Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir sauðfjársjúkdóma hjá MAST, gefur hér nokkur góð ráð á sauðburði og leiðbeinir með nokkur atriði varðandi burðarhjálp. „Útbúið góða vinnuaðstöðu með góðu, stóru vinnuborði þar sem aðeins eru þeir hlutir sem þarf við sauðburðinn. Góður vaskur með köldu og heitu vatni og hitaketill og pottur til þess að geta soðið vatn og fæðingasnúrur. Tiltæk skal vera fata undir þvottavatn og sótthreinsandi handsápa til að þvo hendur og ytri fæðingarveg áður en vitjað er um. Eigið svo nóg af sleipiefni til að nota við burðarhjálp og munið að sótthreinsa naflastrenginn með joði. Lömbin eru viðkvæm fyrstu sólarhringana og það er mikilvægt að þau fái brodd á fyrstu þrem klukkutímunum eftir fæðingu, því hann gefur næringu sem heldur uppi líkamshitanum og mótefni gegn sjúkdómum, m.a. pestarsjúkdómunum lambablóðsótt og flosnýrnaveiki, sem flestar ær eru bólusettar fyrir. Gott er að tryggja að spenarnir séu hreinir, það minnkar líkur á kólísýkingum.“ Burðarhjálp Leyfa á náttúrunni sjálfri að sjá um burðinn og ekki að grípa inn í ef allt virðist hafa eðlilegan gang. Ef eitthvað er að og vísbendingar um að burðurinn gangi ekki eðlilega, athugið eftirfarandi: A) Þrýstingshríðir í meira en 2-3 klst. án þess að belgurinn komi. B) Meira en hálf klukkustund líður frá því að belgurinn kemur án þess að sjáist í fóstrið. C) Ekki sjást tvær klaufir koma fyrst. D) Meira en ein klst. líður í næsta lamb. Hildirnar losna eðlilega eftir 1-3 klst. Taki það lengri tíma getur það verið vísbending um fleiri lömb. Grundvallaratriði við burðarhjálp Þegar ljóst er að burðurinn mun ekki ganga eðlilega er nauðsynlegt að grípa inn í og finna út hvað er að. Hreinlæti skiptir þá öllu máli. Þungaðar konur og konur með ungbörn á brjósti ættu að forðast að veita ám burðarhjálp, einkum ef vart hefur orðið fóstur- láts í hjörðinni, en í umhverfi kinda geta leynst bogfrymlar (Toxoplasma gondii) eða list eríusýklar. Góð ráð á sauðburði og nokkur orð um burðarhjálp – eftir Þorstein Ólafsson sérgreinadýralækni Við upphaf sauðburðar á hverju vori er ágæt venja að rifja upp góðar vinnureglur og ráð, því vandamálin sem upp koma eru yfrleitt svipuð frá ári til árs. Hér á opnunni er að finna heilræði úr ýmsum áttum sem flestir sauðfjárbændur ættu að einhverju leyti að geta heimfært upp á sig og sínar aðstæður. Lárus G. Birgisson er ráðunautur í sauðfjárrækt á búfjárræktarsviði Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Hann segir það geta verið mjög gagnlegt og ekki síður fróðlegt fyrir bændur að bera sig saman varðandi vinnulag og aðferðir á sauðburði. „Ég hef t.d. oft spurt bændur hvernig þeir venji lömb undir aðrar ær, m.a. til að athuga hvort þeir beiti sömu aðferð og var notuð heima hjá mér, því hún virðist ekki vera algeng en jafnframt nokkuð árangursrík. Aðferðin er eftirfarandi: Fyrst eins og flestir gera, er að nugga lömbunum saman og aftan í ána, best að sprengja belgi yfir lambið sem vanið er undir og bleyta það vel í legvatni, sérstaklega haus og rass þar sem ærin þefar mest af lambinu. Næst og það sem er frábrugðið í þessarri aðferð, er að mjólka úr ánni á haus og rass beggja lambanna og nudda broddinum vel út. Með þessu blotna lömbin enn betur af sömu lykt, sem er um leið broddmjólkurlykt móðurinnar. Mikilvægt er að mjólka einn til tvo boga úr spenum til að hreinsa spenaop og þá í leiðinni að kanna heilbrigði júgursins. Það er ekki gott fyrir heil- brigði lambsins ef fyrsti sopi þess inniheldur skítatappa úr spenaopinu sem getur innihaldið einhvern óþverra. Útiskjól geta verið með ýmsum hætti, m.a. með vindtefjandi neti sem má festa á girðingar, (oft notað í loftræstiglugga eða utan á stillansa). Að sama gagni kemur gamli góði striginn sem má rúlla vindmegin á girðingar.“ Vansköpuð lömb Lárus segir mikilvægt að bregðast rétt við þegar vansköpuð lömb fæðast. „Á hverju vori fæðast einhver lömb vansköpuð og í flestum tilfellum er vansköpunin háð tilviljunum. Ef hins vegar fæðast fleiri en 2-3 vansköpuð lömb undan sama hrútnum þarf að hafa varan á. Ef vansköpuð lömb hafa fæðst undan sæðingahrútum er mikilvægt að tilkynna það til sauð- fjárræktarráðunauta RML ásamt lýs- ingu á vansköpuninni svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir varðandi ásetning sæðingastöðvahrúta næsta haust.“ Sauðfjársæðingar, fangskráning „Nánast allar sæðingar frá í desem ber ættu að hafa verið skráðar beint inn í www.fjarvis.is og því aðgengilegar þar undir liðnum „Sæðingayfirlit“. Einhverjir eiga enn eftir að skrá fang og skal þeim bent á að skrá fang á ærnar samkvæmt venju hvort sem er á tölvutæku formi eða í bækur. Að loknu voruppgjöri skýrsluhaldsins er síðan hægt að bera saman skráðar sæðingar og raunverulegan árangur. Við fangskráningu áa í fjarvis. is kemur fram valgluggi með öllum notuðum sæðingahrútum og dag- setning sæðinga. Ef valinn er hrútur ákveðinn dag, þá birtast ærnar (í glugganum) sem voru sæddar með viðkomandi hrút þann dag. Þær ær sem hafa haldið eru síðan valdar og skráð sæðing er þar með orðin stað- fest fang,“ segir Lárus að lokum. /smh Á sauðburði Lárus G. Birgisson, ráðunautur. Hvernig venja bændur lömb undir?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.