Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 Guðni Þorvaldsson og Ólafur R. Dýrmundsson rita grein í síðasta tölublað Bændablaðsins (24. apríl 2013).Tilefnið er ítölugerð fyrir Almenninga í Rangárvallasýslu, en þeir Guðni og Ólafur mynda meirihluta ítölunefndar sem úrskurðaði að óhætt væri að hefja beit að nýju á Almenningum. Greinarhöfundum er tíðrætt um rannsóknir Rannsóknastofnunar landbúnaðarins fyrir um hálfri öld. Það voru sannarlega mjög merkilegar rannsóknir í árdaga beitarvísinda. Þær þróuðust þó enn frekar og grunni þessarar aðferðafræði var breytt á árunum 1983-1987. Ástand lands hefur sífellt aukist að vægi í greinargerðum sem Rannsóknastofnun landbúnaðarins hefur unnið að, á sama tíma og þekkingu á því sviði hefur fleygt fram. Það er ekki rétt sem greinar- ritarar segja: að gömlum aðferðum eða nálgun hafi verið „ýtt til hliðar að frumkvæði Landgræðslu ríkisins 1999“. Hins vegar var ítrekað með skýrum hætti í bréfi frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins til Landgræðslu ríkisins og landbúnaðarráðuneytisins að framþróun hefði átt sér stað í þessari aðferðafræði. Þetta var talið nauðsynlegt vegna þess að ýmsir aðilar vildu „hanga á“ gömlum tölum, jafnvel þótt nýjar aðferðir höfðu gert þær ómarktækar. Greinarhöfundar nefna að gömlu aðferðina hefði mátt þróa frekar og bæta og taka inn fleiri þætti. Það er einmitt það sem var gert að hálfu Rala eftir 1983 og því höfðu hinar gömlu beitarþolstölur ekkert gildi lengur. Báðir höfundar á skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands um Almenninga tóku á sínum tím þátt í endurskoðun á aðferðum við mat á ástandi lands og beitarþoli með Ingva Þorsteinssyni, og síðan áfram eftir að hann hvarf af þeim vettvangi. Greinarhöfundar nefna til sögunnar bréf frá Ingva Þorsteinssyni frá árinu 1973, sem og að „einhverra hluta vegna er ekki rétt vitnað í heimildina, heldur er í skýrslunni gefin mun minni gróðurþekja en í heimildinni stendur“. Við þetta verður að gera athugasemd. Skýrsla Ingva frá 1973 er ekki frumheimild sem sérfræðingum LbhÍ bar að nota. Öðru nær, Almenningar voru skoðaðir að nýju að hálfu Ingva Þorsteinssonar og samstarfsmanna á árunum 1986-1988 og þá voru gróðurkort hnituð með stafrænum hætti. Þau gögn eru nákvæmari en fram kemur í bréfinu frá 1973 og eru því nýtt í umsögn LbhÍ, eins og vera ber. Og stærð gróðurlendis er engan vegin gerð minna en tilefni er til í skýrslu LbhÍ. Gróðurkortið gefur upp 560 ha lands með gróðri auk uppgræðslusvæða (svipuð landstærð og meirihlutinn nefnir í sýnu áliti) sem er umreiknað í 343 ha algróið land samkvæmt staðlaðri aðferð (útreiknuð stærð þar sem búið er að taka tillit til ógróinna bletta sem tekið er tillit til við gróðurkortlagninguna). Greinarhöfundar telja að gróðurkortin hafi verið uppfærð með hjálp nýrra loftmynda og því liggi hugsanlega fyrir nýjar upplýsingar um gróðurþekju Almenninga. Sú er ekki raunin, en gróðurkortin hafa verið lögð ofan á gervihnattamyndir með stafrænni tækni. Hins vegar könnuðu skýrsluhöfundar LbhÍ stöðu helstu gróðurhverfa á svæðinu og sannreyndu þannig kortlagningu á vettvangi. Kortin standa ennþá fyllilega fyrir sínu, enda þótt sums staðar hafi orðið gróðurframvinda, sem betur fer. Greinarhöfundar telja að í skýrslan feli ekki í sér beitarþolsmat. Það er rangt. Skýrsluhöfundar LbhÍ taka skýrt fram að Almenningar verði enn að njóta friðunar fyrir beit, vegna bágs ástand landsins og mikilvægi þess að stuðla að áframhaldi þeirrar gróðurframvindu sem hefur orðið í kjölfar beitarfriðunar síðastliðna tvo áratugi. Á Almenningum er ástand vistkerfa ekki með þeim hætti að komi til álita að reikna beitarþol á þann gróður sem þar er, fremur en annars staðar þar sem gróðurhula er takmörkuð og jarðvegsrof mikið. Það er í fullu samræmi við alþjóðleg vísindi á þessum sviði; þar sem jarðvegsauðlindin er hrunin og gróður er takmarkaður skiptir mestu máli að byggja upp höfuðstól náttúrunnar. Jafnvel lítil beit hefur mikil áhrif á svæðum þar sem svo er ástatt. Undirritaður hefur gert alvarlegar athugasemdir við ítölugerð meirihluta ítölunefndar í bréfi til ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála. M.a. er því mótmælt að stærsti hluti þess gróðurlendis sem meirihluti ítölunefndar tiltekur sem beitiland eru strjáll gróður á „ógrónu“ og „hálfgrónu landi“ (yfirborðsflokkar á kortum), og landgræðslusvæði. Fleiri hafa gert athugasemdir eða kært úrskurð meirihluta ítölunefndar, m.a. báðir prófessorar Háskóla Íslands í plöntuvistfræði. Undirritaður leggur á það áherslu að hagsmunir vegna beitar fyrir fyrir nokkra tugi lambáa geta með engu móti talist vega þyngra en hagsmunir landsins á Almenningum. Að lokum: Almenningar eru afar illa gróið svæði þótt þar séu sannarlega gróin svæði á milli. Um leið eru Almenningar eitt merkilegasta landgræðslusvæði landsins, þar sem fyrirsjáalegt er að vaxi upp ríkuleg náttúruleg vistkerfi þar sem náttúruauðlindir höfðu áður hrunið gersamlega. Í niðurlagi skýrslu LbhÍ um Almenninga segir: „Það er grundvallarariði að auðnir ættu að njóta beitarfriðunar. Að auki er framleiðslugeta gróðurs- ins takmörkuð, þar sem stór hluti gróna landsins eru mosaþembur. Framleiðni vistkerfa á Almenningum er langt undir því sem gæti verið ef gróðurþekja og gróðurfar væru í samræmi við veðurfarsaðstæður á svæðinu. Búið er að leggja í mikinn kostnað og vinnu við landgræðslu á Almenningum og víða á afréttinum má sjá merki um gróðurframvindu sem gæti, þegar tíma líða fram, leitt til myndunar birki- og víðkjarrs eða mólendis. Það þyrfti hins vegar aðeins litla beit til að hægja á eða stöðva þá framvindu og sumt af þeim árangri sem náðst hefur með friðun og landgræðslu á Almenningum síðustu tvo áratugi yrði að engu.“ Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðar- háskóla Íslands og annar höfunda skýrslu LbhÍ um ástand jarðvegs og gróðurs á Almenningum. Landbúnaðarsaga Íslands Síðla sumars kemur út ritverkið Landbúnaðarsaga Íslands eftir þá dr. Árna Daníel Júlíusson sagnfræðing og Jónas Jónsson fyrrverandi búnaðarmálastjóra. Um er að ræða mikið og vandað verk í fjórum stórum bindum, samtals um 1300 blaðsíður, með aragrúa ljósmynda, teikninga og korta. Fyrstu tvö bindin fjalla almennt um sögu landbúnaðar á Íslandi frá örófi alda til okkar daga en í tveimur seinni bindunum er greinum landbúnaðarins gerð ítarleg skil. Hér er á ferðinni fyrsta heildarverk um íslenskan landbúnað, þar sem saga hans er rakin til okkar tíma. Forsala Forsala verksins er hafin og er veittur 25% afsláttur af fullu verði sem er kr. 29.990 en áskrifendur greiða aðeins kr. 22.492. Vinsamlegast pantið fyrir 1. júní nk. Verkið verður sent áskrifendum í ágúst-september. Hægt er að panta verkið með eftirfarandi hætti: Með því að senda tölvupóst á skrudda@skrudda.is. Fara inn á heimasíðu forlagsins, www.skrudda.is, og kaupa það þar í vefverslun. Hringja í síma 552 8866. Skipta má greiðslum í allt að fjóra hluta en þá verður að taka það fram í tölvupósti eða hringja í ofangreint símanúmer. Athugið að þegar pantað er þarf eftirfarandi að koma fram: Fullt nafn – Heimilisfang – Kennitala – Greiðslukortanúmer og gildistími kortsins. SKRUDDA Um ítölu á Almenninga Vertu með okkur í liði ! Bókhaldið skapar grunninn og greining á því segir margt um búreksturinn. Margir bændur senda inn búrekstrargögnin sín sem er frábært. Enn frábærara væri ef allir bændur sem sent hafa inn gögnin sín sendi jafnframt inn samþykki til að nota þau í gagnagrunni til úrvinnslu á rekstrartölum búanna. Svo er líka alltaf pláss fyrir fleiri sem vilja senda inn gögn í grunninn. Saman byggjum við upp góðan grunn til hjálp- ar búrekstrar greiningum, því fleiri gögn MEÐ samþykki, því betra. Kynntu þér málið á www. rml.is (valflipi hægra megin: Rekstrargögn- grunnur). Best er að senda inn í grunninn við skil á virðis aukaskýrslunum og skattframtali – setja það inn í það verkferli. Vertu með í liðinu – sendu inn gögnin og samþykki fyrir úrvinnslu þeirra ! Rekstrarhópur RML
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.