Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 EFSA, matvælaeftirlitsstofnun ESB, hvetur kúabændur í löndum sambandsins til að hafa mjólkurkýr á sumarbeit þar sem það dragi úr helti kúa og því að þær fái súrdoða. Þá er það forsenda fyrir lífrænni mjólkurframleiðslu, jafnt í Svíþjóð og öðrum löndum, að kýr gangi á beit á sumrin. Í löndum ESB og í Norður-Ameríku er það hins vegar æ algengara að kýr séu hafðar inni allt árið, að því er nýverið kemur fram í ritinu Internationella Perspektiv. Í lögum um dýravernd í Svíþjóð, nr. 539/1988, er kveðið á um það að nautgripir sem haldnir eru til mjólkurframleiðslu, sex mánaða og eldri, skuli eiga aðgang að beit á sumrin. Beitartími þeirra skal vera að minnsta kosti 6 klst. á sólarhringi og a.m.k 80% af beitilandinu skal vera gróið. Mjólkurkúm og kvígum í Finnlandi, sem bundnar eru á bás, skal hleypa út á beit eða í gerði, þar sem þær geta hreyft sig, a.m.k. 60 daga á ári á tímabilinu 1. maí til 30. september. Unnt er að sækja um undanþágu frá því og það gera 27% finnskra kúabænda. Svíþjóð er eina land ESB þar sem sumarbeit mjólkurkúa er lögfestÞjóðir ESB takast á um skipulag sambandsins „Það ber ekki að skilja það svo að Bretar séu öðrum þjóðum deilugjarnari þó að þeir hafi tekið forystuna í því að fjalla um hin alvarlegu vandamál, sem steðja nú að sambandinu,“ segir Martin Callanan, en hann á sæti á Evrópuþinginu í Brussel. Stuðningur aðildarþjóða sambandsins á nú undir högg að sækja, segir Callanan, en hann er einnig þingmaður Íhaldsflokksins í Bretlandi. Flokksbróðir hans, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kom á framfæri óánægju Breta með ESB í janúar sl. Hann hét bresku þjóðinni því að aðildarsamningurinn við ESB yrði endurskoðaður og að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um nýjan samning. Greint var frá þessu í Nationen 13. apríl. David Cameron leitar nú fylgis fulltrúa á Evrópuþinginu um að efla áhrif Breta á þinginu sem skili þeim meiri áhrifum á stjórn ESB. Hann hefur jafnframt farið til Berlínar á fund Angelu Merkel, forsætisráðherra og forseta Evrópuþingsins, til að vinna máli sínu fylgis hennar. Bretar hafa alla tíð haft tvíbent viðhorf til ESB, segir Martin Callanan. Hann leggur áherslu á að túlka það ekki sem andstöðu við nánara samstarf þjóða Evrópu. Það er hins vegar þáttur í heildarviðhorfum til framtíðar Evrópu. „Rökin sem voru borin á borð fyrir mig í Newcastle munu einnig verða til umræðu í Nice í Frakklandi og eru þegar komin fram í Napólí,“ sagði hann. „Áhyggjur sem ég heyrði í Birmingham verða fyrr en varir ræddar í Barcelona og Búdapest og þannig er það víðar. ESB mun ekki lifa af ef haldið verður áfram að þjappa valdinu saman á fáum stöðum.“ „ESB er ekki matseðill þar sem þjóðir sambandsins geta valið sér rétti,“ er svar Þýskalands og Frakklands við hugmyndum David Cameron. Því svarar Cameron þannig að hér sé ekki um það að ræða að velja sér bestu bitana og að þeir sem haldi því fram séu á villigötum. Breski forsætisráðherrann ítrekar að það sé óhjákvæmilegt að stokka spilin í því kreppuástandi, sem nú ríki í Evrópu. Samkeppnis- hæfni sé mál málanna og það hljómar vel í eyrum Angelu Merkel. En Cameron á langa leið fyrir höndum áður en hann verður kominn með meirihluta í þessu máli á Evrópuþinginu og getur knúið í gegn breytingar á sáttmála Evrópusambandsins og þá jafnframt breytingar á stöðu Bretlands innan sambandsins. Óþolinmæði í garð deilugjarnra Breta vex jafnt og þétt í Brussel. Stuðningur aðildarþjóða samband- sins á nú undir högg að sækja, segir Martin Callanan. Angela Merkel. David Cameron. Um 15% af mjólkurframleiðslu í Kína frá risabúgörðum: Mjólkurneysla í Kína er orðin hin fjórða mesta í heiminum Mjólkurframleiðsla í Kína hefur aukist hratt á síðustu árum og áætlanir ganga út á að þessi aukning haldi þar áfram. Kínverjum hefur fjölgað verulega á undanförnum árum og þeir eru nú taldir vera um 1,3 milljarðar og fjölgar enn hratt. Mjólkurneysla í Kína er orðin hin fjórða mesta í heiminum. Það hefur kallað á hátæknivædda búgarða með mikinn fjölda kúa, að því er greint var frá í Bondebladet 21. febrúar. Hér í Kína eru til búgarðar með meira en 20.000 kýr, segir George Zhang, stjórnandi búgarðsins Huaxia í grennd við höfuðborgina Peking. Búgarðurinn líkist meira hátækniiðjuveri en bújörð. Hröð uppbygging mjólkurframleiðslu í Kína hófst fyrir 10 árum. Árið 2008 kom þó afturkippur þegar 300 þúsund börn veiktust. Þá hafði verið blandað melaníni í mjólkina til þess að svindla á próteinmagni hennar. Tekið var á málinu og hlutaðeigandi sóttir til saka. Staðan er nú sú að 15% af mjólkurframleiðslu í Kína koma frá risabúgörðum með yfir 2.500 kýr. Kýrnar bera senditæki Búgarðurinn Huaxia er í fremstu röð. Honum var komið á fót árið 2004. Að stofnun hans stóðu tveir Kínverjar sem alist höfðu upp í Bandaríkjunum. Framkvæmdastjórinn, Charles Shao minnir á trúarleiðtoga og kúreka. Hann er sjálfsöryggið uppmálað, í gallabuxum og skinnjakka og í fráhnepptri skyrtu. Hann hefur hannað tölvukerfi sem notað er til að fjarstýra hverri kú. Mjaltir, beiðsli og aðrar upplýsingar um kúna eru sendar sjálfvirkt í tölvu á búinu. Fram að þessu hefur verið fjárfest fyrir yfir 100 milljón dollara á búinu, þar af eru 20% af upphæðinni bundin í nýjum tæknibúnaði. Fyrirtækið leggur mjólkina inn hjá stórum mjólkurbúum, sem pakka henni í neytendaumbúðir og selja hana verslunum í Peking. Það er engum vandkvæðum bundið en mikill mjólkurskortur er í borginni. Fóður kúnna er sýrður maís úr nágrenninu og 2% smárafóður, alfaalfa, flutt inn frá Bandaríkjunum. Kínverska heyið er ekki nógu næringarríkt, segir Shao. Kýrnar eru fluttar inn frá Ástralíu en Kína leyfir innflutning aðeins frá þremur löndum; Ástralíu, Nýja- Sjálandi og Úrúgvæ. Einnig er flutt inn sæði hámjólka kúastofna í Bandaríkjunum. Fjórðu mestu mjólkurneytendur í heimi Mjólkurneysla í Kína er orðin hin fjórða mesta í heiminum, en neyslan þar nemur um 37,4 milljón tonnum á ári. Mjólkurneysla á íbúa er þó aðeins tæp 20 kg á ári, sem eru aðeins um 25% af meðal heimsneyslunni. Það er því rúm til að þrefalda eða fjórfalda neysluna í Kína, segir Markku Vaukkonen, forstjóri Delaval í Austur-Asíu. Í „verksmiðjufjósinu“, sem við heimsóttum, er unnt að fylgjast með þegar kýrnar streyma inn og raða sér á mjaltabásana, en þar eru 50 básar í röð. Starfsmenn, með grisju fyrir vitum, þvo júgrin og setja á mjaltatækin og mjólka í einum hvelli. Því næst er gólfið spúlað og næsti hópur tekur við, næstum eins og á færibandi. Hér mjólkum við 2.900 kýr þrisvar á dag, sagði George Zhang. Næsta skref er að taka í notkun mjaltaþjóna (róbóta), sagði hann. Kína er orðið ráðandi um heimsmarkaðsverð á mjólk. Um 90% framleiðslunnar eru þó seld á heimamarkaði, 10% fara á alþjóðlegan markað og helmingur þess kemur frá Kína. Mjaltavélar í kínversku risabúi. Sjálfræði eða valdaafsal til ESB Evrópusambandið býr við kreppuástand. Stjórnkerfi þess veldur ekki hlutverki sínu. Um 60% af ungu kynslóðinni, 25 ára og yngri, í Suður - Evrópu er atvinnulaus og 24% í Svíþjóð. Stór svæði í Evrópu eru að missa frá sér verulegan hluta af heilli kynslóð fólks. Í stað þess að bregðast við því með gagnráðstöfunum beitir ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn aðferðum fjármagnsins til að flæma burt fólk. Draumur ráðamanna er fjórfrelsi ESB, en í því felast frjálsir flutningar á vörum, fjármagni, vinnuafli og þjónustustarfsemi sem hefur þjappað saman valdi í viðkomandi löndum og orðið á kostnað sjálfbærrar sóknar samfélagsins til efnalegra framfara. Miðflokkurinn í Noregi styður ekki áðurnefnt fjórfrelsi Rómarsáttmálans né um stefnu ESB í málefnum landbúnaðar, sjávarútvegs og dreifbýlis, þar sem opinberum styrkjum og einkaleyfum er úthýst. Reglur ESB um samkeppni koma í veg fyrir aðkomu ríkisvaldsins að þessum málum, sem hefur verið forsenda þess að viðhalda dreifbýli í Noregi og styrkja það samfélag jafnréttis og velferðar þar sem við erum stolt af. Miðflokkurinn hefur átt í víðtæku samstarfi við önnur hagsmunasamtök á sama sviði í Noregi, þvert á allar spár, og átt sinn þátt í því að koma í tvennum þjóðaratkvæðagreiðslum í veg fyrir inngöngu Noregs í ESB. Flokkurinn getur verið hreykinn af þessum árangri sínum og glaðst yfir því að viðhorfskannanir sýna að 70-80% þjóðarinnar eru nú andvíg aðild að ESB. Noregi var ekki úthýst úr ESB árið 1972, eins og Verkamannaflokkurinn og Hægri flokkurinn spáðu. Í samskiptum Noregs og ESB bíða heldur ekki nein óleyst úrlausnarefni. Báðir aðilar, ESB og Noregur, hafa hag af traustu og góðu samstarfi. Öflug stjórn á náttúruauðlindum er afar mikilvæg fyrir lítið og dreifbýlt land eins og Noreg. Sigur andstæðinga aðildar að ESB árið 1972 hefur eftir það tryggt yfirráðarétt og uppbyggingu atvinnulífs og efnahagsmála í Noregi. Þar ber ekki síst að hafa í huga uppbyggingu á olíu- og gasvinnslu í Noregi, með öllum þeim iðnaði, þekkingaröflun og fjölþættu verkefnum sem fylgt hafa í kjölfar þess. Sú þróun hefði verið óhugsandi ef Noregur hefði gengið í ESB árið 1972. Statoil, sem er í eigu norska ríkisins, hefur verið máttarstólpinn í þeirri uppbyggingu. Nærtækt hefði verið að fela Englandi að sjá um þessa þjónustu, þar sem mest fjármagn og víðtækust þekking á rekstri sem þessum var þar að finna. Norska þjóðin gerði sér hins vegar grein fyrir því að uppbygging norsks samfélags var mikilvægari en stundargróði. Þess vegna var þessi þjónusta frá upphafi byggð upp í Stavanger. Hin mikilvæga þátttaka Noregs í þróun hafréttarmála, sem fram fór á vegum Sameinuðu þjóðanna á 8. áratugi síðustu aldar, hefði verið óhugsandi ef Noregur hefði þá átt aðild að ESB. Verkalýðshreyfingin í Noregi hafði þá í þjónustu sinni starfsmenn, sem áttuðu sig á því að fjórfrelsi Rómarsáttmálans mundi auka vald fjármagnsins en draga úr réttindum og samstöðu almennings í landinu. Einnig hefði sáttmálinn skert verulega möguleika Noregs á að fylgja fram sinni eigin stefnu í málefnum norsks dreifbýlis. Olíugróði Noregs hefur dregið úr samkeppnisstöðu þjóðarinnar í öðrum atvinnugreinum. Það gildir jafnt um landbúnað, ferðaþjónustu, fiskveiðar og fiskvinnslu og margvís- legan iðnað. Framtíð þessara greina ræðst af samningum við yfirstjórn Evrópska efnahags svæðisins. Matvælaframleiðsla og matvælaöryggi í Noregi hefur dregist saman vegna samningsins. Landsþing Miðflokksins verður því að koma af stað almennum umræðum um stefnumörkun í þjóðarinnar í þeim málaflokki. Nationen 4. apríl 2013, Amund Venger, stytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.