Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 Garðyrkjustöðin Espiflöt í Reykholti 65 ára: Byrjaði í grænmeti en sinnir nú eingöngu blómarækt – þriðji ættliðurinn að taka við og orðinn meirihlutaeigandi í stöðinni Garðyrkjustöðin Espiflöt er orðin 65 ára og var haldið upp á atburðinn á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Um leið var haldið upp á að þriðja kynslóðin er að taka við rekstrinum. Bændablaðið tók hús á eigendum stöðvarinnar um nýliðna helgi til að forvitnast um reksturinn. Grunnur að garðyrkjustöðinni Espiflöt var lagður þann 1. maí 1948, þegar hjónin Eiríkur og Hulda Sæland fluttust búferlum úr Hafnarfirði og settust að í Reykholti með það fyrir augum að stofna þar garðyrkjubýli. Eiríkur hafði útskrifast úr öðrum árgangi Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi vorið 1943. Þau hófu vinnu á Garðyrkju- stöðinni Stóra-Fljóti þar sem þau unnu samhliða því að kaupa sér land úr jörðinni og hefja þar byggingu íbúðarhúss og gróðurhúsa. Einnig þurfti að kaupa sér aðgang að Reykholtshver til að hita upp gróðurhúsin. Jón H. Björnsson landslagsarkitekt, seinna kenndur við Alaska, teiknaði umhverfið og lagði upp frumskipulag garðyrkjustöðvarinnar. Nafn garðyrkjubýlisins var raunar Sjónarhóll allt fram til 1958, þegar því var breytt í Espiflöt. Fram undir 1965 var eingöngu ræktað grænmeti á Espiflöt en á árunum 1965-1977 var blönduð ræktun blóma og grænmetis. Á þessum árum var garðyrkjustöðin um 1.300 m2 að fatarmáli. Önnur kynslóð tók við 1977 Árið 1977 hófst nýr kafli í rekstrinum er synir þeirra Stígur og Sveinn ásamt eiginkonum þeirra, Aðalbjörgu og Áslaugu, stofnuðu með þeim Félagsbúið Espiflöt sf. Ákveðið var að sérhæfa sig í ræktun afskorinna blóma þar sem blandaða ræktunin gafst ekki vel, m.a. með tilliti til notkunar varnarefna. Garðyrkjustöðin var stækkuð og endurnýjuð á næstu árum samhliða því að leigja garðyrkjustöðvarnar Friðheima og seinna Birkilund fyrstu sex árin. Árið 1987 urðu enn þáttaskil í starfseminni þegar Stígur og Aðalbjörg stofnuðu sína eigin garðyrkju stöð á lóð Espiflatar og hurfu úr rekstrinum. Þann 1. maí 1998, eftir nákvæmlega 50 ára búsetu, hættu Eiríkur og Hulda þátttöku í rekstrinum og fluttu á Selfoss eftir langt og farsælt starf. Eiríkur lést í nóvember 2002. Síðan 1998 hafa hjónin Sveinn A. Sæland og Áslaug Sveinbjarnardóttir átt og rekið Espiflöt ehf. Þau eru bæði garðyrkjufræðingar frá Garðyrkjuskóla ríkisins, útskrifuð 1974 og 1976, en Sveinn að auki með nám í rekstrarfræðum frá garðyrkjuskólanum Söhus í Danmörku. Þriðja kynslóðin að taka við Á sl. 5 árum hafa sonur þeirra og tengdadóttir, Axel Sæland íþróttafræðingur og Heiða Pálrún Leifsdóttir hjúkrunarfræðingur, komið inn í reksturinn. Var haldið upp á það 1. maí að þau hafa nú eignast ráðandi hlut í stöðinni. Í dag er ræktunarflatarmál garðyrkju- stöðvarinnar rúmlega 6.300 fermetrar auk véla-, kæli- og pökkunarrýmis. Mikil endurnýjun á húsakosti Öll gróðurhúsin eru annaðhvort endur byggð eða nýbyggð eftir 1976. Um 12 ársverk eru unnin við reksturinn. Eingöngu eru ræktuð afskorin blóm á Espiflöt. „Fyrstu garðyrkjustöðvarnar risu hér í Reykholti fyrir um 60 til 70 árum. Þá risu strax sjö garðyrkjustöðvar sem settar voru upp af miklum frumkvöðlum. Meðalstærð stöðvanna var þá um og innan við 1.000 fermetrar. Fyrir um 20 árum varð hröð þróun og rekstaraðilum fækkaði mjög. Á tímabili voru starfandi yfir 40 stöðvar í blómarækt á landinu öllu en þeim hefur nú fækkað niður í 12 til 14. Stærð stöðvanna hefur að sama skapi vaxið og nú eru ræktuð blóm allt árið um kring og hver stöð með Mynd /HKr. Mynd / Ívar Snæland Mynd / Ívar Snæland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.