Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. ágúst 20132 Fréttir Landskeppni smalahunda Landskeppni smalahunda verður haldin að Fjalli á Skeiðum helgina 24.-25. ágúst. Keppnin hefst á laugardeginum kl. 10:00 en úrslit fara fram á sunnudeginum kl. 10:00. Smalahundadeild Árnessýslu heldur keppnina en deildin var stofnuð árið 2009. Alls eru 40 félagsmenn í henni en tilgangurinn með starfseminni er að efla þjálf- un, keppni og fræðslu um smala- hunda. Síðast hélt Smalahundadeild Árnessýslu keppnina árið 2009 að Miðengi í Grímsnesi og tókst hún vel. Veitingasala verður á svæðinu og í tilkynningu eru allir hvattir til að mæta. Allnokkrir heyflutningar hafa átt sér stað í Eyjafjörð það sem af er sumri en töluverð brögð voru að því að endurræktun á kalstykkjum hafi misfarist. Þá eru bændur misánægðir með uppskeru á grónum túnum en dæmi eru um að hún sé mun lakari en í meðalári, þrátt fyrir að tíð hafi almennt verið góð í sumar. Þá er ljóst að hey mun verða í minnsta lagi á einhverjum bæjum í Þingeyjarsýslum og á Austurlandi. Það á þó eftir að skýrast betur þegar líður á haust þar eð bændur eru enn í heyskap á þessum svæðum. Endurræktun misfórst Benedikt Hjaltason hefur flutt hey í talsverðum mæli fyrir bændur í Eyjafirði, bæði í vor sem leið og einnig það sem af er sumri. „Ég held að það sé að koma í ljós töluverður uppskerubrestur hjá mönnum núna í sumar. Það virðist, að því er ég heyri, eitthvað hafa mistekist við endurræktun í vor hjá ýmsum bændum og það er bara ekki að koma upp úr mörgum af þessum stykkjum sem sáð var í. Það virðist vera allt of algengt. Hjá sumum bændum er þetta auðvitað allt í lagi en hjá öðrum er þetta bara algjör auðn. Ég veit til að mynda að uppi í Öxnadal eru dæmi um að ekkert hafi komið upp úr ökrum sem sáð var í síðastliðið vor og eins austur í Kinn. Því miður. Menn hafa svo sem ekki fundið skýringu á þessu það mér er sagt. Svo er það annað að ég hef heyrt þess dæmi að bændur hér í Eyjafirði séu allt annað en sáttir við uppskeru hjá sér á grónum túnum. Hugsanlega er að koma þar í ljós dulið kal sem hefur þessi áhrif.“ Yfir 500 rúllur fluttar á svæðið Benedikt segir að bændur séu vegna þessa að leita eftir heyi til að tryggja sig. „Ætli ég sé ekki búinn að flytja þetta ríflega 500 rúllur í sumar. Mér sýnist að ég muni hafa talsvert að gera í haust og vetur við heyflutninga. Þó að það sé gott að hafa vinnu fyrir mig þá er þetta hörmulegt fyrir bændur. Þetta er mikið högg fyrir þá bændur sem verst fara út úr þessu. Það var þurrkasumar í fyrra, langur vetur og svo kal sem virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Ég dáist hins vegar að því hversu sanngjarnir menn hafa verið í verðlagningu á heyi, það er bara rétt að menn taki fyrir útlögðum kostnaði.“ Gott tíðarfar bjargaði miklu María Svanþrúður Jónsdóttir ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, sem hefur aðsetur í Þingeyjarsýslu, segist ekki hafa haft spurnir um mikla heyflutninga þar á svæðinu það sem af er sumri. Dæmi séu hins vegar um að sáning hafi mistekist, líkt og í Eyjafirði og það komi auðvitað illa við bændur. „Menn eru bara enn í heyskap hér á svæðinu og þetta ekki orðið ljóst. Hér sáðu menn miklu grænfóðri í vor og það er misjafnt hvernig það er statt. Nú þarf bara heyskapartíð til að ná því. Þetta er mjög misjafnt eftir bæjum, sumir eru að fá þá uppskeru sem þeir þurfa á að halda en annars staðar mun líklega þurfa að kaupa hey. Sumir bændur heyjuðu hreinlega með það að markmiði að vera aflögufærir. Aðstæður eru mjög breytilegar.“ María segir að veðrið í sumar hafi hins vegar bjargað því sem bjargað varð. „Tíðin hefur gert óhemjumikið fyrir uppskeru hér. Hvort svæðið verður sjálfbært með hey veit maður ekki, það á eftir að koma í ljós.“ Bændur enn í heyskap Anna Lóa Sveinsdóttir ráðunautur Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins á Austurlandi segir stöðuna svipaða á Austurlandi eins og í Þingeyjarsýslum. „Hér eru menn enn að reyna að klára heyskap en staða mála er mjög mismunandi á svæðinu. Sumir bændur eru tæpir á heyjum en aðrir hafa nóg. Menn voru mjög vakandi fyrir því að fá tún sem ekki var verið að nýta hér og hafa bjargað sér með því. Þetta kemur hins vegar ekki í ljós fyrr en líður á haust.“ /fr Eyfirskir bændur hafa sumir þurft að kaupa hey Óljóst um uppskeru á norðan- og austanverðu landinu Laxveiðisumarið 2013: Veiðin almennt gengið ágætlega Að sögn Viktors Guðmundssonar, formanns Landssamtaka stangaveiðifélaga (LS), hefur stangaveiðin í sumar gengið ágætlega, þegar á heildina er litið. „Í fyrra var það ein og ein á sem var í lagi, en almennt léleg veiði. Nú finnst mér það hafa snúist við; almennt er veiðin í góðu lagi en ein og ein sem ekki hefur staðið undir væntingum Þó að almennt hafi dregið úr laxagöngum er heildarstaðan þó betri en í fyrra. Ár á Vesturlandi hafa gefið nokkuð vel en á Austurlandi hefur veiðin verið dræmari. Þó er allt of snemmt að segja til um í hvaða tölum þær enda, þar sem þeirra tími er rétt að byrja enda þekktar fyrir að gefa betur seinni hluta sumars. Af kunnum ám nefnir Viktor sérstaklega Norðurá og Þverá-Kjarrá sem dæmi um ár á Vesturlandi sem hafa skilað góðum afla. Hann segir Rangárnar ekki hafa verið neitt sérstaklega gjöfular það sem af er sumri. Það vakni upp spurningar hvort dregið hafi verið úr seiðasleppingum. Viktor telur einnig að vatnsbúskapurinn í ánum hafi sitt að segja um aflabrögðin. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta mikla vatnsveður í sumar á Suðvestur- og Vesturlandi hafi hjálpað þar til og að sama skapi hafi þurrkurinn á Austulandi spillt fyrir þar. Þetta er líka samspil ýmissa þátta. Maður veit svo sem ekki hvað er að gerast í hafinu, en það er þó greinilegt að fiskurinn er almennt mun betur haldinn í sumar en síðustu sumur.“ Verðlagsmálin ofarlega á baugi Í lok maí sl. var birt markaðsúttekt á vef LS sem fjallaði um sölu- og verðlagsmál í stangaveiðinni. Kemur þar fram að samdráttur í sölu á laxveiðileyfum á þeim tíma var kominn yfir 30% á heildina litið og hjá íslenskum veiðimönnum um 40%. Af því tilefni kallaði Viktor eftir því að hagsmunaaðilar, landeigendur og leigutakar, kæmu að því borði að ræða hvernig lágmarka mætti skaðann. Nú þegar langt er liðið á sumar segir Viktor að það hafi verið lán að nokkuð vel hafi veiðst í sumar sem hafi orðið til að glæða söluna aðeins. „Maður sér það samt, að þó að verð hafi lækkað aðeins – og einhver tilboð hafi verið í gangi – þá seljast veiðileyfi ekki sérlega vel. Þá hlýtur það að vera að kaupmátturinn sé orðinn það lítill hjá Íslendingunum sem keyptu veiðileyfi á ákveðnu verðbili. Það hefur verið hægt að selja útlendingunum dýrustu leyfin – og það gengið held ég þokkalega – en á verðbilinu 50-100 þúsund stöngin á dag hefur gengið illa að selja. Þetta er einmitt það verðbil sem okkar stangaveiðifélög eru mest með í boði. Það er ljóst að veiðileyfin eru orðin of dýr fyrir Íslendinga og hafa hækkað margfalt umfram vísitölu.“ /smh Viktor Guðmundsson með um 15 punda hæng úr Svalbarðsá. Býflugur urðu úti í Finnlandi - helmingur búanna glataðist Eins og undanfarin vor flutti Býflugnafélag Íslands (Bý) einnig inn býflugur frá Álandseyjum sl. vor. Meiningin var að flytja inn 48 bú með flugi frá Finnlandi, en illa var gengið frá umbúðunum þannig að rúmlega helmingur býflugnanna slapp út. Egill Sigurgeirsson, formaður félagsins, segir að því miður hafi þetta gerst, en ábyrgðin liggi hjá seljandanum sem beri allt fjár- hagsleg tjón. Eftir sitji íslenskir býflugnaræktendur með sárt ennið. „Við fórum þá leið að láta nýja félagsmenn njóta forgangs með þau bú sem lifðu ferðalagið af. Ég flaug út og náði að bjarga því sem bjargað varð með því að ganga almennilega frá kössunum og hreinsa til. Annars hefðum við ekki fengið að senda afganginn.“ Að sögn Egils er býflugnarækt á Íslandi að öðru leyti í miklum blóma. Félagsmönnum fjölgar jafnt og þétt og eru nú 86 félagsmenn skráðir í Bý, þar af 26 nýskráði á árinu 2013. Fjölgun búa hjá ræktendum sjálfum hefur aldrei verið meiri eða yfir 80 bú. Lifun hefur sömuleiðis aldrei verið betri, eða yfir 80 prósent, en hún segir til um hlutfall búa sem lifa af íslenskan vetur. /smh Egill Sigurgeirsson er hér við af- Mynd / SMH Bannað að merkja inn- fluttar ullarvörur með íslenska fánanum Neytendastofa úrskurðaði á dög- unum að merkingar á ullarvörum fyrirtækisins Drífu ehf. séu ólög- mætar. Drífa ehf. selur vörur undir merkjunum Icewear og Norwear, bæði á vefsíðum og í ýmsum smávöruverslunum hér á landi. Meðal þeirra eru lopavettlingar og húfur með íslensku mynstri og voru þær jafnframt merktar með íslenska fánanum á merkimiðum. Hins vegar eru vörur fyrirtækisins framleiddar úr erlendri ull og þær unnar erlendis. Samtök iðnaðarins sendu Neytendastofu kvörtun vegna málsins í byrjun árs þar sem vakin var athygli á ofangreindu. Um væri að ræða villandi merkingar og farið var fram á að Neytendastofa gripi til aðgerða. Að mati neytendastofu gáfu merkingar ranglega til kynna að ullarvörur fyrirtækisins væru íslensk framleiðsla, framleiddar úr íslenskri ull. Það væri villandi gagnvart neytendum og því væri Drífu ehf. bönnuð notkun merkinganna án þess að uppruni vörunnar komi skýrt fram. Guð jón Kr i s t i n s son , framkvæmdastjóri Ístex, sem er langstærsti framleiðandi ullarvöru á landinu, fagnar niðurstöðunni. „Það er óþolandi þegar aðilar eru að flytja inn eftirlíkingar af íslenskum ullarvörum og það er ekkert íslenskt við þær. Þetta er því mikið gleðiefni fyrir alla framleiðendur á íslenskum ullarvörum.“ /fr Húfa frá Icewear. Mynd / Vefsíða Icewear Talið er að við nokkra þéttbýliskjarna í dreifbýli hér á landi sé vatn undir umtalsverðu álagi, m.a. við Laugarvatn, í Árbæjarhverfi í Ölfusi, á Eiðum og á Laugum í Reykjadal. Þetta kemur fram í drögum að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði á Íslandi. Umhverfisstofnun vinnur að stöðuskýrslunni sem fjallar um vatnasvæði á Íslandi í samvinnu við vatnasvæðanefndir og ýmsa aðila og stofnanir sem koma að stjórn vatnamála. Í skýrslunni er m.a. fjallað um skiptingu vatnasvæða, gerðir þeirra og álag á vatn hér á landi. Skýrsludrög voru birt í byrjun desember í fyrra og voru í opinberri kynningu þar til í byrjun júní á þessu ári. Losun mengandi efna frá landbúnaði lítt þekkt Fram kemur að helsta megunarálag á vatn á Íslandi er af völdum óhreinsaðs skólps frá þéttbýlisstöðum og að álagið sé mest í strandsjó við Akureyri, Húsavík og Reykjanesbæ. Annað álag á vatn er losun lífrænna efna frá fiskeldi og fiskvinnslum og efnalosun jarðvarmavirkjana, sorpmeðhöndlunar gamalla urðunarstaða og slippsvæða. Dreifð losun mengandi efna frá landbúnaði, framræslu lands, landgræðslu, skógrækt, frístundabyggð og öðrum byggðum er minna þekkt en bein losun. Í skýrslunni er stuttlega fjallað um dreifða losun mengunar sem á sér stað í landbúnaði en vinna við þann þátt er þó mjög skammt á veg komin. Frekari álagsgreining og mat á álagi frá landbúnaði verður gerð síðar á þessu ári. Vaxandi tilhneiging til að koma á lífrænni hreinsun Fram kemur að töluvert er um litla íbúakjarna í dreifbýli hér á landi og eru þar yfirleitt notaðar rotþrær til meðhöndlunar á fráveituvatni, en slíkt telst til dreifðrar losunar. Að því er fram kemur í skýrslunni er vaxandi tilhneiging til að koma á líf- rænni hreinsun á slíkum svæðum og gildir það t.d. um Flúðir, Laugarvatn, Bifröst, Hvanneyri, Varmaland og Reykholt í Borgarbyggð sem og Sólheima í Grímsnesi. /MÞÞ Vatn undir álagi við nokkra þéttbýliskjarna í dreifbýli Mynd / ÁÞ Haustréttir 2013 Margir bíða þess í ofvæni að vita hvenær réttardagar haustsins liggja fyrir. Yfirlit yfir fjár- og stóð- réttir haustsins er birt á blaðsíðu 24 í þessu blaði en listann er líka að finna á vef Bændasamtakanna, www.bondi.is, þar sem hann er upp- færður reglulega. Gott ráð til þeirra sem vilja fylgjast með réttarstörfum eða taka þátt er að hafa samband við heimamenn og fá staðfestingu á dag- og tímasetningum. Sjá nánar bls. 24 Mynd / Jón Eiríksson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.