Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 1
9. tölublað 2013 Fimmtudagur 8. maí Blað nr. 394 19. árg. Upplag 28.000 „Það stefnir allt hraðbyri í að hér verði engu korni sáð þetta árið,“ segir Marteinn Sigurðsson á Kvíabóli í Köldukinn, en þar eins og víðast hvar norðanlands er mikill snjór, um 70 sentímetra þykkt snjólag er yfir túnum og heljarstórir snjóskaflar, allt upp í 5 metra háir umhverfis bæinn. Marteinn hefur undanfarin ár sáð korni á umtalsvert landsvæði, frá 12 og upp í 18 ha, og segir uppskeru misjafna eftir árum; hann hafi fengið allt upp í 6 tonn á ha af þurru korni þegar best lét og niður í ekki neitt. Ekki sé á vísan að róa með kornrækt svo norðarlega á landinu, en þegar vel ári sé vissulega mikil búbót af kornræktinni. Marteinn hefur vanalega byrjað að sá fyrrihlutann í maí, „en ég sé ekki að það verði neitt úr því núna í ár, enn er mjög mikill snjór yfir og hann er ekki neitt á förum sýnist mér miðað við veðurspá. Við þurfum suðvestanátt með miklum hlýindum, samfellt í nokkra daga til að snjóinn taki upp og síðan þarf að bíða í minnst tvær vikur áður en hægt er að byrja að sá,“ segir Marteinn. Veðurspá gefi ekki tilefni til mikillar bjartsýni; kuldatíð verði út alla vikuna og næturfrost fram eftir öllum maímánuði. „Þetta er alls ekki björgulegt,“ segir hann. Hey brátt á þrotum Marteinn rifjar upp að mikill snjór hafi einnig verið á norðanverðu landinu árin 1995 og 1979. Fyrrnefnda árið hafi hins vegar hlýnað snarlega strax í sumarbyrjun og snjóþungur vetur hafi ekki haft áhrif á t.d. heyskap. Aftur á móti hafi allt sumarið 1979 verið kalt og liðin vika af ágúst þegar loks var hægt að hefja heyskap. „Við vitum auðvitað ekki neitt um hvernig komandi sumar verður, það getur allt gerst, en mér sýnist nú samt að ekki líti vel út með kornræktina, það er að öllum líkdinum útséð með að hægt verða að rækta korn þetta árið,“ segir hann. Marteinn er með ríflega 200 nautgripi á húsi og þeir þurfa sitt. Hann segir að á Kvíabóli séu til heybirgðir fram á sumar, líklega fram í byrjun júlí. Hann hefur eitthvað látið frá sér í vetur, en kveðst ekki þora það lengur. „Við töldum okkur eiga nóg hey en þegar útlitið er eins og það er þorir maður ekki að láta neitt frá sér lengur,“ segir hann. Verkin tefjast Til stendur að reisa nýja vélageymslu við Kvíaból og er byggingin væntanleg til landsins um næstu mánaðamót, maí/júní. Þá stóð vitanlega til að grunnurinn yrði tilbúinn til að hægt væri að setja bygginguna upp, en tafir hafa orðið á vegna þess að allt er á kafi í snjó. „Við vorum byrjuð á grunninum, enda átti hann að vera til þegar byggingin kæmi, en þessi gífurlegi snjór sem alls staðar er hefur tafið verkið og maður veit ekki neitt hvernig þetta þróast,“ segir Marteinn. Mikið tjón á girðingum og trjágróðri Þá nefnir hann að fyrirsjáanlegt sé að mikið tjón hafi í vetur orðið á öllum girðingum og eins sé trjágróður illa farinn eftir harðan vetur. „Girðingar eru hér bara í henglum og það verður gríðarlegt verk að laga þær,“ segir hann. Sums staðar glittir í efsta hluta girðingarstaura en þeir eru líka víða alveg í kafi. Hann nefnir tveggja strengja hestagirðingu í námunda við bæinn þar sem ástandið sé þannig að bróðurpartur allra staura sé brotinn. Tré á jörðinni eru illa farin, þau sprungin og greinar brotnar og þá megi víðast hvar sjá hallandi tré vegna snjóþunga, „trén hér eru flest með 15-20 gráðu halla sýnist mér,“ segir Marteinn. /MÞÞ Marteinn Sigurðsson bóndi á Kvíabóli í Köldukinn: Ekki útlit fyrir að neitt korn verði ræktað í ár – Mynd / HKr. 16 22 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.