og æðri máttarvöld hefðu verið búin að undirbúa gjörning til að árétta orð Guðríðar. Skyndilega bunaði vatn niður úr plastdúk sem einmitt hafi verið settur upp til að verja gesti fyrir vatnsleka. Streymdi vatnsbunan yfir borð með viðurkenningargripum rétt hjá ræðupúltinu. „Þetta var vel hönnuð ábending skólans til ráðherrans og annarra frambjóðenda sem hér eru staddir um að það þurfi nýtt þak. Það er öllum ráðum beitt í aðdraganda kosninga. Ég vona bara að menn taki mark á þessari táknrænu athöfn,“ sagði for- setinn. /HKr. Vel hönnuð ábending
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.