Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Ræktun eftir kal Nú liggur fyrir að verulegar líkur eru á víðtæku kali á Norður- og Austurlandi. Veðurfar síðastliðinn vetur hefur þróast á þann veg að víða eru svellalög mikil og hafa legið lengi. Mikilvægt er að bændur sem telja sig standa frammi fyrir umtalsverðu kali undirbúi sig eftir bestu getu og skipuleggi viðbrögð sín. Þessu greinarkorni er ætlað að fara yfir nokkur atriði sem vert er að hafa í huga varðandi ræktun eftir kal og endurræktun almennt. Viðbrögð við kali Þegar umfang kalsins liggur fyrir þarf að meta hvort ástæða er til viðbragða. Kalið getur verið blettakal, grisjun vegna kals eða kal á samfelldum svæðum. Flokka má viðbrögðin í eftirfarandi: 1. Sjálfgræðsla 2. Ísáning 3. Léttvinnsla og sáning 4. Endurvinnsla með plægingu Sjálfgræðsla Ef um blettakal eða grisjun vegna kals er að ræða kemur til greina að „gera ekki neitt“ og láta túnið gróa upp. Þetta á einnig við um tún sem erfitt er að rækta upp vegna grjóts eða annarra takmarkandi þátta. Í þessum tilfellum er mælt með því að bera á lága skammta af tilbúnum áburði eða búfjáráburði til að örva gróðurframvinduna. Túnin gróa yfir leitt fljótt upp en gallinn er sá að plönturnar sem upp vaxa í kal- blettunum eru yfirleitt óæskilegar í túnum (t.d. arfi og varpasveifgras) og uppskera er almennt ekki mikil kalárið. Ísáning Ísáning er sáning á grasfræi og/eða grænfóðri beint í kalin tún. Þessi aðferð hefur verið reynd nokkuð með misjöfnum árangri. Helst kemur til greina að nota þessa aðferð í nýlega endurræktuð tún þar sem gras svörðurinn er tiltölulega opinn. Best er að nota til verksins sérstakar ísáningarvélar en einnig kemur til greina að nota hefðbundnar sáðvélar sem fella niður fræ. Sá skyldi fullum skammti af grasfræi og einnig kemur vel til greina að skjólsá með grænfóðri, t.d. rýgresi eða höfrum. Léttvinnsla og sáning Ísáningin skilar ekki alltaf árangri og ef um er að ræða alvarlegt kal í nýlega endurræktuðum túnum er skynsamlegra að beita léttvinnslu (t.d. tætingu með pinnatætara). Með léttvinnslu er átt við að sáð sé í spilduna eftir eina umferð með herfi eða tætara. Með þessu móti grær sáðgresið upp sem lifir í spildunni og sáningin tekur hraðar við sér en við ísáninguna. Þessi aðferð gengur ekki í gömul tún með þéttri rót –þar dugir ekkert nema plógurinn! Endurvinnsla með plægingu Í illa kalin eldri tún dugir ekkert nema endurvinnsla með plægingu. Vanda þarf til verka og gæta þess að fara ekki af stað fyrr en jörðin er tilbúin til vinnslu. Ekki má vera laust bundið vatn í jarðvegi, þá er hætta á skemmdum á jarðvegsbyggingu sem koma niður á spírun og sprettu. Vanda þarf plæginguna og grafa þann gróður sem fyrir er en gæta þess jafnframt að plægja ekki of djúpt til að varðveita frjósamasta jarðvegslagið. Hæfileg plægingadýpt er 15 til 20 cm. Til eftirvinnslu þarf að velja tæki sem henta aðstæðum, tætara eða herfi en gæta þessa að ofvinna ekki jarðveg og tapa dýrmætum raka. Jarðvinnsu, sáningu og völtun skal ávallt vinna í samfellu á sem stystum tíma. Hverju á að sá? Val á nytjajurtum fer eftir aðstæðum, s.s. umfangi kalsins, ræktunarskilyrðum, aðstöðu til gjafa og reynslu bónda. Til að tryggja næga uppskeru getur þurft að rækta grænfóður í hluta túna eða skjólsá grænfóðri með grasi. Til sláttar hentar grænfóður af grasaætt, rýgresi, hafrar og bygg. Auðveldara er að forþurrka rýgresi en hafra og bygg en til greina kemur að flytja uppskeru á þurrkvöll og þurrka betur. Fljótasta grænfóðrið er sumarrýgresi en hafrar og bygg koma næst og síðast vetrarrýgresi. Hafrar og bygg eru öruggir í rækun en gefa lítinn endurvöxt. Vel kemur til greina að sá blöndu af grænfóðri t.d. blöndu af sumar- og vetrarrýgresi eða höfrum og vetrarrýgresi. Í slíkum tilfellum fæst endurvöxtur sem nýtist til beitar eða seinni sláttar. Í tilraunum á Möðruvöllum reyndust grænfóðurblöndur að jafnaði uppskerumeiri en grænfóður í hreinrækt. Ef grænfóðri er skjólsáð með grasi skal sá fullum sáðskammti af grasi en draga verulega úr sáðskammti grænfóðurs. Ekki skyldi sá meira en hálfum skammti af byggi og höfrum (ca 100 kg/ha) og um þriðjungsskammti af rýgresi (10-12 kg/ha). Á svæðum þar sem vetrarálag er Myndin til hægri er tekin að vori ári eftir kal. Kalsvæðið er þakið varpasveifgrasi. Myndir / Ingvar Björnsson, Guðmundur H. Gunnarsson og Þóroddur Sveinsson Ísáning í blettakalið tún. Á vélinni eru tætarar sem vinna rásir fyrir fræið. Dæmi um vel heppnaða ísáningu í endurræktað tún á 1. ári. Vel heppnuð sáning í kjölfar léttvinnslu. Mesta uppskeru grænfóðurs gefur blanda af vetrarrepju og byggi til þroska sem skorið er sem heilsæði. Í slíkri blöndu þarf að bíða með sláttutíma þar til byggið í blöndunni hefur náð nokkrum kornþroska. Heilsæði hentar ekki til rúlluverkunar en fremur til stæðugerðar. Ingvar Björnsson Jarðræktarráðunautur Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.