Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 Sauðfjárræktarverðlaun BSE voru veitt í tíunda sinn, en ávallt er byggt er á niðurstöðum skýrsluhaldsins og tekið tillit til þriggja þátta, reiknaðs kjötþunga eftir fullorðna kind, gerðarmats og hlutfalls milli vöðva og fitu einkunnar. Helstu niðurstöður úr skýrslum Hólsgerðisbúsins eru þessar:. Fullorðnar ær 116, meðalkjötmagn eftir hverja á 29,2 kg, veturgamlar ær 27, meðalkjötmagn eftir hverja á 11,1 kg. Metnir dilkar voru 116, meðalfallþungi 16,0 kg. Kjötmat, gerð 9,9, fita 6,6 og hlutfall gerð/ fita 1,50. Sigríður og Brynjar eru búfjárræktarfólk og hófu búskap að Hólsgerði árið 1999. Var þá enginn bústofn fyrir hendi en hann var keyptur frá nágrannabæjum og sauðfjárbúskapur hafin. Alla tíð hafa þau lagt töluvert upp úr rekstrarhagkvæmni, sem meðal annars lýsir sér í því að oftast hefur bróðurparti lamba verið slátrað í ágúst til að ná sem hæstu dilkverði óháð fallþunga. Töluvert hefur verið lagt upp úr kynbótum til aukinna kjötgæða og hafa þar flest tæki kynbótastarfsins verið notuð, markvisst ásetningsval, sæðingar og kynbótahrútar keyptir eða lánaðir úr nágrenninu. Þau Sigríður og Brynjar hafa tekið virkan þátt í starfi Fjárræktarfélagsins og átt mikið og farsælt samstarf í fjárræktinni við sveitunga sína. Einnig má geta þess að ásamt sauðfjárræktinni hafa þau stundað mikla skógrækt í Hólsgerði og eru gott dæmi um hvernig fjölbreytileg landnýting fer saman með sauðfjárræktinni. Búnaðarsamband Eyjafjarðar: Verðlaun og viðurkenningar veittar fyrir góðan árangur Þrenn verðlaun voru veitt á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar sem haldinn var í Hlíðarbæ fyrir skömmu, sauðfjár- ræktarverðlaun, nautgriparæktar- verðlaun og hvatningarverðlaun. Ábúendur í Hólsgerði í Eyjafjarðarsveit, Brynjar Skúlason og Sigríður Bjarnadóttir, hlutu sauðfjárræktarverðlaunin 2012. Viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í nautgriparækt hlutu Berglind Kristinsdóttir og Jón Elvar Hjörleifsson, bændur á Hrafnagili. Hvatningarverðlaunin komu að þessu sinni í hlut Hollvinafélags Búnaðarsögusafns Eyjafjarðar. /MÞÞ Sauðfjárræktarverðlaun BSE: Áhersla á hagkvæmni og kynbætur Sigríður í Hólsgerði tekur við Sauðfjárræktarverðlaunum BSE fyrir árið 2012, Sigurgeir í Hríshóli, fráfarandi formaður sambandsins, afhendir. Mynd / Hallgrímur Einarsson Nautgriparæktarverðlaun BSE: Færri kýr en sífellt hærri meðalnyt Jón Elvar hóf kúabúskap sinn að Ytra-Laugalandi árið 1995, þá aðeins tvítugur að aldri. Með honum í búrekstrinum fyrstu fjögur árin var frændi hans Finnur Aðalbjörnsson, en síðan bróðir hans Grettir. Árið 2000 keyptu þeir bræður, ásamt mági sínum Ívari Ragnarssyni, jörðina Hrafnagil og sameinuðu bú reksturinn á jörðunum. Ívar og Grettir gengu síðar út úr búskapnum og frá því 2007 hefur Jón rekið búið ásamt Berglindi konu sinni. Fyrstu árin var notast við einn lítinn mjaltabás en síðan var fjárfest í hringekju, þeirri einu sem í notkun hefur verið á Íslandi. Í upphafi þessa árs var hún tekin úr notkun og í staðinn komu tveir mjaltaróbótar sem þjóna nú þeim 130-140 kúm sem á búinu eru. Um tíma voru kýrnar mun fleiri, en með sífellt aukinni meðalnyt hefur þeim fækkað. Fyrsta heila árið á Hrafnagili var meðalnytin 5.081 kg eftir 174,1 árskú, en 2012 var hún 6.811 kg eftir 147 árskýr. Þá má geta þess að síðustu tíu ár hafa tíu nautkálfar frá Hrafnagili verið teknir inn á Nautastöð. Ýmissa hluta vegna hefur þó aðeins einn komist í notkun en tveir eru það ungir að ekki er farið á þá að reyna. Nautið Svipur, sem fæddur er 2010, er með einna hæstu kynbóta- spá ungnauta bæði fyrir afurðir og í heild og bíða menn spenntir eftir að sjá hvað dætur hans koma til með að gera þegar þær koma í gagnið á næsta ári. Þá þykir ekki skemma að Svipur er gráskjöldóttur á litinn. Berglind og Jón Elvar í Hrafnagili taka við Nautgriparæktarverðlaunum BSE. Mynd / Hallgrímur Einarsson Hollvinafélag Búnaðarsögusafns Eyjafjarðar hlaut Hvatningar- verðlaun BSE, en félagið var stofnað á fyrrihluta ársins 2011 og er markmið þess að eiga frumkvæði að stofnun búvéla- og búnaðarsögusafns í Eyjafirði og taka þátt í rekstri þess. Félagið fékk fyrir fáum misserum heimild til að nýta húsakynni í Saurbæ í Eyjafjarðarsveit undir geymslu fyrir velar og búnað og er þar nú varðveitt mikið safn gamalla búvéla. Enn hafa þó ekki tekist samningar við stjórnvöld um nýtingu á húsakosti jarðarinnar. Eitt af fyrstu verkefnum félagsins er að tryggja sem best að hlutum sem tengjast búnaðarsögu verði ekki fargað og til verði grunnur sem nýta megi til sýninga. Þá er unnið að gerð heimasíðu fyrir félagið og áhugi er fyrir því að safna sögulegum upplýsingum af ýmsum toga, meðal annars er varða vélvæðingu landbúnaðarins. Samstarf verður við Minjasafnið á Akureyri um söfnun ljósmynda frá fyrri tíð og eins er undirbúningur í gangi varðandi gerð gagnagrunns um skráningu eldri búvéla og tækja hjá bændum í Eyjafirði, en með slíkum grunni verður auðveldara að setja upp sýningar með áherslu á ákveðin atriði. Félagið hefur efnt til sýninga í Saurbæ og á Melgerðismelum undanfarin ár og í fyrrasumar var það þátttakandi í Handverkshátíð á Hrafnagili og sýndi þar allmargar vélar sem félagsmenn hafa undanfarin ár gert upp. Á næstu Handverkshátíð er stefnt að því að setja upp sýningu sem fjallar um þróun og vélvæðingu í heyskap á síðustu öld. Hvatningarverðlaun BSE: Undirbúa sýningu á þróun og vélvæðingu í heyskap Sigurður Steingrímsson, formaður Hollvinafélagsins, tekur við Hvatningarverðlaunum BSE. Gleðin var við völd þegar búfræð- ingar frá Hvanneyri árið 1968 komu saman og fögnuðu því að 45 ár eru liðin frá útskrift. Nemendamótið var að þessu sinni haldið í Eyjafirði og var byrjað á því að að fara í velheppnaða skoð- unarferð um hið blómlega land- búnaðarhérað sem Eyjafjörður er. Fyrsti áfangastaður var Brugg- smiðjan Kaldi á Árskógsströnd, þar sem framleiddar eru alls 5 tegundir af bjór sem búfræðingar á besta aldri fengu að bragða á. Þaðan lá leiðin í Holtsel, þar sem starfandi er ísgerð og einnig er verslun sem selur vörur beint frá býli. Loks var komið við í Garði, þar sem er nýlegt og tæknivætt fjós ásamt kaffihús og krá á fjóslofti með útsýni yfir fjósið. Um kvöldið var kvöldverður og skemmtun á Hótel Natur Þórisstöðum, þar sem helstu ræðuskörungar árgangsins létu vel í sér heyra að venju. Kristján Stefánsson hljómlistar- maður lék vel valin lög á meðan lambakjötið rann ljúflega niður og einnig spilaði hann og söng um kvöldið og fram eftir nóttu, en Kristján var matráður og aðstoðarmaður í eldhúsi á Hvanneyri á meðan búfræðingarnir voru við nám í yngri deild. Nemendamótið þótti takast vel, en mikill hugur er í mönnum fyrir það næsta, þegar búfræðingar fagna því að 50 ár eru liðin frá því að þeir útskrifuðust. Það mót verður haldið að Hvanneyri árið 2018. /MÞÞ Búfræðingar frá Hvanneyri 1968: Vel heppnað nemendamót góða kvöldstund á Hótel Natur Þórisstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.