Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 „Það hefur alltaf verið mikill áhugi fyrir þessum bókum og við væntum þess að það sama sé uppi á teningunum nú,“ segir Guðmundur Páll Steindórsson ráðunautur, en bókin Byggðir Eyjafjarðar 2010 kom formlega út á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar í Hlíðarbæ nýverið. Vinna við bókina hefur staðið um tveggja ára skeið, en í þriggja manna ritnefnd sem Búnaðarsamband Eyja- fjarðar skipaði sátu auk Guðmundar þeir Jóhann Ólafur Halldórsson í Hrafnagilshverfi og Valdimar Gunnarsson á Rein II í Eyjafjarðarsveit. Þeir eru höfundar að stærstum hluta texta. Búnaðarsambandið gefur bókina út í tilefni af 80 ára afmæli sínu á liðnu ári. Myndir af langflestum ábúendum Í bókinni er umfjöllun um allar byggðar jarðir, stök hús og gömul býli á starfssvæði BSE við Eyjafjörð. Guðmundur segir að um viðamikið verk sé að ræða en t.d. eru birtar í bókinni myndir af öllum bæjum og langflestum ábúendum í héraðinu. Alls er fjallað um 286 jarðir í Eyjafirði í bókinni, 155 einstök hús og 292 gömul býli. Þá er gerð grein fyrir eigendum og/eða ábúendum og íbúum á hverju býli, stutt lýsing er á legu jarðar og tilgreind fjarlægð frá næsta kaupstað. Eins eru taldar upp byggingar, sagt frá ræktunarlandi og tíundaður fjöldi gripa eða getið um annan búrekstur. Að lokum er ábúendatal sem spannar tímabilið 1991 til 2010. Alltaf notið vinsælda Búnaðarsamband Eyjafjarðar gaf á sínum tíma út hliðstæðar bækur sem miðuðust annars vegar við árslok 1970 og hins vegar árslok 1990. Í síðarnefndu út gáfunni er að finna ábúenda tal bú jarðanna aftur til ársins 1900. „Þessar bækur hafa um tíðina verið vinsælar og til á flestum heimilum til sveita, en eins veit ég að íbúar í þéttbýlinu, brott- fluttir sveitamenn, eru áhugasamir um bókina. Fólk hefur mjög gaman að af því að fletta bókinni og skoða myndir, bæði af ábúendum og býlum þeirra,“ segir Guðmundur. Saga BSE undanfarin 20 ár Í bókinni rekur Óskar Þór Halldórsson sögu Búnaðar-sambandsins á tímabililu 1991-2010, en hann ritaði einnig sögu þess frá 1970 til 1990 í síðustu útgáfu byggðasögunnar. Þá er tekið fyrir hvert sveitarfélag frá norðri og haldið inn héraðið, byrjað á Fjallabyggð, þá Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyri og endað á Eyjafjarðarsveit, en umfjöllun um Hrísey og Grímsey falla undir Akureyrarkaflann. Stuttar lýsingar eru á hverju sveitarfélagi fyrir sig og getið helstu breytinga sem orðið hafa frá síðustu útgáfu Byggða Eyjafjarðar. Yfirlitskort eru í bókinni af hverju svæði fyrir sig. Skólar, samkomuhús og kirkjur Einnig eru í bókinni stuttar lýsingar á þéttbýlisstöðum öðrum en kaupstöðum ásamt myndum, götukortum og íbúaskrám. Lýsingar og myndir eru af skólum, samkomuhúsum og kirkjum en síðast í hverjum sveitarfélaga- kafla er skrifað um gömul býli. Myndir eru einnig af bæjum sem farið hafa í eyði eða úr búskap á tímabilinu sem um ræðir. Ítarleg bæjarnafna- sem og mannanafnaskrá er aftast í bókinni. Finnbogi Marinósson, ljósmyndari á Akureyri, annaðist mannamyndatökur en stærstan hluta bæja mynda tóku Jóhann Ólafur Halldórsson ritnefndar maður, Hallgrímur Einarsson á Urðum í Svarfaðardal og Örn Stefánsson á Akureyri. Ásprent á Akureyri annaðist prentvinnslu, en þess má geta að bókin er í blaðsíðufjölda sú stærsta sem þar hefur verið prentuð, 672 síður. Sala Byggða Eyjafjarðar 2010 er hafin hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, Óseyri 2 á Akureyri. Þeir sem ekki hafa tök á að nálgast bókina þar geta pantað hana í síma 460 4477. Þess má einnig geta að nokkuð upplag er þar enn til af Byggðum Eyjafjarðar 1990. Nýja bókin kostar 17.000 kr. en útgáfan frá 1990 er seld á 4.000 kr. Bækur Ritnefndin gæðir sér á kökubita í tilefni af útkomu bókarinnar, frá vinstri: Guðmundur Páll Steindórsson, Jóhann Ólafur Halldórsson og Valdimar Gunnarsson. Sigurgeir Hreinsson, fráfarandi formaður Búnaðarsambands Eyja- fjarðar, kynnti bókina á aðalfundi sambandins í Hlíðarbæ. Bændasamtökin hafa gert samning við Datamarket um framsetningu á upplýsingum úr verðlags grundvelli kúabús. Efnið er aðgengilegt á heimasíðu BÍ www.bondi.is undir flokkunum félagsmál>verðlagsgrundvöllur kúabús, sjá http://bondi.is/ pages/2478. Efnið sem byggt er á er verðlagsgrundvöllur kúabús sem gefinn er út ársfjórðungslega af verðlagsnefnd búvöru. Samkvæmt lögum nr. 99/1993 ákveður verðlagsnefnd búvöru lágmarksverð til bænda fyrir 1. flokks mjólk og leyfileg afföll af verði mjólkur sem ekki stenst kröfur sem 1. flokks mjólk. Nánari fyrirmæli um tilhögun verðlagningar er að finna í 8. grein laganna. Þar segir m.a.: „Ákvörðun um lágmarksverð mjólkur skal byggjast á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum. Áætlað vinnuframlag skili endurgjaldi hliðstæðu og gerist hjá starfsstéttum sem bera sambærilega ábyrgð á rekstri og mæta hliðstæðum kröfum um viðveru og færni.“ Síðan 1. janúar 2001 hefur verðlagsnefnd unnið útreikninga sína miðað við bú sem framleiðir 188.000 lítra mjólkur á ári með 40 kúm, ásamt geldneytum. Áætlað er að búið framleiði 3.947 kg nautgripakjöts á sama tíma. Verðlagsnefnd ákveður ekki verð á nautgripakjöti, líkt og mjólk. Tekjur verðlagsgrundvallarbúsins af nautgripakjöti voru síðast hækkaðar í verðlagsgrundvellinum þann 1. júní 2002. Verðlagsnefnd hætti hins vegar verðlagningu á nautgripakjöti 1. september 1998. Verðlagsnefnd aflar gagna um þróun aðfangaverðs frá Hagstofu Íslands og fleiri aðilum. Ákvörðun um afurðaverðið er síðan tekin eftir á, þegar áhrif verðbreytinga á aðföngum á framleiðslukostnaðinn hafa verið metin. Notendur geta skoðað sundurliðun einstakra tekna og kostnaðarliða eins og verðlagsnefnd metur þá hverju sinni og skoðað myndrænt. Fyrsta myndin sýnir samantekt – kostnaður og tekjur Fyrsta myndin sýnir hvernig raun Þessi mynd sýnir þróun heildarkostnaðar við framleiðslu 188.000 lítra mjólkur ásamt nautgripakjöti með 40 kúm ásamt geldneytum. Hún sýnir einnig þróun tekna sem eru samsettar af afurðaverði fyrir mjólk eins og Verðlagsnefnd ákveður það, beingreiðslum og tekjum af sláturafurðum. Verð á nautgripa- kjöti og sláturafurðum hefur ekki hækkað síðan árið 2002. Einnig eru gripagreiðslur sem teknar voru upp 1. september 2006 ekki tilgreindar sem hluti af tekjum búsins. Önnur mynd ber þróun tekna og gjalda verðlagsgrundvallarbúsins saman við þróun vísitölu neysluverðs. Breytingar á vísitölu neysluverðs eru gefnar út mánaðarlega en verðlagsgrundvöllurinn er birtur á þriggja mánaða fresti. Þróun tekna verðlagsgrundvallarbúsins er einnig sýnd sem vísitala á þeirri mynd. Önnur mynd sýnir skiptingu tekna eins og þær eru skráðar í verðlags grundvelli kúabús. Verðlags nefnd ákvarðar verð á mjólk frá afurðastöðvum til bænda. Beingreiðslur eru greiddar sam- kvæmt samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar frá 10. maí 2004, með síðari breytingum. Verð á nautgripakjöti og sláturafurðum hefur ekki hækkað síðan 2002. Einnig eru gripagreiðslur sem teknar voru upp 1. september 2006 ekki tilgreindar sem hluti af tekjum verðlagsgrundvallarbúsins. Á öðrum myndum er þróun framleiðslu kostnaðarins brotin niður með sama hætti og gert er í verðlags- grundvelli kúabús og þannig má greina samsetningu og þróun heildarkostnaðar við rekstur verðlagsgrundvallarbúsins. Af myndinni má sjá hvenær helstu breytingar hafa orðið. Magn aðfanga hefur haldist óbreytt allan tímann og því er hér eingöngu verið að endurspegla verðbreytingar. Einnig er farið yfir sundurliðun helstu kostnaðarliða eins og þeir eru metnir í verðlagsgrundvellinum. Einnig eru myndir sem sýna nýjustu gildi tekna og gjalda. Markaðsbásinn Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Þróun framleiðslukostnaðar Mynd 1. Mynd 2. Byggðir Eyjafjarðar 2010 – fjallað um allar jarðir í ábúð, einstök hús og gömul býli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.