Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 Tilraunaverkefni um upphitun íþróttavalla og mismunandi grastegundir: Upphitun flýtir grasvextinum Á Korpúlfsstöðum er verkefni í gangi sem gengur út á að athuga hvort hægt sé að flýta því að íþróttavellir verði tilbúnir til notkunar á vorin með því að hita þá upp, auk þess sem notaðar eru mismunandi grastegundir í til- rauninni. Verkefnið kallast „Upphitun íþróttavalla“ og fór af stað að frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur, sem lagði til stofnfé, en Knattspyrnu- samband Íslands hefur einnig lagt fé til verkefnisins. Það er Guðni Þorvaldsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) á Keldnaholti, sem stýrir verkefninu. Hann segir að margir hafi komið að þessu og starfsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur á Korpúlfsstöðum hafi séð um áburðardreifingu, vökvun og slátt á tilrauninni. „Við fórum af stað með þetta rétt fyrir efnahagshrunið, en síðan það varð hefur gengið erfiðlega að fjármagna tilraunina og hefur það komið niður á framkvæmdinni. Það hefur t.d. ekki verið hægt að gera þær endurbætur á tækjabúnaði sem þyrfti að gera. Vissir hnökrar hafa verið á tækjabúnaðinum sem hafa spillt fyrir tilrauninni. Við vonumst til að hægt verði að fjármagna lagfæringar á honum. Helst viljum við nýta þessa aðstöðu sem mest í framtíðinni, en þetta er fjórða árið sem tilraunin er keyrð. Það var dýrt að koma henni upp og um að gera að reyna að fá sem mest út úr fjárfestingunni. Í byrjun voru útbúnir fimm reitir með hitalögnum undir. Hægt er að stjórna hitanum í hverjum þessara reita sjálfstætt. Núverandi tilrauna- plan er þannig að þann 1. mars er byrjað að hita tvo af þessum fimm reitum; hitinn er fimm gráður í öðrum reitnum en tíu gráður í hinum og þá er hitinn mældur á tíu sentimetra dýpi. Þann 1. apríl er svo byrjað að hita tvo reiti í viðbót með sama hætti. Fimmti reiturinn er ekki hitaður heldur er hann til viðmiðunar. Hver þessara upphituðu reita er tengdur lagnagrind eins og notaðar eru í íbúðarhúsum. Hitanemarnir í reitunum stjórna því hversu mikið vatn flæðir í reitina. Ég geri ráð fyrir að við munum endurmeta stöðuna eftir þetta ár og e.t.v. breyta tilraunaskipulaginu. Það væri t.d. hægt að prófa annað hita- stig, annan byrjunartíma, mismunandi áburðarmagn samfara upphituninni o.s.frv. Síðar meir mætti skoða upp- hitun að hausti. Niðurstöðurnar verða væntanlega gefnar út í skýrslu. Stjórnbúnaðurinn leitast við að halda réttum hita í reitunum og vatnsnotkun fyrir hvern reit er skráð. Hverjum þessara fimm reita er svo skipt í sex minni reiti með mismun- andi grastegundum, bæði tegundum fyrir fótboltavelli og golfflatir. Notkun á kynbættum snarrótarpunkti gæti aukist Grastegundirnar fyrir fótboltavellina eru vallarrýgresi, snarrótarpunktur og vallarsveifgras, en skriðlíngresi og tvö afbrigði af túnvingli eru golfflata- grösin. Ástæðan fyrir því að við erum með margar grastegundir er sú að við viljum vita hvort þær bregðast við með sama hætti í upphituninni, sumar geta verið viðkvæmari en aðrar. Vallarsveifgras er mikið notað á fótboltavelli á norðlægum slóðum en vallarrýgresi er algengara sunnar í álfunni. Sérstaklega hefur kynbættur snarrótarpuntur einnig verið prófaður og notkun hans gæti aukist. Ég á ekki von á því að þetta breytist mikið á næstunni. Varðandi golfflatirnar hefur túnvingull reynst vel hjá okkur og verður hann væntanlega mest notaður á næstu árum. Það eru þó alltaf að koma fram harðgerðari yrki af öðrum tegundum eins og til dæmis língresi. Notkun þess gæti því aukist,“ segir Guðni. Upphitunin flýtir grasvextinum Að sögn Guðna eru nokkrir fót- bætast við í framtíðinni. Þess vegna sé mikilvægt að gera svona tilraunir á litlum reitum. „Það er dýrt að gera mistök á heilum fótboltavelli og dýr- keypt mistök hafa verið gerð hér á að grasið drepist í litlum reitum eins og hjá okkur. Það er hins vegar mikilvægt byrja að hita upp og hvað hitinn má vera mikill. Komið hefur í ljós að með því að vellirnir verði tilbúnir. Það fer hins vegar mjög eftir árferði hversu miklu munar. Í vor hefur tíðin verið þannig að reitir sem byrjað var að hita í mars urðu grænir langt á undan hinum og óupphitaði reiturinn er ekki orðinn algrænn enn. Grösin hafa hingað til þolað upphitunina.“ /smh Myndir / smh Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður: Lætur af störfum um áramót eftir 32 ára feril – betri maður eftir kynni við íslenska kúabændur Kristján Gunnarsson mjólkur- eftirlits maður hjá MS tilkynnti á fundi fyrir nokkru að hann hygðist láta af störfum um næstu áramót, eftir áratuga farsæl störf hjá MS Akureyri. Bændur þökkuðu Kristjáni fyrir vel unnin störf með því að rísa úr sætum sínum og klappa duglega fyrir honum. Um næstu áramót þegar Kristján lætur af störfum mun hann hafa starfað við mjólkureftirlit í rúm 32 ár, „og er mál til komið að hvíla bæði ykkur og mig og hleypa nýju blóði að,“ sagði hann í ávarpi til bænda á fundinum. Færri framleiðendur, stærra svæði Kristján nefndi að svæðið sem hann starfar á hefði heldur betur stækkað til beggja hliða frá því hann hóf störf, en það nær nú frá Holtavörðuheiði í vestri og til Djúpavogs í austri. Mjólkurframleiðsla er stunduð á um það bil 250 bæjum á svæðinu og minntist Kristján þess að það væru töluvert færri bæir en hefðu verið á hans gamla starfssvæði þegar hann byrjaði árið 1981, en þá voru framleiðendurnir tæplega 400 talsins. „En þó að framleiðendum hafi fækkað hafa vegalengdir aukist til muna og ég hef verið að fara í 650-700 heimsóknir á ári hverju undanfarin ár,“ sagði hann. „Á þessum langa tíma í starfi og flækingi mínum milli bæja hefur margt á daga mína drifið en upp úr stendur að mér hefur ævinlega verið tekið með kostum og kynjum þrátt fyrir að vera oftar en ekki nöldrandi í framleiðendum. Það hefur aldrei slest upp á vin- skap inn við bændur, sem má telja ótrúlegt miðað við hvað ég hef verið að vinna með mörgum mjólkur- framleiðendum gegnum tíðna og þá ekki síður margbreytilegum persónu- leikum. Það er þetta frábæra samstarf mitt við ykkur sem hefur gert það að verkum að ég hef druslast svona lengi við þetta sem raun ber vitni.“ Frekar ráðgjafi en „mjólkurlögga“ Kristján sagði að traust hefði myndast milli sín og bænda, hann hefði ávallt haft að leiðarljósi að hann væri að vinna með bændum sem aðstoðarmaður eða ráðgjafi fremur en „mjólkurlögga“. Gat hann þess að í eina tíð hefði Guðbrandur heitinn Hlíðar, forveri forvera síns, Guðmundar Karlssonar, gefið honum góð ráð sem miðlað var áfram til sín. Það var einfaldlega svona: Skítt með það sem þú veist, ef þú getur talað við fólk! Kristján nefndi einnig þær breytingar sem orðið hefðu á samlaginu frá því hann hóf þar störf, fyrst var það Mjólkursamlag KEA, síðar mjólkuriðnaðarsvið KEA, þá Norðurmjólk og loks Mjólkursamsalan. „Breytingarnar hafa að mínu mati oftast verið af nauðsyn vegna utanaðkomandi aðstæðna í bland við félagslegar og rekstrarlegar aðstæður og oftar en ekki vegna þess fræga og misvinsæla gjörnings hagræðingar,“ sagði hann. Staðið vörð um hagsmuni beggja Kvaðst Kristján alla tíð hafa verið gagnrýninn á ýmis mál en talið sig hafa staðið vörð um hagsmuni beggja aðila, bænda og fyrirtækisins, enda færu hagsmunir saman þegar upp væri staðið, „en ekki hefur verið sjálfgefið að öllum háum og lágum innan MS og RM hafi alla tíð líkað afskiptasemi mín og skoðanir,“ sagði hann. „En ég er samt viss um að oftar en ekki hef ég verið á réttri braut og er sáttur vegna starfa minna fyrir bændur, hvað sem einhverjum kann að finnast um einstök mál.“ Kristján þakkaði að lokum góða samvinnu og þolinmæði í sinn garð og kvaðst ekki fyrir nokkurn mun hafa viljað missa af því að kynnast þeim margbrotnu persónuleikum sem hann hefði verið svo lánsamur að umgangst í tengslum við störf sín. „Ég tel mig betri mann og þroskaðri eftir kynni mín af íslenskum kúabændum í 32 ár.“ /MÞÞ Mynd / MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.